Erlent

Schwarzenegger hættur og kennir Donald Trump um slæmt gengi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Arnold Schwarzenegger.
Arnold Schwarzenegger. Vísir/Getty
Arnold Schwarzenegger hefur stigið til hliðar sem umsjónarmaður þáttanna The New Celebrity Apprentice. Hann segir að aðkoma Donalds Trump Bandaríkjaforseta að þáttunum hafi komið slæmu orði á þá.

Í viðtali við Empire sagði Schwarzenegger að lélegt áhorf mætti rekja til þess að Trump sé titlaður sem aðalframleiðandi þáttanna. Hann segist vilja vinna að þætti sem er ekki með slík þyngsl á bakinu.

Schwarzenegger sagðist hafa lent í því að fólk segðist elska þáttinn en hafi slökkt um leið og það hafi séð nafn Trump birtast á skjánum.

Donald Trump öðlaðist heimsfrægð eftir að hann var stjórnandi þáttanna. Hann hafði umsjón með þeim í 14 þáttaraðir. Trump hefur gert lítið úr arftaka sínum og þykir ekki mikið til hans koma.

„Þeir réðu mikla, mikla kvikmyndastjörnu, Arnold Schwarzenegger, til þess að koma í minn stað. Við vitum hvernið það gekk. Áhorfstölurnar fóru leiðbeint niður,“ sagði Trump á Natinonal Prayer Breakfast, árlegum fundi áhrifamanna í Washington í byrjun febrúar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×