Ekki ráðist í framkvæmdir á brautinni fyrr en 2019 Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. mars 2017 19:42 Ekki verður farið í framkvæmdir fyrr en árið 2019 á einbreiðum kafla á Reykjanesbraut, þar sem tvö alvarleg umferðarslys hafa orðið á innan við tveimur vikum. Annað slysanna var banaslys. Reykjanesbraut er orðin umferðarþyngsti þjóðvegur landsins utan þéttbýlis en umferð um veginn hefur aukist langt umfram það sem spáð var. Frá áramótum hafa orðið að minnsta kosti fjögur alvarleg umferðarslys á Reykjanesbraut og á Grindavíkurvegi, þar af þrjú banaslys. Fjórða slysið varð rétt fyrir klukkan hálf níu í gærkvöldi þegar tveir bílar út gagnstæðum áttum rákust saman á Reykjanesbraut á móts við Brunnhóla. Tveir voru í voru í hvorum bíl og slösuðust að minnsta kosti þrír þeirra alvarlega en þeir voru fluttir með meðvitund á slysadeild Landspítalans. Í greiningu frá Vegagerðinni hefur umferð um Reykjanesbraut aukist að jafnaði um 6,8 prósent frá árinu 2010 en á síðasta ári varð vegurinn umferðarmesti þjóðvegur landsins utan þéttbýlis. Á milli áranna 2015 og 2016 jókst umferðin veginn um 21 prósent. Með öðrum orðum jókst umferð að jafnaði um þrjú þúsund ökutæki á sólarhring allt síðasta ár sem útaf fyrir sig mundi teljast mikil umferð á þjóðvegum ein og sér. Gera má ráð fyrir því að umferð aukist um 13 prósent á þessu ári, miðað við þá umferð sem farið hefur um veginn frá áramótum. Vegamálastjóri segir að nú þegar sé unnið að úttekt á Grindavíkurvegi þar sem ástæður slysa þar skoðað aftur í tímann og hvaða kaflar á veginum eru hættulegri en aðrir. „Það er eitt af því sem alltaf er til skoðunar, hvort það er tilefni til þess. Það er töluvert dýrt. Það er ekki hægt að gera þetta með einföldum hætti, en þetta eru aðgerðir sem við munum skoða, á báðum þessum stöðum, á Grindavíkurvegi og Reykjanesbraut,” segir Hreinn Haraldsson, forstjóri Vegagerðarinnar. „Við höfum í annarri úttekt gert sérstaka skoðun á hálkumyndun á svæðinu og reyna að bera það saman við slysakaflana; er hálkan einhver sérstök skýring á þessum alvarlegu slysun sem þarna hafa orðið og í þriðja lagi höfum við skoðað svo kostnað við ýmsar aðgerðir.” Fyrsti áfangi á tvöföldun Reykjanesbrautar, Hafnarfjarðar megin er hafinn með útboði á mislægum gatnamótum við Krísuvíkurveg „Þær framkvæmdir eiga að hefjast á næstu tveimur mánuðum. Við erum að ganga frá samningum þessa dagana,” segir Hreinn, en því verki á að vera lokið í haust. „Framhaldið bæði suður fyrir straum og áfram í gegnum Hafnarfjörð verður síðan að ráðast af fjárveitingum. Samkvæmt núverandi samgönguáætlun til langs tíma, eða tólf ára áætlun, þá á sú tvöföldun að hefjast árið 2019.” Tengdar fréttir Þingmenn hjóluðu í ráðherra vegna niðurskurðar á samgönguáætlun Fjöldi þingmanna, aðallega úr stjórnarandstöðunni, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, harðlega vegna niðurskurðar sem gera þarf á samgönguáætlun í ár. 6. mars 2017 16:07 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Ekki verður farið í framkvæmdir fyrr en árið 2019 á einbreiðum kafla á Reykjanesbraut, þar sem tvö alvarleg umferðarslys hafa orðið á innan við tveimur vikum. Annað slysanna var banaslys. Reykjanesbraut er orðin umferðarþyngsti þjóðvegur landsins utan þéttbýlis en umferð um veginn hefur aukist langt umfram það sem spáð var. Frá áramótum hafa orðið að minnsta kosti fjögur alvarleg umferðarslys á Reykjanesbraut og á Grindavíkurvegi, þar af þrjú banaslys. Fjórða slysið varð rétt fyrir klukkan hálf níu í gærkvöldi þegar tveir bílar út gagnstæðum áttum rákust saman á Reykjanesbraut á móts við Brunnhóla. Tveir voru í voru í hvorum bíl og slösuðust að minnsta kosti þrír þeirra alvarlega en þeir voru fluttir með meðvitund á slysadeild Landspítalans. Í greiningu frá Vegagerðinni hefur umferð um Reykjanesbraut aukist að jafnaði um 6,8 prósent frá árinu 2010 en á síðasta ári varð vegurinn umferðarmesti þjóðvegur landsins utan þéttbýlis. Á milli áranna 2015 og 2016 jókst umferðin veginn um 21 prósent. Með öðrum orðum jókst umferð að jafnaði um þrjú þúsund ökutæki á sólarhring allt síðasta ár sem útaf fyrir sig mundi teljast mikil umferð á þjóðvegum ein og sér. Gera má ráð fyrir því að umferð aukist um 13 prósent á þessu ári, miðað við þá umferð sem farið hefur um veginn frá áramótum. Vegamálastjóri segir að nú þegar sé unnið að úttekt á Grindavíkurvegi þar sem ástæður slysa þar skoðað aftur í tímann og hvaða kaflar á veginum eru hættulegri en aðrir. „Það er eitt af því sem alltaf er til skoðunar, hvort það er tilefni til þess. Það er töluvert dýrt. Það er ekki hægt að gera þetta með einföldum hætti, en þetta eru aðgerðir sem við munum skoða, á báðum þessum stöðum, á Grindavíkurvegi og Reykjanesbraut,” segir Hreinn Haraldsson, forstjóri Vegagerðarinnar. „Við höfum í annarri úttekt gert sérstaka skoðun á hálkumyndun á svæðinu og reyna að bera það saman við slysakaflana; er hálkan einhver sérstök skýring á þessum alvarlegu slysun sem þarna hafa orðið og í þriðja lagi höfum við skoðað svo kostnað við ýmsar aðgerðir.” Fyrsti áfangi á tvöföldun Reykjanesbrautar, Hafnarfjarðar megin er hafinn með útboði á mislægum gatnamótum við Krísuvíkurveg „Þær framkvæmdir eiga að hefjast á næstu tveimur mánuðum. Við erum að ganga frá samningum þessa dagana,” segir Hreinn, en því verki á að vera lokið í haust. „Framhaldið bæði suður fyrir straum og áfram í gegnum Hafnarfjörð verður síðan að ráðast af fjárveitingum. Samkvæmt núverandi samgönguáætlun til langs tíma, eða tólf ára áætlun, þá á sú tvöföldun að hefjast árið 2019.”
Tengdar fréttir Þingmenn hjóluðu í ráðherra vegna niðurskurðar á samgönguáætlun Fjöldi þingmanna, aðallega úr stjórnarandstöðunni, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, harðlega vegna niðurskurðar sem gera þarf á samgönguáætlun í ár. 6. mars 2017 16:07 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Þingmenn hjóluðu í ráðherra vegna niðurskurðar á samgönguáætlun Fjöldi þingmanna, aðallega úr stjórnarandstöðunni, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, harðlega vegna niðurskurðar sem gera þarf á samgönguáætlun í ár. 6. mars 2017 16:07