Ísland án Alfreðs, Birkis og Jóhanns Berg gegn Kósóvó Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2017 11:14 Jóhann Berg fagnar sigrinum á Austurríki á EM í Frakklandi síðasta sumar. vísir/vilhelm Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður án lykilmanna í leiknum gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018 eftir viku. Alfreð Finnbogason, Birkir Bjarnason og Jóhann Berg Guðmundsson verða allir fjarri góðu gamni vegna meiðsla en vonir höfðu staðið til að einhverjir þeirra, þá helst Jóhann Berg, gætu mögulega tekið þátt í leiknum. Landsliðshópur Íslands verður kynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ klukkan 13 í dag. Sýnt verður beint frá fundinum á Vísi en fréttastofa hefur upplýsingar um fjarveru fyrrnefndra leikmanna sem óttast var að myndu missa af leiknum. Sem er raunin. Fyrrnefndir þrír hafa verið lykilmenn í velgengni strákanna undanfarin ár. Til viðbótar er Kolbeinn Sigþórsson enn meiddur og óhætt að segja að vængmanna- og framherjakrísa sé uppi hjá landsliðinu. Theodór Elmar Bjarnason, sem leyst hefur kantmannsstöðuna og hefði að líkindum gert það í fjarveru Birkis og Jóhanns Berg, tekur út leikbann gegn Kósóvó. Arnór Ingvi Traustason, sem einnig hefur glímt við meiðsli, er hins vegar í hópnum og vonandi að hann verði búinn að hrista af sér meiðsli sín fyrir leikinn. Sömu sögu er að segja um varnarmanninn Kára Árnason sem hefur átt við meiðsli að stríða en er í hópnum.Kjartan Henry í hópnum Fram hefur komið að Aron Sigurðarson er í landsliðshópnum og sömu sögu er að segja um Óttar Magnús Karlsson, framherja Molde. Albert Guðmundsson, sem skorað hefur átta mörk í síðustu fimm leikjum í b-deildinni í Hollandi, er valinn í æfingaleiki með U21 árs landsliðinu en ekki í A-landsliðið. Framherjakrísan snýr líka að því að hinn harðduglegi Jón Daði Böðvarsson hefur ekki átt fast sæti í liði Wolves undanfarnar vikur og sömuleiðis ekki skorað fyrir liðið síðan í ágúst. Viðar Örn Kjartansson er í hópnum en hann hefur verið sjóðandi heitur í ísraelsku úrvalsdeildinni síðustu vikur og mánuði. Björn Bergmann Sigurðarson og Kjartan Henry Finnbogason eru í hópnum en ekkert pláss er fyrir Matthías Vilhjálmsson. Strákarnir okkar sitja í 3. sæti riðils síns í undankeppninni með 7 stig eftir fjórar umferðir. Kósóvaó er á botni riðilsins með 1 stig.Blaðamannafundur KSÍ verður í beinni útsendingu á Vísi klukkan 13. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Gríðarleg spenna á toppnum Handbolti Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Körfubolti Fleiri fréttir „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Mbappé magnaður og meistararnir áfram Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður án lykilmanna í leiknum gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018 eftir viku. Alfreð Finnbogason, Birkir Bjarnason og Jóhann Berg Guðmundsson verða allir fjarri góðu gamni vegna meiðsla en vonir höfðu staðið til að einhverjir þeirra, þá helst Jóhann Berg, gætu mögulega tekið þátt í leiknum. Landsliðshópur Íslands verður kynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ klukkan 13 í dag. Sýnt verður beint frá fundinum á Vísi en fréttastofa hefur upplýsingar um fjarveru fyrrnefndra leikmanna sem óttast var að myndu missa af leiknum. Sem er raunin. Fyrrnefndir þrír hafa verið lykilmenn í velgengni strákanna undanfarin ár. Til viðbótar er Kolbeinn Sigþórsson enn meiddur og óhætt að segja að vængmanna- og framherjakrísa sé uppi hjá landsliðinu. Theodór Elmar Bjarnason, sem leyst hefur kantmannsstöðuna og hefði að líkindum gert það í fjarveru Birkis og Jóhanns Berg, tekur út leikbann gegn Kósóvó. Arnór Ingvi Traustason, sem einnig hefur glímt við meiðsli, er hins vegar í hópnum og vonandi að hann verði búinn að hrista af sér meiðsli sín fyrir leikinn. Sömu sögu er að segja um varnarmanninn Kára Árnason sem hefur átt við meiðsli að stríða en er í hópnum.Kjartan Henry í hópnum Fram hefur komið að Aron Sigurðarson er í landsliðshópnum og sömu sögu er að segja um Óttar Magnús Karlsson, framherja Molde. Albert Guðmundsson, sem skorað hefur átta mörk í síðustu fimm leikjum í b-deildinni í Hollandi, er valinn í æfingaleiki með U21 árs landsliðinu en ekki í A-landsliðið. Framherjakrísan snýr líka að því að hinn harðduglegi Jón Daði Böðvarsson hefur ekki átt fast sæti í liði Wolves undanfarnar vikur og sömuleiðis ekki skorað fyrir liðið síðan í ágúst. Viðar Örn Kjartansson er í hópnum en hann hefur verið sjóðandi heitur í ísraelsku úrvalsdeildinni síðustu vikur og mánuði. Björn Bergmann Sigurðarson og Kjartan Henry Finnbogason eru í hópnum en ekkert pláss er fyrir Matthías Vilhjálmsson. Strákarnir okkar sitja í 3. sæti riðils síns í undankeppninni með 7 stig eftir fjórar umferðir. Kósóvaó er á botni riðilsins með 1 stig.Blaðamannafundur KSÍ verður í beinni útsendingu á Vísi klukkan 13.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Gríðarleg spenna á toppnum Handbolti Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Körfubolti Fleiri fréttir „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Mbappé magnaður og meistararnir áfram Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Sjá meira