370 dauðsföll af völdum reykinga árið 2015 Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. mars 2017 20:00 Málþingið Hættu nú alveg var haldið í dag þar sem fjallað var um tóbaksvarnir en um tólf prósent Íslendinga reykja. Á málþinginu voru fyrstu niðurstöður könnunar sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði á kostnaði þjóðfélagsins af reykingum kynntar en tölurnar eiga við um árið 2015. 370 dauðsföll má rekja til reykinga en það eru sautján prósent af öllum dauðsföllum á árinu. Þar af voru 189 virkir reykingamenn, 166 fyrrverandi reykingamenn og fimmtán vegna óbeinna reykinga. Kransæðasjúkdómar, illkynja æxli í öndunarfærum og langvinn lungnaþemba eru helstu dánarorsakir. Mesti kostnaður þjóðfélagsins vegna reykinga kemur til vegna sjúkdóma og heilsubrests eða átta til tíu milljarðar á árinu. Kostnaður við forvarnarstörf er 106 milljónir og kostnaður við eldsvoða, sem voru tíu tengdir reykingum, er tuttugu til þrjátíu milljónir. Kostnaður sem kemur til vegna reykingapása og veikindaleyfa reykingafólks er 5,8 milljarðar. Samtals er kostnaður vegna reykinga 17,8 milljarðar á árinu 2015. Það er 0,8 prósent af landsframleiðslu eða 54. 170 krónur á íbúa. Ef bætt er við töpuðum ávinningi þjóðfélagsins vegna dauða og örorku reykingafólks er kostnaður þjóðfélagsins 85,8 milljarðar. Þess má geta að tekjur ÁTVR af tóbakssölu árið 2015 voru 9,5 milljarðar króna. Af Evrópulöndunum reykja fæstir í Svíþjóð en næstfæstir á Íslandi. Lára G. Sigurðardóttir, fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins, segir árangurinn góðan en á meðan einhver reyki, sem stytti ævi og lífsskilyrði, sé enn þörf á fræðslunni. Einnig séu nýjar áskoranir sem tengist munntóbaksnotkun og rafsígarettum, sem hún segir vera tískubylgju meðal ungmenna sem aldrei hafa þó reykt sígarettur. „Árið 2015 hafði fimmtungur barna í 10. bekk prófað rafrettur en fjórðungur hafði prófað þær árið 2016. Eftir sem þau verða eldri þá hækkar hlutfallið," segir Lára, en helmingur ungmenna á framhaldsskólaaldri hafa prófað rafrettur. „En eingöngu fimm prósent fullorðinna," bætir Lára við. Rafrettur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Málþingið Hættu nú alveg var haldið í dag þar sem fjallað var um tóbaksvarnir en um tólf prósent Íslendinga reykja. Á málþinginu voru fyrstu niðurstöður könnunar sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði á kostnaði þjóðfélagsins af reykingum kynntar en tölurnar eiga við um árið 2015. 370 dauðsföll má rekja til reykinga en það eru sautján prósent af öllum dauðsföllum á árinu. Þar af voru 189 virkir reykingamenn, 166 fyrrverandi reykingamenn og fimmtán vegna óbeinna reykinga. Kransæðasjúkdómar, illkynja æxli í öndunarfærum og langvinn lungnaþemba eru helstu dánarorsakir. Mesti kostnaður þjóðfélagsins vegna reykinga kemur til vegna sjúkdóma og heilsubrests eða átta til tíu milljarðar á árinu. Kostnaður við forvarnarstörf er 106 milljónir og kostnaður við eldsvoða, sem voru tíu tengdir reykingum, er tuttugu til þrjátíu milljónir. Kostnaður sem kemur til vegna reykingapása og veikindaleyfa reykingafólks er 5,8 milljarðar. Samtals er kostnaður vegna reykinga 17,8 milljarðar á árinu 2015. Það er 0,8 prósent af landsframleiðslu eða 54. 170 krónur á íbúa. Ef bætt er við töpuðum ávinningi þjóðfélagsins vegna dauða og örorku reykingafólks er kostnaður þjóðfélagsins 85,8 milljarðar. Þess má geta að tekjur ÁTVR af tóbakssölu árið 2015 voru 9,5 milljarðar króna. Af Evrópulöndunum reykja fæstir í Svíþjóð en næstfæstir á Íslandi. Lára G. Sigurðardóttir, fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins, segir árangurinn góðan en á meðan einhver reyki, sem stytti ævi og lífsskilyrði, sé enn þörf á fræðslunni. Einnig séu nýjar áskoranir sem tengist munntóbaksnotkun og rafsígarettum, sem hún segir vera tískubylgju meðal ungmenna sem aldrei hafa þó reykt sígarettur. „Árið 2015 hafði fimmtungur barna í 10. bekk prófað rafrettur en fjórðungur hafði prófað þær árið 2016. Eftir sem þau verða eldri þá hækkar hlutfallið," segir Lára, en helmingur ungmenna á framhaldsskólaaldri hafa prófað rafrettur. „En eingöngu fimm prósent fullorðinna," bætir Lára við.
Rafrettur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira