Mónakó sló Manchester City út á fleiri mörkum á útivelli | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2017 21:30 Franska liðið Mónakó er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 3-1 sigur á enska liðinu Manchester City í kvöld í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. Mónakó vann þar með á fleiri mörkum skoruðum á útivelli en bæði liðin skoruðu sex mörk í þessum tveimur leikjum. Manchester City vann fyrri leikinn 5-3 en þessi þrjú útivallarmörk sem Mónakó skoraði á Ethiad-leikvanginum skiluðu liðinu áfram . Það er samt ótrúlegt að sex mörk hafi ekki dugað liði Pep Guardiola til þess að komast áfram en enn á ný var það dapur varnarleikur liðsins sem varð því að falli. Leicester City er því eina enska liðið sem er eftir í Meistaradeildinni. Markið sem réði endanlega úrslitum skoraði Tiemoue Bakayoko með skalla þegar þrettán mínútur voru eftir. Heimamenn í Mónakó voru miklu sterkari frá byrjun og það var eftir gangi leiksins að franska liðið náði að komast yfir eftir aðeins sjö mínútna leiks. Markið skoraði Kylian Mbappe strax á sjöundu mínútu eftir sendingu frá Bernando Silva en það var Benjamin Mendy sem sprengdi upp City-vörnina í upphafi sóknarinnar. Kylian Mbappe hafði áður fengið fínt færi til að skora en bætti fyrir það með því að koma sínum mönnum í 1-0. Benjamin Mendy var aftur á ferðinni á vinstri vængnum á 28. mínútu þegar hann komst upp að endamörkum og gaf út í teiginn þar sem Fabinho afgreiddi boltann í markið. Mónakó var þar með komið í 2-0 og þau úrslit nægðu liðinu til að komast áfram. Manchester City náði hinsvegar að minnka muninn í seinni hálfleik með marki Leroy Sane á 71. mínútu. Leroy Sane stýrði þá skoti Raheem Sterling í markið og City-menn voru á leiðinni áfram með þeim úrslitum. Heimamenn í Mónakó áttu hinsvegar lokaorðið þegar Tiemoue Bakayoko kom Mónakó aftur tveimur mörkum yfir aðeins sex mínútum síðar. Tiemoue Bakayoko skallaði þá aukaspyrnu Thomas Lemar í markið. Þetta var fyrsta alvöru sókn Mónakó-liðsins í seinni hálfleiknum en hún var gulls ígildi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Franska liðið Mónakó er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 3-1 sigur á enska liðinu Manchester City í kvöld í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. Mónakó vann þar með á fleiri mörkum skoruðum á útivelli en bæði liðin skoruðu sex mörk í þessum tveimur leikjum. Manchester City vann fyrri leikinn 5-3 en þessi þrjú útivallarmörk sem Mónakó skoraði á Ethiad-leikvanginum skiluðu liðinu áfram . Það er samt ótrúlegt að sex mörk hafi ekki dugað liði Pep Guardiola til þess að komast áfram en enn á ný var það dapur varnarleikur liðsins sem varð því að falli. Leicester City er því eina enska liðið sem er eftir í Meistaradeildinni. Markið sem réði endanlega úrslitum skoraði Tiemoue Bakayoko með skalla þegar þrettán mínútur voru eftir. Heimamenn í Mónakó voru miklu sterkari frá byrjun og það var eftir gangi leiksins að franska liðið náði að komast yfir eftir aðeins sjö mínútna leiks. Markið skoraði Kylian Mbappe strax á sjöundu mínútu eftir sendingu frá Bernando Silva en það var Benjamin Mendy sem sprengdi upp City-vörnina í upphafi sóknarinnar. Kylian Mbappe hafði áður fengið fínt færi til að skora en bætti fyrir það með því að koma sínum mönnum í 1-0. Benjamin Mendy var aftur á ferðinni á vinstri vængnum á 28. mínútu þegar hann komst upp að endamörkum og gaf út í teiginn þar sem Fabinho afgreiddi boltann í markið. Mónakó var þar með komið í 2-0 og þau úrslit nægðu liðinu til að komast áfram. Manchester City náði hinsvegar að minnka muninn í seinni hálfleik með marki Leroy Sane á 71. mínútu. Leroy Sane stýrði þá skoti Raheem Sterling í markið og City-menn voru á leiðinni áfram með þeim úrslitum. Heimamenn í Mónakó áttu hinsvegar lokaorðið þegar Tiemoue Bakayoko kom Mónakó aftur tveimur mörkum yfir aðeins sex mínútum síðar. Tiemoue Bakayoko skallaði þá aukaspyrnu Thomas Lemar í markið. Þetta var fyrsta alvöru sókn Mónakó-liðsins í seinni hálfleiknum en hún var gulls ígildi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira