Umfjöllun: Noregur - Ísland 1-1 | Jafntefli í fyrsta leik á Algarve Smári Jökull Jónsson skrifar 1. mars 2017 21:00 Sara Björk Gunnarsdóttir er í byrjunarliðinu. vísir/eyþór Ísland gerði jafntefli við Noreg í fyrsta leik liðsins í Algarve-bikarnum í kvöld. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði mark Íslands á 8.mínútu leiksins. Ísland tefldi fram óreyndu liði enda hefur Freyr Alexandersson þjálfari liðsins sagt að leikmenn sem minna hafi spilað síðstu misseri fái tækifæri á þessu móti til að vinna sér sæti í liðinu fyrir EM. Leikmenn voru varla búnir að koma sér vel fyrir á vellinum þegar Ada Hegerberg skoraði með ágætu skoti úr teignum. Hún fékk þá boltann utarlega í teignum og átti gott skot sem Sandra Sigurðardóttir réði ekki við. Þær norsku héldu forystunni þó ekki lengi því Gunnhildur Yrsa jafnaði metin með góðu marki fjórum mínútum síðar. Elín Metta Jensen gerði þá vel á hægri kantinum þegar hún lék á varnarmann Noregs og kom boltanum fyrir markið. Þar beið Gunnhildur Yrsa og potaði boltanum í fjærhornið. Á 22.mínútu meiddist síðan Sandra María Jessen þegar hún lenti í samstuði við Ingvald Isaksen. Sandra María var borin af velli og virtist sárþjáð. Vonandi að meiðslin séu ekki alvarleg enda Sandra María verið fastamaður í hópi íslenska liðsins. Noregur var meira með boltann en íslenska miðjan vann gríðarlega vel og þær Sigríður Lára Garðarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir létu finna vel fyrir sér. Sigríður Lára var að leika sinn fyrsta alvöru landsleik og var óhrædd og vann boltann í nokkur skipti. Mikilvægi Söru Bjarkar í íslenska liðinu er gríðarlegt en hún skilar boltanum vel frá sér og sýnir mikla vinnusemi. Staðan í hálfleik var 1-1. Leikurinn þróaðist á svipaðan hátt í síðari hálfleik og hann gerði í fyrri. Norska liðið var meira með boltann en tókst ekki að skapa sér mörg færi. Ísland gerði nokkrar breytingar á liði sínu en liðinu gekk fremur illa að halda boltanum innan liðsins og ógnuðu helst með skyndisóknum. Síðustu 10 mínútur leiksins pressuðu Norðmenn svo vel á íslensku vörnina og náðu nokkrum sinnum að skapa hættu. Ingrid Mo Wold fékk besta færið en skot hennar fór rétt framhjá fjærstönginni. Sandra Sigurðardóttir var vel með á nótunum í íslenska markinu og þá var Glódís Perla Viggósdóttir eins og klettur í vörninni. Lokatölur urðu 1-1 og fyrsta stigið í Algarve-bikarnum því í höfn. Næsti leikur íslenska liðsins er á föstudaginn þegar stelpurnar mæta Japan. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Sjá meira
Ísland gerði jafntefli við Noreg í fyrsta leik liðsins í Algarve-bikarnum í kvöld. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði mark Íslands á 8.mínútu leiksins. Ísland tefldi fram óreyndu liði enda hefur Freyr Alexandersson þjálfari liðsins sagt að leikmenn sem minna hafi spilað síðstu misseri fái tækifæri á þessu móti til að vinna sér sæti í liðinu fyrir EM. Leikmenn voru varla búnir að koma sér vel fyrir á vellinum þegar Ada Hegerberg skoraði með ágætu skoti úr teignum. Hún fékk þá boltann utarlega í teignum og átti gott skot sem Sandra Sigurðardóttir réði ekki við. Þær norsku héldu forystunni þó ekki lengi því Gunnhildur Yrsa jafnaði metin með góðu marki fjórum mínútum síðar. Elín Metta Jensen gerði þá vel á hægri kantinum þegar hún lék á varnarmann Noregs og kom boltanum fyrir markið. Þar beið Gunnhildur Yrsa og potaði boltanum í fjærhornið. Á 22.mínútu meiddist síðan Sandra María Jessen þegar hún lenti í samstuði við Ingvald Isaksen. Sandra María var borin af velli og virtist sárþjáð. Vonandi að meiðslin séu ekki alvarleg enda Sandra María verið fastamaður í hópi íslenska liðsins. Noregur var meira með boltann en íslenska miðjan vann gríðarlega vel og þær Sigríður Lára Garðarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir létu finna vel fyrir sér. Sigríður Lára var að leika sinn fyrsta alvöru landsleik og var óhrædd og vann boltann í nokkur skipti. Mikilvægi Söru Bjarkar í íslenska liðinu er gríðarlegt en hún skilar boltanum vel frá sér og sýnir mikla vinnusemi. Staðan í hálfleik var 1-1. Leikurinn þróaðist á svipaðan hátt í síðari hálfleik og hann gerði í fyrri. Norska liðið var meira með boltann en tókst ekki að skapa sér mörg færi. Ísland gerði nokkrar breytingar á liði sínu en liðinu gekk fremur illa að halda boltanum innan liðsins og ógnuðu helst með skyndisóknum. Síðustu 10 mínútur leiksins pressuðu Norðmenn svo vel á íslensku vörnina og náðu nokkrum sinnum að skapa hættu. Ingrid Mo Wold fékk besta færið en skot hennar fór rétt framhjá fjærstönginni. Sandra Sigurðardóttir var vel með á nótunum í íslenska markinu og þá var Glódís Perla Viggósdóttir eins og klettur í vörninni. Lokatölur urðu 1-1 og fyrsta stigið í Algarve-bikarnum því í höfn. Næsti leikur íslenska liðsins er á föstudaginn þegar stelpurnar mæta Japan.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Sjá meira