Málin útkljáð í þyngdarflokki Gunnars í nótt Pétur Marinó Jónsson skrifar 4. mars 2017 21:30 Báðir fögnuðu eftir að fyrri bardaga þeirra lauk. Vísir/Getty UFC 209 fer fram í nótt í Las Vegas en í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Tyron Woodley og Stephen ‘Wonderboy’ Thompson um veltivigtartitilinn. Bardaginn er endurat en kapparnir börðust fyrst um veltivigtartitilinn í New York í nóvember. Þá endaði bardaginn með jafntefli og ætla þeir nú að endurtaka leikinn. Veltivigtin er einn sterkasti þyngdarflokkurinn í UFC en þar berst Gunnar Nelson. Woodley er ríkjandi meistari og var nálægt því að klára Thompson í 4. lotu er þeir mættust í Madison Square Garden. Woodley tókst að kýla Thompson þrisvar sinnum niður í lotunni og reyndi einnig að klára hann með uppgjafartaki. Thompson sýndi hins vegar ótrúlega hörku með því að standa þetta af sér og náði að koma til baka og vinna fimmtu og síðustu lotuna. Nú er stóra spurningin; hvor lærði meira af síðasta bardaga og hvor kemur betur undirbúinn í þetta sinn? Það má reikna með að bardaginn verði hnífjafn líkt og síðasti bardagi en fyrri bardagann má sjá hér. Hinn 33 ára Wonderboy hefur sjálfur sagt að hann þurfi að sparka meira en hann gerði í síðasta bardaga. Spörkin hans eru hans besta vopn enda eru þau hárnákvæm og hröð. Það getur þó skapað hættu þar sem glímumaðurinn Woodley náði fellu með því að grípa spark Thompson í 1. lotu. Thompson var pikkfastur undir Woodley í heila lotu og verður athyglisvert að sjá hvers konar leikáætlun þeir koma með til leiks í nótt. UFC varð fyrir miklum missi í gær þegar bardagi Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson féll niður. Eftir erfiðan niðurskurð var Khabib sendur á spítala og var bardaginn felldur niður samkvæmt læknisráði. Það breytir því þó ekki að UFC 209 verður hörku bardagakvöld enda veltivigtartitillinn í húfi. UFC 209 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl 3. MMA Tengdar fréttir Töframaður fíflaði UFC-stjörnurnar upp úr skónum Það er boðið upp á tvöfaldan skammt af Embedded, upphitunarþætti fyrir UFC 209, á Vísi í dag. 2. mars 2017 16:00 Svitinn lekur af Khabib og GSP stimplar sig inn Það er farið að hitna aðeins í kolunum í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 209. 3. mars 2017 13:15 Undradrengurinn leyfði sér eina pítsasneið Það er rosalegt bardagakvöld fram undan á Stöð 2 Sport um næstu helgi og UFC er byrjað að hita upp fyrir stóra kvöldið. 28. febrúar 2017 11:30 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira
UFC 209 fer fram í nótt í Las Vegas en í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Tyron Woodley og Stephen ‘Wonderboy’ Thompson um veltivigtartitilinn. Bardaginn er endurat en kapparnir börðust fyrst um veltivigtartitilinn í New York í nóvember. Þá endaði bardaginn með jafntefli og ætla þeir nú að endurtaka leikinn. Veltivigtin er einn sterkasti þyngdarflokkurinn í UFC en þar berst Gunnar Nelson. Woodley er ríkjandi meistari og var nálægt því að klára Thompson í 4. lotu er þeir mættust í Madison Square Garden. Woodley tókst að kýla Thompson þrisvar sinnum niður í lotunni og reyndi einnig að klára hann með uppgjafartaki. Thompson sýndi hins vegar ótrúlega hörku með því að standa þetta af sér og náði að koma til baka og vinna fimmtu og síðustu lotuna. Nú er stóra spurningin; hvor lærði meira af síðasta bardaga og hvor kemur betur undirbúinn í þetta sinn? Það má reikna með að bardaginn verði hnífjafn líkt og síðasti bardagi en fyrri bardagann má sjá hér. Hinn 33 ára Wonderboy hefur sjálfur sagt að hann þurfi að sparka meira en hann gerði í síðasta bardaga. Spörkin hans eru hans besta vopn enda eru þau hárnákvæm og hröð. Það getur þó skapað hættu þar sem glímumaðurinn Woodley náði fellu með því að grípa spark Thompson í 1. lotu. Thompson var pikkfastur undir Woodley í heila lotu og verður athyglisvert að sjá hvers konar leikáætlun þeir koma með til leiks í nótt. UFC varð fyrir miklum missi í gær þegar bardagi Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson féll niður. Eftir erfiðan niðurskurð var Khabib sendur á spítala og var bardaginn felldur niður samkvæmt læknisráði. Það breytir því þó ekki að UFC 209 verður hörku bardagakvöld enda veltivigtartitillinn í húfi. UFC 209 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl 3.
MMA Tengdar fréttir Töframaður fíflaði UFC-stjörnurnar upp úr skónum Það er boðið upp á tvöfaldan skammt af Embedded, upphitunarþætti fyrir UFC 209, á Vísi í dag. 2. mars 2017 16:00 Svitinn lekur af Khabib og GSP stimplar sig inn Það er farið að hitna aðeins í kolunum í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 209. 3. mars 2017 13:15 Undradrengurinn leyfði sér eina pítsasneið Það er rosalegt bardagakvöld fram undan á Stöð 2 Sport um næstu helgi og UFC er byrjað að hita upp fyrir stóra kvöldið. 28. febrúar 2017 11:30 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira
Töframaður fíflaði UFC-stjörnurnar upp úr skónum Það er boðið upp á tvöfaldan skammt af Embedded, upphitunarþætti fyrir UFC 209, á Vísi í dag. 2. mars 2017 16:00
Svitinn lekur af Khabib og GSP stimplar sig inn Það er farið að hitna aðeins í kolunum í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 209. 3. mars 2017 13:15
Undradrengurinn leyfði sér eina pítsasneið Það er rosalegt bardagakvöld fram undan á Stöð 2 Sport um næstu helgi og UFC er byrjað að hita upp fyrir stóra kvöldið. 28. febrúar 2017 11:30