Sagan í höndum Shakespeares Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. mars 2017 06:00 Craig Shakespeare. Vísir/EPA Þrátt fyrir mikla yfirburði Sevilla gegn Englandsmeisturum Leicester í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í síðasta mánuði sluppu þeir ensku frá Íberíuskaganum með 2-1 tap í farteskinu. Það þýðir að 1-0 sigur Leicester á heimavelli í kvöld dugar liðinu til að komast áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. Það yrði sannarlega saga til næsta bæjar, enda Leicester í bullandi vandræðum heima fyrir í deildinni og að spila í Meistaradeildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leicester vann alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni á King Power-leikvanginum, heimavelli sínum. Meistararnir lögðu bæði Porto og FCK að velli með einu marki gegn engu og unnu svo Club Brugge, 2-1. Því hefur verið haldið fram að tímabil Leicester í Meistaradeildinni í ár líkist helst tímabili liðsins í deildinni á síðustu leiktíð, er liðið fór alla leið og varð meistari öllum að óvörum. Lykillinn að þeirri velgengni var árangur liðsins á heimavelli en þar tapaði liðið aðeins einum leik allt tímabilið. Það er því ljóst að lykilþáttur í viðureign kvöldsins verður varnarleikur Leicester. Það er viðbúið að Sevilla verði meira með boltann og freisti þess að rjúfa skarð í þéttan varnarmúr Leicester. Takist þeim ensku að þétta raðirnar gætu opnast möguleikar fram á við með skyndisóknum, eins og liðið nýtti sér svo oft á síðustu leiktíð.Craig Shakespeare.Vísir/EPABestir á litla sviðinu Sevilla er sigursælasta lið í sögu Evrópudeildar UEFA og forvera hennar, Evrópudeildar félagsliða. En nú á að láta til sín taka í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið hefur aldrei komist lengra en í 16-liða úrslit. Heima fyrir hefur Sevilla verið í fínu formi og er sem stendur í þriðja sæti spænsku 1. deildarinnar, aðeins fimm stigum á eftir toppliði Real Madrid og þremur á eftir Barcelona. Þetta eru líka einu liðin sem hafa skorað meira á leiktíðinni en Sevilla sem á mörg vopn í sóknarbúri sínu. Markahæsti leikmaður liðsins er franski sóknarmaðurinn Wissam Ben Yedder sem hefur skorað sextán mörk í öllum keppnum í vetur.Craig Shakespeare á æfingu.Vísir/EPAGetum farið alla leið Þrátt fyrir að úrslitin í Sevilla hafi verið betri en margir stuðningsmenn Leicester þorðu að vona var Claudio Ranieri, maðurinn sem færði liðinu Englandsmeistaratitilinn, rekinn eftir 2-1 tapið á Spáni. Aðstoðarmaður hans, Craig Shakespeare, tók tímabundið við og hefur síðan verið ráðinn til að stýra liðinu til loka tímabilsins. Eftir að Shakespeare tók við hefur Leicester spilað tvo leiki og unnið þá báða, 3-1. Það var gegn Liverpool og Leicester en báðir leikirnir fóru fram á heimavelli. Í leikjunum þóttu leikmenn Leicester minna á tilþrif síðustu leiktíðar. „Þessir leikir gáfu strákunum sjálfstraust og við verðum að byggja á því og gefa allt sem við eigum í leikinn á morgun,“ sagði Shakespeare á blaðamannafundi í gær. Hann var spurður hvort Leicester gæti farið alla leið í Meistaradeildinni í ár, líkt og liðið gerði í ensku úrvalsdeildinni í fyrra. „Af hverju ekki? Við ætlum okkur sigur í öllum þeim leikjum sem við mætum í. Til þess að vinna á morgun þurfum við að leggja okkur alla fram og það ætlum við að gera.“ Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Sjá meira
Þrátt fyrir mikla yfirburði Sevilla gegn Englandsmeisturum Leicester í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í síðasta mánuði sluppu þeir ensku frá Íberíuskaganum með 2-1 tap í farteskinu. Það þýðir að 1-0 sigur Leicester á heimavelli í kvöld dugar liðinu til að komast áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. Það yrði sannarlega saga til næsta bæjar, enda Leicester í bullandi vandræðum heima fyrir í deildinni og að spila í Meistaradeildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leicester vann alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni á King Power-leikvanginum, heimavelli sínum. Meistararnir lögðu bæði Porto og FCK að velli með einu marki gegn engu og unnu svo Club Brugge, 2-1. Því hefur verið haldið fram að tímabil Leicester í Meistaradeildinni í ár líkist helst tímabili liðsins í deildinni á síðustu leiktíð, er liðið fór alla leið og varð meistari öllum að óvörum. Lykillinn að þeirri velgengni var árangur liðsins á heimavelli en þar tapaði liðið aðeins einum leik allt tímabilið. Það er því ljóst að lykilþáttur í viðureign kvöldsins verður varnarleikur Leicester. Það er viðbúið að Sevilla verði meira með boltann og freisti þess að rjúfa skarð í þéttan varnarmúr Leicester. Takist þeim ensku að þétta raðirnar gætu opnast möguleikar fram á við með skyndisóknum, eins og liðið nýtti sér svo oft á síðustu leiktíð.Craig Shakespeare.Vísir/EPABestir á litla sviðinu Sevilla er sigursælasta lið í sögu Evrópudeildar UEFA og forvera hennar, Evrópudeildar félagsliða. En nú á að láta til sín taka í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið hefur aldrei komist lengra en í 16-liða úrslit. Heima fyrir hefur Sevilla verið í fínu formi og er sem stendur í þriðja sæti spænsku 1. deildarinnar, aðeins fimm stigum á eftir toppliði Real Madrid og þremur á eftir Barcelona. Þetta eru líka einu liðin sem hafa skorað meira á leiktíðinni en Sevilla sem á mörg vopn í sóknarbúri sínu. Markahæsti leikmaður liðsins er franski sóknarmaðurinn Wissam Ben Yedder sem hefur skorað sextán mörk í öllum keppnum í vetur.Craig Shakespeare á æfingu.Vísir/EPAGetum farið alla leið Þrátt fyrir að úrslitin í Sevilla hafi verið betri en margir stuðningsmenn Leicester þorðu að vona var Claudio Ranieri, maðurinn sem færði liðinu Englandsmeistaratitilinn, rekinn eftir 2-1 tapið á Spáni. Aðstoðarmaður hans, Craig Shakespeare, tók tímabundið við og hefur síðan verið ráðinn til að stýra liðinu til loka tímabilsins. Eftir að Shakespeare tók við hefur Leicester spilað tvo leiki og unnið þá báða, 3-1. Það var gegn Liverpool og Leicester en báðir leikirnir fóru fram á heimavelli. Í leikjunum þóttu leikmenn Leicester minna á tilþrif síðustu leiktíðar. „Þessir leikir gáfu strákunum sjálfstraust og við verðum að byggja á því og gefa allt sem við eigum í leikinn á morgun,“ sagði Shakespeare á blaðamannafundi í gær. Hann var spurður hvort Leicester gæti farið alla leið í Meistaradeildinni í ár, líkt og liðið gerði í ensku úrvalsdeildinni í fyrra. „Af hverju ekki? Við ætlum okkur sigur í öllum þeim leikjum sem við mætum í. Til þess að vinna á morgun þurfum við að leggja okkur alla fram og það ætlum við að gera.“
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Sjá meira