Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór Ak. 99-68 | Öruggt hjá KR í fyrsta leik Ingvi Þór Sæmundsson í DHL-höllinni skrifar 15. mars 2017 21:30 Þórir Þorbjarnarson sækir að körfu Þórsara. vísir/eyþór KR tók forystuna í einvíginu við Þór Ak. í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla með 99-68 sigri í DHL-höllinni í kvöld. Þetta var tuttugasti sigur KR í röð í 8-liða úrslitum en þeir töpuðu síðast leik á þessu stigi úrslitakeppninnar árið 2008. KR-ingar voru alltaf með frumkvæðið í leiknum í kvöld. Þórsarar voru í miklum vandræðum í sókninni en héldu sér inni í leiknum í fyrri hálfleik með góðri vörn. Staðan í hálfleik var 40-31. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af gríðarlegum krafti og skoruðu 12 af 14 fyrstu stigum hans. Brynjar Þór Björnsson snögghitnaði og setti niður þrjá þrista í 3. leikhluta. KR náði góðri forystu sem Þór ógnaði aldrei. Á endanum munaði 31 stigi á liðunum, 99-68.Af hverju vann KR? Íslandsmeistararnir sýndu styrk sinn í leiknum í kvöld. Þeir spiluðu sterka vörn og héldu Þór í 68 stigum og 34% skotnýtingu. KR-ingar hittu ekkert sérstaklega í fyrri hálfleik en skotnýtingin rauk upp í þeim seinni og þá varð brekkan of brött fyrir Þórsara. Gestirnir náðu einu ágætis áhlaupi og minnkuðu muninn í 14 stig en nær komust þeir ekki. KR-ingar sýndu enga miskunn og kláruðu leikinn af öryggi.Bestu menn vallarins: Brynjar skoraði 22 stig og var stigahæstur í jöfnu liði KR. Jón Arnór Stefánsson hitti vel og skilaði 18 stigum, fimm fráköstum og sex stoðsendingum. Pavel Ermolinskij stýrði sóknarleiknum vel og reif niður 15 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson átti einnig fína innkomu af bekknum. Tryggvi Snær Hlinason spilaði skínandi vel í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni á ferlinum. Stóri maðurinn skoraði 12 stig, tók 11 fráköst og varði sex skot. Þá átti Sindri Davíðsson góða innkomu; skoraði 12 stig og tók sjö fráköst.Tölfræðin sem vakti athygli: Þriggja stiga nýting Þórs var afleit, eða 14%. Þórsarar töpuðu 14 boltum, sem er ekkert til að kvarta yfir, en KR-ingar skoruðu 23 stig eftir þessa töpuðu bolta gestanna.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Þórs var of slakur til að liðið ætti möguleika í KR í kvöld. Norðanmenn spiluðu fína vörn í fyrri hálfleik en sóknin fylgdi ekki með. Skotnýting var döpur (34%) og Þórsarar áttu fá svör við varnarleik KR-inga. Lykilmenn Þórs eins og George Beamon, Darrel Lewis, Þröstur Leó Jóhannsson og Ingvi Rafn Ingvarsson voru í tómum vandræðum í sókninni í kvöld og Þórsarar þurfa miklu meira og betra framlag frá þeim í leik tvö á laugardaginn.Finnur Freyr: Allt annað viðhorf Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, kvaðst sáttur með spilamennsku sinna manna í sigrinum á Þór í kvöld. „Mér fannst viðhorfið allt annað og við höndluðum slæmu kaflana betur en við höfum gert. Einbeitingin var góð og við héldum ákefðinni í vörninni uppi,“ sagði Finnur eftir leikinn. Stigaskorið dreifðist vel hjá Íslands- og bikarmeisturunum í kvöld og það voru margir sem lögðu hönd á plóg í sókninni. „Aðalsmerki okkar undanfarin ár er að vera með mörg vopn. Þótt Mike [Craion] hafi dregið vagninn í fyrra hafa alltaf verið margir sem leggja sitt á vogarskálarnar í minni tíð. Við erum bestir þannig,“ sagði Finnur. En er eitthvað sem KR-ingar þurfa að laga fyrir annan leikinn í einvíginu á laugardaginn? „Jájá, klárlega. Það eru hlutir sem við þurfum að skoða og tækla betur. Það er þannig eftir hvern einasta leik. Nú þurfum við bara að hvíla okkur og gera okkur klára fyrir risaleik á Akureyri,“ sagði Finnur að endingu.Benedikt: Menn fá að halda og ýta Tryggva Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, sagði að sínir menn hefðu þurft að spila mun betur en þeir gerðu í leiknum í kvöld til að eiga möguleika gegn KR. „Það vantaði töluvert upp á og í kvöld sáum við kannski loksins hvað býr í þessu KR-liði sem menn eru búnir að bíða eftir í vetur. Nú kannaðist maður við þá. Þeir hafa verið óþekkjanlegir í ansi mörgum leikjum í vetur en þeir eru greinilega að komast í gírinn,“ sagði Benedikt. Þór spilaði fína vörn í fyrri hálfleik en liðið hitti ekki neitt allan leikinn. Til marks um það var þriggja stiga nýting gestanna aðeins 14%. „Hittnin í kvöld var skelfileg. Við vitum að það þarf allt að ganga upp til að vinna þetta lið og þá þarf hittnin að vera aðeins yfir meðallagi. Hún getur ekki verið langt undir meðallagi eins og var í kvöld,“ sagði Benedikt sem hrósaði Tryggva Snæ Hlinasyni sem stóð sig vel í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni á ferlinum. „Mér fannst hann virkilega góður og hann er kominn á þann stað að höndla úrslitakeppnina. Núna er Þór búinn að fá aðlögun, við fáum ekki nema einn leik í aðlögun. Við þurfum að vinna næsta leik til að halda okkur á lífi,“ sagði Benedikt. Um miðjan 4. leikhluta þurfti Tryggvi skyndilega að hætta leik og spilaði ekki meira það sem eftir lifði leiks. „Það er tekið vel á honum inni í teig og menn fá að halda og ýta honum. Þetta tekur bara á hjá honum. Þessir stóru strákar eru öðruvísi gerðir en þessi meðalmaður. Þetta fór ekkert vel í hann,“ sagði Benedikt að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
KR tók forystuna í einvíginu við Þór Ak. í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla með 99-68 sigri í DHL-höllinni í kvöld. Þetta var tuttugasti sigur KR í röð í 8-liða úrslitum en þeir töpuðu síðast leik á þessu stigi úrslitakeppninnar árið 2008. KR-ingar voru alltaf með frumkvæðið í leiknum í kvöld. Þórsarar voru í miklum vandræðum í sókninni en héldu sér inni í leiknum í fyrri hálfleik með góðri vörn. Staðan í hálfleik var 40-31. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af gríðarlegum krafti og skoruðu 12 af 14 fyrstu stigum hans. Brynjar Þór Björnsson snögghitnaði og setti niður þrjá þrista í 3. leikhluta. KR náði góðri forystu sem Þór ógnaði aldrei. Á endanum munaði 31 stigi á liðunum, 99-68.Af hverju vann KR? Íslandsmeistararnir sýndu styrk sinn í leiknum í kvöld. Þeir spiluðu sterka vörn og héldu Þór í 68 stigum og 34% skotnýtingu. KR-ingar hittu ekkert sérstaklega í fyrri hálfleik en skotnýtingin rauk upp í þeim seinni og þá varð brekkan of brött fyrir Þórsara. Gestirnir náðu einu ágætis áhlaupi og minnkuðu muninn í 14 stig en nær komust þeir ekki. KR-ingar sýndu enga miskunn og kláruðu leikinn af öryggi.Bestu menn vallarins: Brynjar skoraði 22 stig og var stigahæstur í jöfnu liði KR. Jón Arnór Stefánsson hitti vel og skilaði 18 stigum, fimm fráköstum og sex stoðsendingum. Pavel Ermolinskij stýrði sóknarleiknum vel og reif niður 15 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson átti einnig fína innkomu af bekknum. Tryggvi Snær Hlinason spilaði skínandi vel í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni á ferlinum. Stóri maðurinn skoraði 12 stig, tók 11 fráköst og varði sex skot. Þá átti Sindri Davíðsson góða innkomu; skoraði 12 stig og tók sjö fráköst.Tölfræðin sem vakti athygli: Þriggja stiga nýting Þórs var afleit, eða 14%. Þórsarar töpuðu 14 boltum, sem er ekkert til að kvarta yfir, en KR-ingar skoruðu 23 stig eftir þessa töpuðu bolta gestanna.