Ívar: Hefði verið rekinn ef Snæfells-leikurinn hefði tapast Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. mars 2017 22:23 Ívar var ekki alltaf pollrólegur á leiknum í kvöld. vísir/stefán Það var þungu fargi létt af Ívari Ásgrímssyni, þjálfara Hauka, eftir sigurinn á Stjörnunni í kvöld. Sæti í deildinni tryggt og það eftir umdeilda skíðaferð hans. „Það var frábær varnarleikur hjá okkur í dag. Ég sagði líka fyrir leik að ef Haukur spilar vel þá spilar liðið vel. Hann hitti í dag og var grimmur. Emil hefur líka verið góður í síðustu leikjum. Hann hefur verið mikið meiddur en hefur verið frábær í síðustu leikjum og var stórkostlegur í kvöld,“ segir Ívar en það var fast sótt að hans liði nánast allan leikinn en Haukarnir stóðu það af sér. Það hafa þeir ekki alltaf gert í vetur. „Þetta hefur vantað hjá okkur í vetur. Við höfum tapað kannski níu jöfnum leikjum. Maður er því alltaf stressaður undir lokin. Ég tók leikhlé þegar þrjár mínútur voru eftir bara til þess að fá menn til þess að hugsa og slaka á.“ Haukarnir ætluðu sér stóra hluti í vetur en lentu í gryfju. Þeir náðu þó að klóra sig upp úr henni á elleftu stundu. „Auðvitað er þungu fargi af mér létt. Við sýndum í kvöld hvað við getum verið góðir. Deildin er jöfn og við töpum mikið af jöfnum leikjum. Við gerðum okkur ekki grein fyrir því hvað það hafði mikil andleg áhrif á okkur. Við fórum að vinna í þessum málum of seint. Við fengum Viðar Halldórsson til okkar. Hann vann vel með okkur. Við hefðum kannski átt að byrja fyrr á því.“ Það hefur mikið verið rætt um skíðaferðina hans Ívars sem hann fór í þegar fram undan var mikilvægasti leikur tímabilsins. Sá leikur var gegn Snæfelli og vannst meðan Ívar skíðaði í Austurríki. Margir gagnrýndu hann fyrir að fara frá liðinu á þessum tíma. Ívar virðist ekki hafa tekið vel í þá gagnrýni og virkaði ósáttur við bæði Vísi, sem fjallaði ítarlega um málið, sem og Körfuboltakvöld sem skildi ekkert í ákvörðun Ívars. „Mér fannst þetta kannski vera fréttnæmt en mér finnst ekki eðlilegt að eyða tveim vikum í að fjalla um það,“ segir Ívar sem var síðan látinn vita af því að það hefði verið fjallað upprunalega um hans mál í 4 mínútur af 106 í Körfuboltakvöldi er hann sagði sjálfur að heill þáttur hefði verið lagður undir þessa umræðu. „Það var víst þannig. Það er mikið til þvi hitt er bara hlegið og öskrað,“ sagði Ívar og fór svo í aðra sálma. „Auðvitað ræddum við saman hvort ég ætti að hætta við og ég var langt kominn með það. Við tókum ákvörðun að það væri fínt að ég færi. Við vorum búnir að reyna margt og þetta var ákvörðun. Að það myndi kannski létta á pressu. Pressan fór af leikmönnum og yfir á mig sem var fínt. Ég vissi að það yrði rætt um þetta en menn verða kannski að gera það á vitrænan hátt,“ segir Ívar en hvar var þetta óvitrænt? „Það var bara margt. Það vantaði rökstuðning við þetta,“ segir Ívar en hann var nú ekki til í að færa rök fyrir sínu máli. Eftir á að hyggja var það besta sem gat komið fyrir Hauka að mati þjálfarans að hann færi í skíðaferðina. „Ég held það. Við höfum verið mjög góðir eftir að ég fór. Menn slökuðu aðeins á. Ég breytti ekki neinu en andlegi þátturinn var okkar vandamál. Ég veit að ef við hefðum tapað fyrir Snæfelli þá hefði þetta verið hrikaleg ákvörðun. Ég gerði mér grein fyrir því að þá hefði mér verið slátrað. Það hefði verið eðlilegt og þá væri ég ekki með vinnu lengur.. Við vissum það allir.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 78-87 | Haukar brunuðu yfir Stjörnuna Haukar þjöppuðu sér saman í kvöld og unnu heldur betur stóran sigur á nágrönnum sínum í Stjörnunni. Sigurinn tryggði sætið í efstu deild á næsta tímabili. 5. mars 2017 22:00 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Sjá meira
Það var þungu fargi létt af Ívari Ásgrímssyni, þjálfara Hauka, eftir sigurinn á Stjörnunni í kvöld. Sæti í deildinni tryggt og það eftir umdeilda skíðaferð hans. „Það var frábær varnarleikur hjá okkur í dag. Ég sagði líka fyrir leik að ef Haukur spilar vel þá spilar liðið vel. Hann hitti í dag og var grimmur. Emil hefur líka verið góður í síðustu leikjum. Hann hefur verið mikið meiddur en hefur verið frábær í síðustu leikjum og var stórkostlegur í kvöld,“ segir Ívar en það var fast sótt að hans liði nánast allan leikinn en Haukarnir stóðu það af sér. Það hafa þeir ekki alltaf gert í vetur. „Þetta hefur vantað hjá okkur í vetur. Við höfum tapað kannski níu jöfnum leikjum. Maður er því alltaf stressaður undir lokin. Ég tók leikhlé þegar þrjár mínútur voru eftir bara til þess að fá menn til þess að hugsa og slaka á.“ Haukarnir ætluðu sér stóra hluti í vetur en lentu í gryfju. Þeir náðu þó að klóra sig upp úr henni á elleftu stundu. „Auðvitað er þungu fargi af mér létt. Við sýndum í kvöld hvað við getum verið góðir. Deildin er jöfn og við töpum mikið af jöfnum leikjum. Við gerðum okkur ekki grein fyrir því hvað það hafði mikil andleg áhrif á okkur. Við fórum að vinna í þessum málum of seint. Við fengum Viðar Halldórsson til okkar. Hann vann vel með okkur. Við hefðum kannski átt að byrja fyrr á því.“ Það hefur mikið verið rætt um skíðaferðina hans Ívars sem hann fór í þegar fram undan var mikilvægasti leikur tímabilsins. Sá leikur var gegn Snæfelli og vannst meðan Ívar skíðaði í Austurríki. Margir gagnrýndu hann fyrir að fara frá liðinu á þessum tíma. Ívar virðist ekki hafa tekið vel í þá gagnrýni og virkaði ósáttur við bæði Vísi, sem fjallaði ítarlega um málið, sem og Körfuboltakvöld sem skildi ekkert í ákvörðun Ívars. „Mér fannst þetta kannski vera fréttnæmt en mér finnst ekki eðlilegt að eyða tveim vikum í að fjalla um það,“ segir Ívar sem var síðan látinn vita af því að það hefði verið fjallað upprunalega um hans mál í 4 mínútur af 106 í Körfuboltakvöldi er hann sagði sjálfur að heill þáttur hefði verið lagður undir þessa umræðu. „Það var víst þannig. Það er mikið til þvi hitt er bara hlegið og öskrað,“ sagði Ívar og fór svo í aðra sálma. „Auðvitað ræddum við saman hvort ég ætti að hætta við og ég var langt kominn með það. Við tókum ákvörðun að það væri fínt að ég færi. Við vorum búnir að reyna margt og þetta var ákvörðun. Að það myndi kannski létta á pressu. Pressan fór af leikmönnum og yfir á mig sem var fínt. Ég vissi að það yrði rætt um þetta en menn verða kannski að gera það á vitrænan hátt,“ segir Ívar en hvar var þetta óvitrænt? „Það var bara margt. Það vantaði rökstuðning við þetta,“ segir Ívar en hann var nú ekki til í að færa rök fyrir sínu máli. Eftir á að hyggja var það besta sem gat komið fyrir Hauka að mati þjálfarans að hann færi í skíðaferðina. „Ég held það. Við höfum verið mjög góðir eftir að ég fór. Menn slökuðu aðeins á. Ég breytti ekki neinu en andlegi þátturinn var okkar vandamál. Ég veit að ef við hefðum tapað fyrir Snæfelli þá hefði þetta verið hrikaleg ákvörðun. Ég gerði mér grein fyrir því að þá hefði mér verið slátrað. Það hefði verið eðlilegt og þá væri ég ekki með vinnu lengur.. Við vissum það allir.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 78-87 | Haukar brunuðu yfir Stjörnuna Haukar þjöppuðu sér saman í kvöld og unnu heldur betur stóran sigur á nágrönnum sínum í Stjörnunni. Sigurinn tryggði sætið í efstu deild á næsta tímabili. 5. mars 2017 22:00 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 78-87 | Haukar brunuðu yfir Stjörnuna Haukar þjöppuðu sér saman í kvöld og unnu heldur betur stóran sigur á nágrönnum sínum í Stjörnunni. Sigurinn tryggði sætið í efstu deild á næsta tímabili. 5. mars 2017 22:00
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli