Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 24-31 | Eyjamenn og Mosfellingar höfðu sætaskipti Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 5. mars 2017 18:00 Theodór Sigurbjörnsson skoraði 12 mörk. Vísir/Ernir ÍBV lyfti sér í þriðja sæti Olís-deildar karla í handbolta með 31-24 sigri á Aftureldingu á útivelli í dag. ÍBV var 14-11 yfir í hálfleik. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og voru með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn. Aftureldingu gekk illa að ganga út í skyttur ÍBV og náði sér aldrei á strik í vörninni. Góð innkoma Davíðs Svanssonar í marki Aftureldingar og frábær frammistaða Elvars Ásgeirssonar hélt Aftureldingu inni í leiknum í hálfleik. ÍBV byrjaði seinni hálfleikinn með látum og náði fljótt átta marka forystu. Afturelding náði að minnka muninn í þrjú mörk en það spilast ekki síður á værukærð Eyjamanna en baráttu heimamanna. Nær komst Afturelding þó ekki. ÍBV jók aftur forskotið vann að lokum sannfærandi sigur. ÍBV lék mjög vel í leiknum í dag. Liðið lék góða vörn, fékk fjölda marka úr hraðaupphlaupum og sóknarleikur liðsins var góður á köflum þó hann eigi nokkuð inni. ÍBV hefur náð í níu stig af tíu eftir hlé á deildinni og er óðfluga að ná sínum mesta styrk. Leikmenn sem hafa átt við meiðsli að stríða líta vel út og verður erfitt við liðið að eiga á lokapsprettinum í deildinni. ÍBV er komið upp í þriðja sæti en Afturelding er fallin niður í það fjórða. Mosfellingar eru með aðeins eitt stig í fimm leikjum eftir áramót og þurfa að leika mikið betur, bæði í vörn og sókn til að hefja stigasöfnun á ný. Theodór: Við erum á réttri leið„Við erum á réttri leið, það er ekki spurning,“ sagði Theodór Sigurbjörnsson sem fór á kostum fyrir ÍBV í dag og skoraði 12 mörk í aðeins 13 skotum. „Við erum að fá menn úr meiðslum. Það tekur tíma að byggja upp leikform en það er allt á réttri leið. Það sýndi sig í dag að við erum að stíga gott skref upp á við.“ ÍBV vann öruggan sigur á Aftureldingu í dag og var Theodór ekki vafa að varnarleikurinn átti stærstan þátt í því. „Virkilega massívur varnarleikur. Byrjunin á seinni hálfleik. Þá fáum við hraðaupphlaup sem hefur vantað að undanförnu en þau komu í dag.“ ÍBV náði átta marka forystu snemma í seinni hálfleik sem liðið missti niður í þrjú mörk áður en liði stakk af á ný. „Þetta gerðist líka á móti Gróttu. Við náum ágætis forskoti en þá kemur milli kafli sem við þurfum aðeins að skoða. Ef við bætum það þá erum við mjög góðir. „Þegar við gerum þetta almennilega erum við mjög erfiðir við að eiga sóknarlega. Við eigum FH á fimmtudaginn heima og við þurfum að gíra okkur vel upp í hann,“ sagði Theodór en ÍBV er þremur stigum á eftir FH og Haukum og toppi deildarinnar. Einar Andri: Við þurfum að spila beturAfturelding var á toppi deildarinnar um áramót en með aðeins eitt stig úr fyrstu fimm leikjunum frá því að deildin hófst að nýju í febrúar er liðið fallið niður í fjórða sætið og þjálfarinn Einar Andri Einarsson hefur eðlilega áhyggjur af því. „Já, maður er alltaf með áhyggjur. Maður er með áhyggjur þegar vel gengur líka. Það er mitt hlutverk,“ sagði Einar Andri. „Við erum með eitt stig í fimm leikjum eftir jól og blessunarlega vorum við búnir að safna svolítið af stigum fyrir jól þannig að heildar myndin er þokkaleg en við þurfum að fara að bæta okkur. Við þurfum að spila betur. Fá meira framlag frá okkar lykilmönnum og njóta þess að spila leikinn aftur.“ Afturelding átti fá svör við ÍBV í dag. Jafnt í vörn og sókn. „Það var mikill hraði í leiknum á köflum í fyrri hálfleik en varnarleikurinn hefur verið okkar styrkur síðustu árin og við erum ekki á þeim stað núna. Það er af ýmsu að taka. „Það þarf að fara að vinna og æfa. Við þurfum að skoða hvað við erum að gera og taka til í hausnum á okkur. Ég sé fullt af leiðum og lausnum,“ sagði Einar Andri en Afturelding er án lykilmanna vegna meiðsla. „Það er óljóst með þá. Það eru misvísandi hvað við heyrum með Birki (Benediktsson). Það er hugsanlega að hann æfi í vikunni. Pétur (Júníusson) fór í speglun á hné og spilar ekkert meira í deildinni en kemur vonandi inn í úrslitakeppnina. Böðvar (Páll Ásgeirsson) er í endurhæfingu og það gengur hægt og rólega. Ég get ekki sagt neina tímasetningu með hann.“ „ÍBV er frábært lið sem er búið að ná vopnum sínum eftir jól. Við þurfum að horfa í það og gera það sama og rífa okkur í gang,“ sagði Einar Andri að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
ÍBV lyfti sér í þriðja sæti Olís-deildar karla í handbolta með 31-24 sigri á Aftureldingu á útivelli í dag. ÍBV var 14-11 yfir í hálfleik. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og voru með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn. Aftureldingu gekk illa að ganga út í skyttur ÍBV og náði sér aldrei á strik í vörninni. Góð innkoma Davíðs Svanssonar í marki Aftureldingar og frábær frammistaða Elvars Ásgeirssonar hélt Aftureldingu inni í leiknum í hálfleik. ÍBV byrjaði seinni hálfleikinn með látum og náði fljótt átta marka forystu. Afturelding náði að minnka muninn í þrjú mörk en það spilast ekki síður á værukærð Eyjamanna en baráttu heimamanna. Nær komst Afturelding þó ekki. ÍBV jók aftur forskotið vann að lokum sannfærandi sigur. ÍBV lék mjög vel í leiknum í dag. Liðið lék góða vörn, fékk fjölda marka úr hraðaupphlaupum og sóknarleikur liðsins var góður á köflum þó hann eigi nokkuð inni. ÍBV hefur náð í níu stig af tíu eftir hlé á deildinni og er óðfluga að ná sínum mesta styrk. Leikmenn sem hafa átt við meiðsli að stríða líta vel út og verður erfitt við liðið að eiga á lokapsprettinum í deildinni. ÍBV er komið upp í þriðja sæti en Afturelding er fallin niður í það fjórða. Mosfellingar eru með aðeins eitt stig í fimm leikjum eftir áramót og þurfa að leika mikið betur, bæði í vörn og sókn til að hefja stigasöfnun á ný. Theodór: Við erum á réttri leið„Við erum á réttri leið, það er ekki spurning,“ sagði Theodór Sigurbjörnsson sem fór á kostum fyrir ÍBV í dag og skoraði 12 mörk í aðeins 13 skotum. „Við erum að fá menn úr meiðslum. Það tekur tíma að byggja upp leikform en það er allt á réttri leið. Það sýndi sig í dag að við erum að stíga gott skref upp á við.“ ÍBV vann öruggan sigur á Aftureldingu í dag og var Theodór ekki vafa að varnarleikurinn átti stærstan þátt í því. „Virkilega massívur varnarleikur. Byrjunin á seinni hálfleik. Þá fáum við hraðaupphlaup sem hefur vantað að undanförnu en þau komu í dag.“ ÍBV náði átta marka forystu snemma í seinni hálfleik sem liðið missti niður í þrjú mörk áður en liði stakk af á ný. „Þetta gerðist líka á móti Gróttu. Við náum ágætis forskoti en þá kemur milli kafli sem við þurfum aðeins að skoða. Ef við bætum það þá erum við mjög góðir. „Þegar við gerum þetta almennilega erum við mjög erfiðir við að eiga sóknarlega. Við eigum FH á fimmtudaginn heima og við þurfum að gíra okkur vel upp í hann,“ sagði Theodór en ÍBV er þremur stigum á eftir FH og Haukum og toppi deildarinnar. Einar Andri: Við þurfum að spila beturAfturelding var á toppi deildarinnar um áramót en með aðeins eitt stig úr fyrstu fimm leikjunum frá því að deildin hófst að nýju í febrúar er liðið fallið niður í fjórða sætið og þjálfarinn Einar Andri Einarsson hefur eðlilega áhyggjur af því. „Já, maður er alltaf með áhyggjur. Maður er með áhyggjur þegar vel gengur líka. Það er mitt hlutverk,“ sagði Einar Andri. „Við erum með eitt stig í fimm leikjum eftir jól og blessunarlega vorum við búnir að safna svolítið af stigum fyrir jól þannig að heildar myndin er þokkaleg en við þurfum að fara að bæta okkur. Við þurfum að spila betur. Fá meira framlag frá okkar lykilmönnum og njóta þess að spila leikinn aftur.“ Afturelding átti fá svör við ÍBV í dag. Jafnt í vörn og sókn. „Það var mikill hraði í leiknum á köflum í fyrri hálfleik en varnarleikurinn hefur verið okkar styrkur síðustu árin og við erum ekki á þeim stað núna. Það er af ýmsu að taka. „Það þarf að fara að vinna og æfa. Við þurfum að skoða hvað við erum að gera og taka til í hausnum á okkur. Ég sé fullt af leiðum og lausnum,“ sagði Einar Andri en Afturelding er án lykilmanna vegna meiðsla. „Það er óljóst með þá. Það eru misvísandi hvað við heyrum með Birki (Benediktsson). Það er hugsanlega að hann æfi í vikunni. Pétur (Júníusson) fór í speglun á hné og spilar ekkert meira í deildinni en kemur vonandi inn í úrslitakeppnina. Böðvar (Páll Ásgeirsson) er í endurhæfingu og það gengur hægt og rólega. Ég get ekki sagt neina tímasetningu með hann.“ „ÍBV er frábært lið sem er búið að ná vopnum sínum eftir jól. Við þurfum að horfa í það og gera það sama og rífa okkur í gang,“ sagði Einar Andri að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn