Dan Hardy: Mikið undir hjá Gunnari Nelson sem er engum líkur Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. mars 2017 11:30 Dan Hardy er ofurstjarna innan UFC en hann er fyrrverandi bardagamaður sem reyndar íhugar nú endurkomu. Hann er gríðarlega fróður um blandaðar bardagalistir og starfar sem aðallýsandi UFC í Evrópu. Hardy var mættur á fjölmiðladag UFC í gær þar sem hann fylgdist með bardagaköppunum og ræddi við gesti og gangandi. Hann viðurkenndi í samtali við Vísi það sem marga hefur grunað: Hann er aðdáandi Gunnars Nelson.Sjá einnig:„Hann mun reyna að djöflast á kallinum“ „Hann er gríðarlega áhugaverður bardagamaður því hann er engum líkur í íþróttinni. Hann er mjög rólegur bardagamaður, þolinmóður og velur höggin sín mjög vel. Hann er nákvæmastur allra í veltivigtinni þegar kemur að því að kýla menn. Hann er búinn að slá frá sér 170 sinnum og er númer eitt í deildinni,“ segir Dan Hardy við Vísi. „Það er eitthvað sem ber að hafa í huga þegar hann berst nú við Alan Jouban sem er góður Muay Thai-bardagamaður. Svo er áhugavert að fylgjast með hversu miklu betri Gunni er alltaf að verða í gólfinu. Ég var alltaf slakastur þar þannig að sjá mann sem er jafngóður og Gunnar að glíma er dásemd fyrir mig.“Dan Hardy tekur viðtal við Gunnar eftir sigur hans á Zak Cummings í Dyflinni fyrir nokkrum árum.vísir/gettyGunnar er svo áhugaverður Hardy heldur áfram að benda á hversu góður Gunnar er standandi þó hann fái alltaf mesta lofið fyrir það sem hann gerir í gólfglímunni. Hann vitnar til bardagans á móti Brandon Thatch í Las Vegas fyrir tveimur árum. „Höggið sem felldi Brandon Thatch er eitt af því sem stendur upp úr á hans ferli að mínu mati. Bæði höggin voru fullkomin og þau leiddu að því að Gunni kom honum í gólfið og hengdi hann sem Gunni elskar,“ segir hann. „Gunnar er svo áhugaverður bardagamaður því hann hreyfir sig ekki eins og nokkur annar maður og stendur ekki eins og neinn annar. Lyoto Machida er kannski líkastur honum en ég myndi segja að Gunnar er mun ákafari og hreyfanlegri á fótunum. Þegar hann slær þá slær hann til að meiða á meðan Machida reynir bara við eitthvað stórkostlegt. Gunnar er bardagamaður sem bardagamenn elska. Hann fer í hringinn til að klára verkefnið og það elska ég.“ Hardy má ekki spá hvernig fer því hann er að lýsa bardaganum en hvernig býst hann við að þetta gangi fyrir sig í búrinu á laugardaginn? „Þetta verður erfitt fyrir báða aðila því bæði Gunni og Jouban þurfa að hafa bardagann eins og þeir vilja. Alan Jouban er með góða felluvörn og er góður í gólfinu en Gunni er óútreiknanlegur. Hann getur skipt um stöðu standandi hvenær sem er,“ segir Hardy. „Hann hefur aðeins einu sinni tapað í gólfinu og það var á móti Demian Maia og allir tapa fyrir honum. Við gætum núna séð bestu útgáfuna af Gunnari Nelson. Alan Jouban er rísandi stjarna þannig það er mikið undir fyrir Gunnar. Þetta er sá bardagi sem ég er spenntastur fyrir og sá sem ég held að verði bardagi kvöldsins,“ segir Dan Hardy. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). MMA Tengdar fréttir „Hann mun reyna að djöflast á kallinum“ Gunnar Nelson býst ekki við því að Alan Jouban vilji fara í glímu við sig þegar þeir mætast á laugardaginn. 16. mars 2017 19:00 Gunnar svo fámáll að Jouban vissi ekki að hann væri á Twitter Alan Jouban fagnar því að berjast við Gunnar Nelson sem er ekki endalaust rífandi kjaft. 16. mars 2017 15:30 Alan Jouban: Gunnar tók slæma ákvörðun á móti Maia Alan Jouban býst við að Gunnar Nelson taki skynsamari ákvörðun á móti sér en hann gerði á móti Demian Maia. 16. mars 2017 19:30 Jouban: Ég sparka svo fast að ég kemst ekki í skóna í viku eftir hvern bardaga Hættulegasta vopn Alans Joubans sem Gunnar Nelson mætir á laugardaginn eru eitruð spörk. 16. mars 2017 16:30 Gunnar: Jouban svo huggulegur að ég veit ekki hvort ég hef það í mér að slá hann í andlitið Alan Jouban, næsti mótherji Gunnars Nelson, sinnir módelstörfum í hjáverkum. 16. mars 2017 14:30 Búrið: Pungspörkin hjá Jouban eru óþolandi Sérstakur upphitunarþáttur fyrir bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban, Búrið, er á dagskrá Stöðvar 2 Sport í kvöld. 16. mars 2017 12:00 Vonandi titilbardagi hjá Gunnari í lok ársins John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, sér fram á að Gunnar klári Alan Jouban sannfærandi í annarri lotu þegar þeir berjast í London á laugardaginn. Það ætti að tryggja Gunnari stóran bardaga seinna í sumar. 17. mars 2017 06:00 Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Amorim segir leikmenn sína hrædda Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Allt er fertugum LeBron fært „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sjá meira
Dan Hardy er ofurstjarna innan UFC en hann er fyrrverandi bardagamaður sem reyndar íhugar nú endurkomu. Hann er gríðarlega fróður um blandaðar bardagalistir og starfar sem aðallýsandi UFC í Evrópu. Hardy var mættur á fjölmiðladag UFC í gær þar sem hann fylgdist með bardagaköppunum og ræddi við gesti og gangandi. Hann viðurkenndi í samtali við Vísi það sem marga hefur grunað: Hann er aðdáandi Gunnars Nelson.Sjá einnig:„Hann mun reyna að djöflast á kallinum“ „Hann er gríðarlega áhugaverður bardagamaður því hann er engum líkur í íþróttinni. Hann er mjög rólegur bardagamaður, þolinmóður og velur höggin sín mjög vel. Hann er nákvæmastur allra í veltivigtinni þegar kemur að því að kýla menn. Hann er búinn að slá frá sér 170 sinnum og er númer eitt í deildinni,“ segir Dan Hardy við Vísi. „Það er eitthvað sem ber að hafa í huga þegar hann berst nú við Alan Jouban sem er góður Muay Thai-bardagamaður. Svo er áhugavert að fylgjast með hversu miklu betri Gunni er alltaf að verða í gólfinu. Ég var alltaf slakastur þar þannig að sjá mann sem er jafngóður og Gunnar að glíma er dásemd fyrir mig.“Dan Hardy tekur viðtal við Gunnar eftir sigur hans á Zak Cummings í Dyflinni fyrir nokkrum árum.vísir/gettyGunnar er svo áhugaverður Hardy heldur áfram að benda á hversu góður Gunnar er standandi þó hann fái alltaf mesta lofið fyrir það sem hann gerir í gólfglímunni. Hann vitnar til bardagans á móti Brandon Thatch í Las Vegas fyrir tveimur árum. „Höggið sem felldi Brandon Thatch er eitt af því sem stendur upp úr á hans ferli að mínu mati. Bæði höggin voru fullkomin og þau leiddu að því að Gunni kom honum í gólfið og hengdi hann sem Gunni elskar,“ segir hann. „Gunnar er svo áhugaverður bardagamaður því hann hreyfir sig ekki eins og nokkur annar maður og stendur ekki eins og neinn annar. Lyoto Machida er kannski líkastur honum en ég myndi segja að Gunnar er mun ákafari og hreyfanlegri á fótunum. Þegar hann slær þá slær hann til að meiða á meðan Machida reynir bara við eitthvað stórkostlegt. Gunnar er bardagamaður sem bardagamenn elska. Hann fer í hringinn til að klára verkefnið og það elska ég.“ Hardy má ekki spá hvernig fer því hann er að lýsa bardaganum en hvernig býst hann við að þetta gangi fyrir sig í búrinu á laugardaginn? „Þetta verður erfitt fyrir báða aðila því bæði Gunni og Jouban þurfa að hafa bardagann eins og þeir vilja. Alan Jouban er með góða felluvörn og er góður í gólfinu en Gunni er óútreiknanlegur. Hann getur skipt um stöðu standandi hvenær sem er,“ segir Hardy. „Hann hefur aðeins einu sinni tapað í gólfinu og það var á móti Demian Maia og allir tapa fyrir honum. Við gætum núna séð bestu útgáfuna af Gunnari Nelson. Alan Jouban er rísandi stjarna þannig það er mikið undir fyrir Gunnar. Þetta er sá bardagi sem ég er spenntastur fyrir og sá sem ég held að verði bardagi kvöldsins,“ segir Dan Hardy. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
MMA Tengdar fréttir „Hann mun reyna að djöflast á kallinum“ Gunnar Nelson býst ekki við því að Alan Jouban vilji fara í glímu við sig þegar þeir mætast á laugardaginn. 16. mars 2017 19:00 Gunnar svo fámáll að Jouban vissi ekki að hann væri á Twitter Alan Jouban fagnar því að berjast við Gunnar Nelson sem er ekki endalaust rífandi kjaft. 16. mars 2017 15:30 Alan Jouban: Gunnar tók slæma ákvörðun á móti Maia Alan Jouban býst við að Gunnar Nelson taki skynsamari ákvörðun á móti sér en hann gerði á móti Demian Maia. 16. mars 2017 19:30 Jouban: Ég sparka svo fast að ég kemst ekki í skóna í viku eftir hvern bardaga Hættulegasta vopn Alans Joubans sem Gunnar Nelson mætir á laugardaginn eru eitruð spörk. 16. mars 2017 16:30 Gunnar: Jouban svo huggulegur að ég veit ekki hvort ég hef það í mér að slá hann í andlitið Alan Jouban, næsti mótherji Gunnars Nelson, sinnir módelstörfum í hjáverkum. 16. mars 2017 14:30 Búrið: Pungspörkin hjá Jouban eru óþolandi Sérstakur upphitunarþáttur fyrir bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban, Búrið, er á dagskrá Stöðvar 2 Sport í kvöld. 16. mars 2017 12:00 Vonandi titilbardagi hjá Gunnari í lok ársins John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, sér fram á að Gunnar klári Alan Jouban sannfærandi í annarri lotu þegar þeir berjast í London á laugardaginn. Það ætti að tryggja Gunnari stóran bardaga seinna í sumar. 17. mars 2017 06:00 Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Amorim segir leikmenn sína hrædda Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Allt er fertugum LeBron fært „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sjá meira
„Hann mun reyna að djöflast á kallinum“ Gunnar Nelson býst ekki við því að Alan Jouban vilji fara í glímu við sig þegar þeir mætast á laugardaginn. 16. mars 2017 19:00
Gunnar svo fámáll að Jouban vissi ekki að hann væri á Twitter Alan Jouban fagnar því að berjast við Gunnar Nelson sem er ekki endalaust rífandi kjaft. 16. mars 2017 15:30
Alan Jouban: Gunnar tók slæma ákvörðun á móti Maia Alan Jouban býst við að Gunnar Nelson taki skynsamari ákvörðun á móti sér en hann gerði á móti Demian Maia. 16. mars 2017 19:30
Jouban: Ég sparka svo fast að ég kemst ekki í skóna í viku eftir hvern bardaga Hættulegasta vopn Alans Joubans sem Gunnar Nelson mætir á laugardaginn eru eitruð spörk. 16. mars 2017 16:30
Gunnar: Jouban svo huggulegur að ég veit ekki hvort ég hef það í mér að slá hann í andlitið Alan Jouban, næsti mótherji Gunnars Nelson, sinnir módelstörfum í hjáverkum. 16. mars 2017 14:30
Búrið: Pungspörkin hjá Jouban eru óþolandi Sérstakur upphitunarþáttur fyrir bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban, Búrið, er á dagskrá Stöðvar 2 Sport í kvöld. 16. mars 2017 12:00
Vonandi titilbardagi hjá Gunnari í lok ársins John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, sér fram á að Gunnar klári Alan Jouban sannfærandi í annarri lotu þegar þeir berjast í London á laugardaginn. Það ætti að tryggja Gunnari stóran bardaga seinna í sumar. 17. mars 2017 06:00