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Þórs var of slakur til að liðið ætti möguleika í KR í kvöld. Norðanmenn spiluðu fína vörn í fyrri hálfleik en sóknin fylgdi ekki með. Skotnýting var döpur (34%) og Þórsarar áttu fá svör við varnarleik KR-inga. Lykilmenn Þórs eins og George Beamon, Darrel Lewis, Þröstur Leó Jóhannsson og Ingvi Rafn Ingvarsson voru í tómum vandræðum í sókninni í kvöld og Þórsarar þurfa miklu meira og betra framlag frá þeim í leik tvö á laugardaginn.Finnur Freyr: Allt annað viðhorf Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, kvaðst sáttur með spilamennsku sinna manna í sigrinum á Þór í kvöld. „Mér fannst viðhorfið allt annað og við höndluðum slæmu kaflana betur en við höfum gert. Einbeitingin var góð og við héldum ákefðinni í vörninni uppi,“ sagði Finnur eftir leikinn. Stigaskorið dreifðist vel hjá Íslands- og bikarmeisturunum í kvöld og það voru margir sem lögðu hönd á plóg í sókninni. „Aðalsmerki okkar undanfarin ár er að vera með mörg vopn. Þótt Mike [Craion] hafi dregið vagninn í fyrra hafa alltaf verið margir sem leggja sitt á vogarskálarnar í minni tíð. Við erum bestir þannig,“ sagði Finnur. En er eitthvað sem KR-ingar þurfa að laga fyrir annan leikinn í einvíginu á laugardaginn? „Jájá, klárlega. Það eru hlutir sem við þurfum að skoða og tækla betur. Það er þannig eftir hvern einasta leik. Nú þurfum við bara að hvíla okkur og gera okkur klára fyrir risaleik á Akureyri,“ sagði Finnur að endingu.Benedikt: Menn fá að halda og ýta Tryggva Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, sagði að sínir menn hefðu þurft að spila mun betur en þeir gerðu í leiknum í kvöld til að eiga möguleika gegn KR. „Það vantaði töluvert upp á og í kvöld sáum við kannski loksins hvað býr í þessu KR-liði sem menn eru búnir að bíða eftir í vetur. Nú kannaðist maður við þá. Þeir hafa verið óþekkjanlegir í ansi mörgum leikjum í vetur en þeir eru greinilega að komast í gírinn,“ sagði Benedikt. Þór spilaði fína vörn í fyrri hálfleik en liðið hitti ekki neitt allan leikinn. Til marks um það var þriggja stiga nýting gestanna aðeins 14%. „Hittnin í kvöld var skelfileg. Við vitum að það þarf allt að ganga upp til að vinna þetta lið og þá þarf hittnin að vera aðeins yfir meðallagi. Hún getur ekki verið langt undir meðallagi eins og var í kvöld,“ sagði Benedikt sem hrósaði Tryggva Snæ Hlinasyni sem stóð sig vel í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni á ferlinum. „Mér fannst hann virkilega góður og hann er kominn á þann stað að höndla úrslitakeppnina. Núna er Þór búinn að fá aðlögun, við fáum ekki nema einn leik í aðlögun. Við þurfum að vinna næsta leik til að halda okkur á lífi,“ sagði Benedikt. Um miðjan 4. leikhluta þurfti Tryggvi skyndilega að hætta leik og spilaði ekki meira það sem eftir lifði leiks. „Það er tekið vel á honum inni í teig og menn fá að halda og ýta honum. Þetta tekur bara á hjá honum. Þessir stóru strákar eru öðruvísi gerðir en þessi meðalmaður. Þetta fór ekkert vel í hann,“ sagði Benedikt að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira