Mest stressaður þegar Gunni berst Tómas Þór Þórðarson í London skrifar 16. mars 2017 06:00 Gunnar Nelson og Jón Viðar Arnþórsson sjást hér á æfingu en þeir hafa báðir gert mikið fyrir Mjölni á síðustu árum. Vísir/Sóllilja Baltasarsdóttir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, mætti til London á þriðjudaginn og tók æfingu með honum sama kvöld. Jón Viðar var aðeins eftir sig í fótunum eftir að sparka hraustlega í Gunnar alla æfinguna. Gunnar er nefnilega að undirbúa sig fyrir spörk Bandaríkjamannsins Alans Jouban sem hann mætir í O2-höllinni í London á laugardaginn. Bardaginn markar endurkomu Gunnars Nelson í búrið eftir tíu mánaða fjarveru en hann barðist síðast – og vann – í Rotterdam í maí í fyrra þegar hann valtaði yfir Rússann Albert Tumenov.Þarf sannfærandi sigur Jouban er ekki á topplistanum eins og íslenski bardagakappinn en hann er búinn að vinna þrjá síðustu bardaga sína og getur með sigri komið sér inn á styrkleikalista veltivigtarinnar. Fyrir Jouban er allt í boði með sigri en Gunnar er aðallega að minna á sig og þarf helst sannfærandi sigur.Sjá einnig:„Mikil gredda í Gunnari að fara alla leið“ „Það væri miklu sterkara fyrir Gunna að klára Jouban sannfærandi. Þá eru meiri líkur á því að hann fái annan bardaga sem fyrst,“ segir Jón Viðar en þetta er skoðun flestra sem Fréttablaðið hefur rætt við. Sannfærandi sigur ætti að tryggja Gunnari stærri bardaga, kannski strax í sumar. „Ef Gunni klárar Jouban til dæmis með dómaraúrskurði verður UFC kannski ekkert alltof spennt fyrir því að láta hann fá annan bardaga alveg strax. Ef hann aftur á móti klárar þetta fljótt fær hann annan bardaga innan skamms tíma,“ segir Jón Viðar.Besta auglýsingin Jón Viðar hefur staðið vaktina hjá bardagaíþróttafélaginu Mjölni sem þjálfari, framkvæmdastjóri og nú formaður síðan það var stofnað. Ástríða hans fyrir sportinu og félaginu sínu leynir sér ekki og hann á erfitt með að brosa ekki þegar blaðamaður spyr hvort hann hugsi stundum hvert Mjölnir er kominn á innan við áratug; úr holu við slippinn í höll í Öskjuhlíðinni. „Þetta er meira en draumur sem varð að veruleika. Maður bjóst aldrei við því að þetta yrði svona stórt,“ segir Jón Viðar, en hversu stóran þátt á velgengni Gunnars Nelson í þessu öllu saman?Sjá einnig:Fengu símtal eftir að Gunnar lýsti því sjálfur yfir að hann vildi berjast „Gunni er besta auglýsing sem við getum ímyndað okkur en fólkið er ekki að æfa þarna út af Gunna. Fólki líður vel að æfa þarna og það heldur því á staðnum. Gunni er frábær auglýsing og er andlitið okkar út á við en fólk æfir hjá Mjölni fyrir sig sjálft en ekki hann.“ Jón Viðar er í teymi Gunnars og er einfaldlega einn besti vinur hans. Jón gengur ávallt með Gunnari að búrinu og stendur þar og rekur upp hvatningaröskur fyrir sinn mann. Hann hjálpar líka öðrum bardagaköppum í Mjölni en samband hans og Gunnars er eðlilega sérstakt. „Ég fer með öllu keppnisliðinu oft á ári til útlanda að berjast en maður er alltaf mest stressaður með Gunna. Þetta er allt aðeins stærra í kringum hann. Svo erum við líka svo góðir vinir að maður er mest stressaður þegar hann berst. Maður sýnir það samt aldrei,“ segir Jón Viðar Arnþórsson.Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). MMA Tengdar fréttir Gunnar í upptökum fyrir UFC | Myndir Gunnar Nelson eyddi deginum í að taka upp kynningarefni fyrir UFC fyrir bardagann á laugardaginn. 15. mars 2017 14:00 Gunni vill ananas á pítsuna sína Gunnar Nelson sat fyrir svörum hjá UFC á Twitter í dag þar sem aðdáendur gátu spurt hann spjörunum úr. 15. mars 2017 12:00 Haraldur Nelson: Þjálfarar þurfa að vera meðvitaðir um hvað þetta er hættulegt Faðir Gunnars Nelson er einn helsti baráttumaður gegn óhóflegum niðurskurði innan UFC. 15. mars 2017 15:00 Jouban skellti sér í ísbað í ruslatunnu | Myndband Alan Jouban, andstæðingur Gunnars Nelson um helgina, kom til London í gær en hann hélt dagbók fyrir UFC áður en hann kom til Evrópu frá Bandaríkjunum. 15. mars 2017 14:30 Gunnar Nelson og Jón Viðar tókust á í gærkvöldi | Myndir Gunnar Nelson fékk vin sinn og æfingafélaga Jón Viðar Arnþórsson til London í gær en þeir æfðu seint í gærkvöldi. 15. mars 2017 13:00 „Jouban getur gert margt til að ógna Gunnari“ Næsti mótherji Gunnars Nelson þykir ekki jafngóður glímumaður og íslenska undrið en hann lumar á ýmsum vopnum eins og góðum spörkum. 15. mars 2017 11:00 Áhugaverð greining á bardaga Gunnars og Jouban Í þættinum UFC Breakdown með John Gooden, Dan Hardy og John Peet er skemmtileg úttekt á bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban sem mætast um næstu helgi. 14. mars 2017 11:30 Jón Viðar: Tilfinningin er eins og að þú sért fótbrotinn Gunnar Nelson hugsar oftast lítið um andstæðinginn þegar hann berst en hann er að undirbúa sig fyrir helsta vopn Alans Joubans. 15. mars 2017 16:00 Gunnar segir mál Khabib algjörlega fáránlegt Segir það furðulegt að Khabib Nurmagomedov hafi ekki náð þyngd fyrir bardaga sinn gegn Tony Ferguson á UFC 209. 15. mars 2017 10:00 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira
Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, mætti til London á þriðjudaginn og tók æfingu með honum sama kvöld. Jón Viðar var aðeins eftir sig í fótunum eftir að sparka hraustlega í Gunnar alla æfinguna. Gunnar er nefnilega að undirbúa sig fyrir spörk Bandaríkjamannsins Alans Jouban sem hann mætir í O2-höllinni í London á laugardaginn. Bardaginn markar endurkomu Gunnars Nelson í búrið eftir tíu mánaða fjarveru en hann barðist síðast – og vann – í Rotterdam í maí í fyrra þegar hann valtaði yfir Rússann Albert Tumenov.Þarf sannfærandi sigur Jouban er ekki á topplistanum eins og íslenski bardagakappinn en hann er búinn að vinna þrjá síðustu bardaga sína og getur með sigri komið sér inn á styrkleikalista veltivigtarinnar. Fyrir Jouban er allt í boði með sigri en Gunnar er aðallega að minna á sig og þarf helst sannfærandi sigur.Sjá einnig:„Mikil gredda í Gunnari að fara alla leið“ „Það væri miklu sterkara fyrir Gunna að klára Jouban sannfærandi. Þá eru meiri líkur á því að hann fái annan bardaga sem fyrst,“ segir Jón Viðar en þetta er skoðun flestra sem Fréttablaðið hefur rætt við. Sannfærandi sigur ætti að tryggja Gunnari stærri bardaga, kannski strax í sumar. „Ef Gunni klárar Jouban til dæmis með dómaraúrskurði verður UFC kannski ekkert alltof spennt fyrir því að láta hann fá annan bardaga alveg strax. Ef hann aftur á móti klárar þetta fljótt fær hann annan bardaga innan skamms tíma,“ segir Jón Viðar.Besta auglýsingin Jón Viðar hefur staðið vaktina hjá bardagaíþróttafélaginu Mjölni sem þjálfari, framkvæmdastjóri og nú formaður síðan það var stofnað. Ástríða hans fyrir sportinu og félaginu sínu leynir sér ekki og hann á erfitt með að brosa ekki þegar blaðamaður spyr hvort hann hugsi stundum hvert Mjölnir er kominn á innan við áratug; úr holu við slippinn í höll í Öskjuhlíðinni. „Þetta er meira en draumur sem varð að veruleika. Maður bjóst aldrei við því að þetta yrði svona stórt,“ segir Jón Viðar, en hversu stóran þátt á velgengni Gunnars Nelson í þessu öllu saman?Sjá einnig:Fengu símtal eftir að Gunnar lýsti því sjálfur yfir að hann vildi berjast „Gunni er besta auglýsing sem við getum ímyndað okkur en fólkið er ekki að æfa þarna út af Gunna. Fólki líður vel að æfa þarna og það heldur því á staðnum. Gunni er frábær auglýsing og er andlitið okkar út á við en fólk æfir hjá Mjölni fyrir sig sjálft en ekki hann.“ Jón Viðar er í teymi Gunnars og er einfaldlega einn besti vinur hans. Jón gengur ávallt með Gunnari að búrinu og stendur þar og rekur upp hvatningaröskur fyrir sinn mann. Hann hjálpar líka öðrum bardagaköppum í Mjölni en samband hans og Gunnars er eðlilega sérstakt. „Ég fer með öllu keppnisliðinu oft á ári til útlanda að berjast en maður er alltaf mest stressaður með Gunna. Þetta er allt aðeins stærra í kringum hann. Svo erum við líka svo góðir vinir að maður er mest stressaður þegar hann berst. Maður sýnir það samt aldrei,“ segir Jón Viðar Arnþórsson.Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
MMA Tengdar fréttir Gunnar í upptökum fyrir UFC | Myndir Gunnar Nelson eyddi deginum í að taka upp kynningarefni fyrir UFC fyrir bardagann á laugardaginn. 15. mars 2017 14:00 Gunni vill ananas á pítsuna sína Gunnar Nelson sat fyrir svörum hjá UFC á Twitter í dag þar sem aðdáendur gátu spurt hann spjörunum úr. 15. mars 2017 12:00 Haraldur Nelson: Þjálfarar þurfa að vera meðvitaðir um hvað þetta er hættulegt Faðir Gunnars Nelson er einn helsti baráttumaður gegn óhóflegum niðurskurði innan UFC. 15. mars 2017 15:00 Jouban skellti sér í ísbað í ruslatunnu | Myndband Alan Jouban, andstæðingur Gunnars Nelson um helgina, kom til London í gær en hann hélt dagbók fyrir UFC áður en hann kom til Evrópu frá Bandaríkjunum. 15. mars 2017 14:30 Gunnar Nelson og Jón Viðar tókust á í gærkvöldi | Myndir Gunnar Nelson fékk vin sinn og æfingafélaga Jón Viðar Arnþórsson til London í gær en þeir æfðu seint í gærkvöldi. 15. mars 2017 13:00 „Jouban getur gert margt til að ógna Gunnari“ Næsti mótherji Gunnars Nelson þykir ekki jafngóður glímumaður og íslenska undrið en hann lumar á ýmsum vopnum eins og góðum spörkum. 15. mars 2017 11:00 Áhugaverð greining á bardaga Gunnars og Jouban Í þættinum UFC Breakdown með John Gooden, Dan Hardy og John Peet er skemmtileg úttekt á bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban sem mætast um næstu helgi. 14. mars 2017 11:30 Jón Viðar: Tilfinningin er eins og að þú sért fótbrotinn Gunnar Nelson hugsar oftast lítið um andstæðinginn þegar hann berst en hann er að undirbúa sig fyrir helsta vopn Alans Joubans. 15. mars 2017 16:00 Gunnar segir mál Khabib algjörlega fáránlegt Segir það furðulegt að Khabib Nurmagomedov hafi ekki náð þyngd fyrir bardaga sinn gegn Tony Ferguson á UFC 209. 15. mars 2017 10:00 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira
Gunnar í upptökum fyrir UFC | Myndir Gunnar Nelson eyddi deginum í að taka upp kynningarefni fyrir UFC fyrir bardagann á laugardaginn. 15. mars 2017 14:00
Gunni vill ananas á pítsuna sína Gunnar Nelson sat fyrir svörum hjá UFC á Twitter í dag þar sem aðdáendur gátu spurt hann spjörunum úr. 15. mars 2017 12:00
Haraldur Nelson: Þjálfarar þurfa að vera meðvitaðir um hvað þetta er hættulegt Faðir Gunnars Nelson er einn helsti baráttumaður gegn óhóflegum niðurskurði innan UFC. 15. mars 2017 15:00
Jouban skellti sér í ísbað í ruslatunnu | Myndband Alan Jouban, andstæðingur Gunnars Nelson um helgina, kom til London í gær en hann hélt dagbók fyrir UFC áður en hann kom til Evrópu frá Bandaríkjunum. 15. mars 2017 14:30
Gunnar Nelson og Jón Viðar tókust á í gærkvöldi | Myndir Gunnar Nelson fékk vin sinn og æfingafélaga Jón Viðar Arnþórsson til London í gær en þeir æfðu seint í gærkvöldi. 15. mars 2017 13:00
„Jouban getur gert margt til að ógna Gunnari“ Næsti mótherji Gunnars Nelson þykir ekki jafngóður glímumaður og íslenska undrið en hann lumar á ýmsum vopnum eins og góðum spörkum. 15. mars 2017 11:00
Áhugaverð greining á bardaga Gunnars og Jouban Í þættinum UFC Breakdown með John Gooden, Dan Hardy og John Peet er skemmtileg úttekt á bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban sem mætast um næstu helgi. 14. mars 2017 11:30
Jón Viðar: Tilfinningin er eins og að þú sért fótbrotinn Gunnar Nelson hugsar oftast lítið um andstæðinginn þegar hann berst en hann er að undirbúa sig fyrir helsta vopn Alans Joubans. 15. mars 2017 16:00
Gunnar segir mál Khabib algjörlega fáránlegt Segir það furðulegt að Khabib Nurmagomedov hafi ekki náð þyngd fyrir bardaga sinn gegn Tony Ferguson á UFC 209. 15. mars 2017 10:00