Borgin segir ummæli formanns Fjölnis um búningakaup óheppileg Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. mars 2017 13:53 "Við höfum bent fólki á þegar koma upp félagslegar aðstæður þá sé hægt að leita til borgarinnar," sagði Jón Karl, aðspurður hvort verið sé að mismuna eftir efnahag. „Þetta er ekki svona einfalt,“ segir Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness, um ummæli formanns Fjölnis þess efnis að fólk geti leitað til Reykjavíkurborgar til þess að fá styrk til að kaupa búnað til tómstundastarfs barna sinna. Formaðurinn, Jón Karl Ólafsson, sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hafa bent efnaminni fjölskyldum á að þær geti leitað til þjónustumiðstöðva borgarinnar til þess að geta greitt fyrir sérstakan búnað tengdum íþróttastarfinu. Þetta sagði Jón Karl í tengslum við umfjöllun um mál tveggja fjórtán ára systra sem stunda fimleika hjá Fjölni, en fengu ekki leyfi til þess að keppa á fimleikamóti á dögunum því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana. Búningarnir kosta tæplega 50 þúsund krónur hvor.Sjá einnig:Fimleikasambandið segir einfaldlega dýrt að vera í íþróttumFjárhagsaðstoðin fyrst og fremst til framfærslu Ingibjörg segir ákveðnar reglur gilda um fjárhagsaðstoð til einstaklinga, en að hún sé fyrst og fremst hugsuð til framfærslu.Ingibjörg Sigurþórsdóttir segir ákveðna ábyrgð liggja hjá íþróttafélögunum sjálfum, því ekki megi mismuna fjölskyldum eftir efnahag.mynd/grafarvogsbúar.is„Við erum með fjárhagsaðstoð til einstaklinga sem þurfa á að halda. Við erum síðan með ákveðið regluverk utan um svokallaðar heimildargreiðslur til fjölskyldna sem eru illa staddar fjárhagslega, en þær snúa þá að iðkun íþróttarinnar frekar. Það kemur fyrir að við styrkjum börnin til iðkunar, það er eftir að frístundakorti lýkur – það þarf að vera búið að nýta það fyrst,“ segir hún. „Svona 100 þúsund króna greiðsla vegna búninga myndi ekki falla að þessum reglum.“ Aðspurð segir Ingibjörg orð formannsins nokkuð óheppileg, því ummælin megi skilja á þann veg að hver sem er eigi rétt á slíkum styrk. „Það getur auðvitað hver sem er gengið hér inn og beðið um svona – en hann kæmi ekki til með að fá það samþykkt.“ Þá segir hún vissa ábyrgð liggja hjá íþróttafélögunum sjálfum þegar kemur að kostnaði við tómstundastarfið, því ganga þurfi úr skugga um að efnaminni fjölskyldum sé ekki mismunað. „Þú velur kannski ekki dýrustu búningana ef allir eiga að kaupa þá. Það er punktur sem verður að hugsa svolítið um svo það sé ekki verið að auka á ójöfnuð.“ Tengdar fréttir Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00 Fimleikasambandið: „Það er dýrt að vera í íþróttum“ Tvær fjórtán ára stúlkur fengu ekki að taka þátt í fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana. 16. mars 2017 12:00 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Sjá meira
„Þetta er ekki svona einfalt,“ segir Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness, um ummæli formanns Fjölnis þess efnis að fólk geti leitað til Reykjavíkurborgar til þess að fá styrk til að kaupa búnað til tómstundastarfs barna sinna. Formaðurinn, Jón Karl Ólafsson, sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hafa bent efnaminni fjölskyldum á að þær geti leitað til þjónustumiðstöðva borgarinnar til þess að geta greitt fyrir sérstakan búnað tengdum íþróttastarfinu. Þetta sagði Jón Karl í tengslum við umfjöllun um mál tveggja fjórtán ára systra sem stunda fimleika hjá Fjölni, en fengu ekki leyfi til þess að keppa á fimleikamóti á dögunum því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana. Búningarnir kosta tæplega 50 þúsund krónur hvor.Sjá einnig:Fimleikasambandið segir einfaldlega dýrt að vera í íþróttumFjárhagsaðstoðin fyrst og fremst til framfærslu Ingibjörg segir ákveðnar reglur gilda um fjárhagsaðstoð til einstaklinga, en að hún sé fyrst og fremst hugsuð til framfærslu.Ingibjörg Sigurþórsdóttir segir ákveðna ábyrgð liggja hjá íþróttafélögunum sjálfum, því ekki megi mismuna fjölskyldum eftir efnahag.mynd/grafarvogsbúar.is„Við erum með fjárhagsaðstoð til einstaklinga sem þurfa á að halda. Við erum síðan með ákveðið regluverk utan um svokallaðar heimildargreiðslur til fjölskyldna sem eru illa staddar fjárhagslega, en þær snúa þá að iðkun íþróttarinnar frekar. Það kemur fyrir að við styrkjum börnin til iðkunar, það er eftir að frístundakorti lýkur – það þarf að vera búið að nýta það fyrst,“ segir hún. „Svona 100 þúsund króna greiðsla vegna búninga myndi ekki falla að þessum reglum.“ Aðspurð segir Ingibjörg orð formannsins nokkuð óheppileg, því ummælin megi skilja á þann veg að hver sem er eigi rétt á slíkum styrk. „Það getur auðvitað hver sem er gengið hér inn og beðið um svona – en hann kæmi ekki til með að fá það samþykkt.“ Þá segir hún vissa ábyrgð liggja hjá íþróttafélögunum sjálfum þegar kemur að kostnaði við tómstundastarfið, því ganga þurfi úr skugga um að efnaminni fjölskyldum sé ekki mismunað. „Þú velur kannski ekki dýrustu búningana ef allir eiga að kaupa þá. Það er punktur sem verður að hugsa svolítið um svo það sé ekki verið að auka á ójöfnuð.“
Tengdar fréttir Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00 Fimleikasambandið: „Það er dýrt að vera í íþróttum“ Tvær fjórtán ára stúlkur fengu ekki að taka þátt í fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana. 16. mars 2017 12:00 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Sjá meira
Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00
Fimleikasambandið: „Það er dýrt að vera í íþróttum“ Tvær fjórtán ára stúlkur fengu ekki að taka þátt í fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana. 16. mars 2017 12:00