Trump-liðar sannfærðir um samsæri innan stjórnkerfisins 14. mars 2017 22:19 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Starfsmenn Hvíta hússins og stuðningsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru sannfærðir að samsærismenn inna stjórnkerfis Bandaríkjanna vinni gegn Trump. Þeirra markmið sé að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fella forsetann. Ásakanir Trump-liða beinast að mestu gegn einhverju sem þeir kalla „djúpríkið“ eða „deep state“. Þrátt fyrir að flestir Trump-liðar noti ekki það hugtak í beinni orðræðu er merkingin sú sama. Talsmaður Hvíta hússins, Sean Spicer, hefur sagt að fólk hafi grafið sig fast í stjórnkerfi Bandaríkjanna og þau séu að grafa undan forsetanum. Trump sjálfur hefur haldið því fram að Barack Obama, forveri sinn, hafi hlerað síma sína og Stephen Bannon, einn helsti ráðgjafi Trump, hefur heitið því að rífa niður það sem hann kallar „embættismannaríkið“.Newt Gingrich, einn af helstu stuðningsmönnum Trump, sagði í dag að djúpríkið væri „auðvitað“ til. Hann sagði meðlimi þess standa að baki leka til fjölmiðla og grafa undan Trump. „Þeir eru að berjast fyrir völdum sínum. Það er það sem djúpríkið gerir. Þeir búa til lygi, dreifa lyginni, halda ekki aftur af henni og segjast svo ekki hafa skapað hana.“ Sjálfur hefur Trump sakað leyniþjónustusamfélag Bandaríkjanna og um leka til fjölmiðla og hefur jafnvel lýst starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna sem nasistum. Einhverjir af stuðningsmönnum Trump hafa haldið því fram að ákvörðun Obama að búa áfram í Washington sé til sönnunar um tilvist djúpríkisins. Að hann hafi tekið þá ákvörðun til að leiða baráttuna gegn Trump. Sjálfur segir Obama að hann verði í Washington þar til yngsta dóttir hans lýkur skólagöngu sinni þar. Sagnfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja rekja rætur hugtaksins um djúpríkið til Tyrklands. Þar hafi það snúið að njósnurum og foringjum innan hersins sem studdu og vörðu hina ráðandi stétt til þriðja áratugarins. Í sinni núverandi mynd snýr það að umfangsmiklu embættismannakerfi. Gagnrýnendur Trump segja ásakanir um djúpríkið vera til þess fallnar að varpa ábyrgðinni frá Trump vegna mistaka og vandræða hans. Sérfræðingar segja þó að ásakanir sem þessar verði til þess að færri treysti stofnunum og stjórnvöldum Bandaríkjanna og dragi undan lýðræði í landinu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Starfsmenn Hvíta hússins og stuðningsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru sannfærðir að samsærismenn inna stjórnkerfis Bandaríkjanna vinni gegn Trump. Þeirra markmið sé að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fella forsetann. Ásakanir Trump-liða beinast að mestu gegn einhverju sem þeir kalla „djúpríkið“ eða „deep state“. Þrátt fyrir að flestir Trump-liðar noti ekki það hugtak í beinni orðræðu er merkingin sú sama. Talsmaður Hvíta hússins, Sean Spicer, hefur sagt að fólk hafi grafið sig fast í stjórnkerfi Bandaríkjanna og þau séu að grafa undan forsetanum. Trump sjálfur hefur haldið því fram að Barack Obama, forveri sinn, hafi hlerað síma sína og Stephen Bannon, einn helsti ráðgjafi Trump, hefur heitið því að rífa niður það sem hann kallar „embættismannaríkið“.Newt Gingrich, einn af helstu stuðningsmönnum Trump, sagði í dag að djúpríkið væri „auðvitað“ til. Hann sagði meðlimi þess standa að baki leka til fjölmiðla og grafa undan Trump. „Þeir eru að berjast fyrir völdum sínum. Það er það sem djúpríkið gerir. Þeir búa til lygi, dreifa lyginni, halda ekki aftur af henni og segjast svo ekki hafa skapað hana.“ Sjálfur hefur Trump sakað leyniþjónustusamfélag Bandaríkjanna og um leka til fjölmiðla og hefur jafnvel lýst starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna sem nasistum. Einhverjir af stuðningsmönnum Trump hafa haldið því fram að ákvörðun Obama að búa áfram í Washington sé til sönnunar um tilvist djúpríkisins. Að hann hafi tekið þá ákvörðun til að leiða baráttuna gegn Trump. Sjálfur segir Obama að hann verði í Washington þar til yngsta dóttir hans lýkur skólagöngu sinni þar. Sagnfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja rekja rætur hugtaksins um djúpríkið til Tyrklands. Þar hafi það snúið að njósnurum og foringjum innan hersins sem studdu og vörðu hina ráðandi stétt til þriðja áratugarins. Í sinni núverandi mynd snýr það að umfangsmiklu embættismannakerfi. Gagnrýnendur Trump segja ásakanir um djúpríkið vera til þess fallnar að varpa ábyrgðinni frá Trump vegna mistaka og vandræða hans. Sérfræðingar segja þó að ásakanir sem þessar verði til þess að færri treysti stofnunum og stjórnvöldum Bandaríkjanna og dragi undan lýðræði í landinu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira