Jason endurkjörinn Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2017 13:30 Jason var endurkjörinn. Ársþing Blaksambands Íslands var haldið í gærkvöld. Jason Ívarsson var endurkjörinn formaður og Andri Hnikarr Jónsson kjörinn í stjórn sambandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Blaksambandinu. Þingið var mjög vel sótt að þessu sinni en 35 þingfulltrúa unnu þingstörf til að verða miðnætti í gærkvöld. Fjölmargar tillögur bárust þinginu sem fengu afgreiðslu eftir miklar umræður í nefndastörfum. Breytingar á lögum BLÍ voru samþykktar um fjölda þingfulltrúa á þingi og heimild til mótanefndar BLÍ. Þá var samþykkt breyting á reglugerð um notkun ólöglegra leikmanna með breytingum úr laganefndinni. Reglugerð um félagaskipti var eitt af stærri málunum á þinginu og endaði það á því að vísa gerð reglugerðinnar til stjórnar BLÍ með tilvísun í vilja þingsins um breytingar á reglugerðinni. Einnig var stórt mál um reglugerð um Íslandsmót og deildakeppni. Tillagan um að setja á laggirnar nefnd til að endurskoða reglugerðina var samþykkt en hún miðar því að nefndin taki til starfa í næstu viku og skili af sér vinnu í aprílmánuði. Á þinginu kom fram tillaga um að setja aftur á línuverði í úrvalsdeildinni. Var nokkur umræða um málið og flestir sammála um að umgjörð leikja sé orðin góð hjá flestum félögum. Mikilvægt er að BLÍ komi að fræðslu fyrir félögin um dómgæslu og línuvörslu í sambandi við það að taka upp línuverði að nýju og að félögin eignist viðeigandi viðurkenndan búnað til að þetta verði að veruleika. Tillagan var samþykkt og greinilegt að félögin hafa metnað til að standa sig. Ársþing BLÍ hófst kl. 16.00 í gær og var þingið að klárast kl. 23.45. Alls mættu 35 þingfulltrúar á þingið frá félögum allsstaðar af landinu. Það sem vakti mikla eftirtekt var hversu breytt aldursbil var á þingfulltrúum og margir nýir og ungir sem ekki hafa sést áður á þingum. Var þessu fagnað í ræðustól en yngsti þingfulltrúinn lagði einmitt fram tillögu á þinginu um reglugerð fyrir Íslandsmót yngriflokka. Nokkur umræða var um tillöguna og hún jákvæð í flesta staði en ákveðið var á endanum að tillagan fengi sömu meðferð og reglugerðin um deildakeppnina, þ.e. stofnuð verði nefnd sem vinnur að gerð reglugerðarinnar með aðkomu leikmanna yngriflokka. Jason Ívarsson var einn í framboði til formanns BLÍ til tveggja ára. Hlaut hann kosningu með lófataki. Þá voru Árni Jón Eggertsson og Andri Hnikarr Jónsson kjörnir í stjórn BLÍ til tveggja ára. Í varastjórn voru þau kosin, Svandís Þorsteinsdóttir, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Steinn Einarsson til eins árs. Nýkjörinn formaður BLÍ, Jason Ívarsson sleit þingi með þakkarræðu sinni. Aðrar íþróttir Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Sjá meira
Ársþing Blaksambands Íslands var haldið í gærkvöld. Jason Ívarsson var endurkjörinn formaður og Andri Hnikarr Jónsson kjörinn í stjórn sambandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Blaksambandinu. Þingið var mjög vel sótt að þessu sinni en 35 þingfulltrúa unnu þingstörf til að verða miðnætti í gærkvöld. Fjölmargar tillögur bárust þinginu sem fengu afgreiðslu eftir miklar umræður í nefndastörfum. Breytingar á lögum BLÍ voru samþykktar um fjölda þingfulltrúa á þingi og heimild til mótanefndar BLÍ. Þá var samþykkt breyting á reglugerð um notkun ólöglegra leikmanna með breytingum úr laganefndinni. Reglugerð um félagaskipti var eitt af stærri málunum á þinginu og endaði það á því að vísa gerð reglugerðinnar til stjórnar BLÍ með tilvísun í vilja þingsins um breytingar á reglugerðinni. Einnig var stórt mál um reglugerð um Íslandsmót og deildakeppni. Tillagan um að setja á laggirnar nefnd til að endurskoða reglugerðina var samþykkt en hún miðar því að nefndin taki til starfa í næstu viku og skili af sér vinnu í aprílmánuði. Á þinginu kom fram tillaga um að setja aftur á línuverði í úrvalsdeildinni. Var nokkur umræða um málið og flestir sammála um að umgjörð leikja sé orðin góð hjá flestum félögum. Mikilvægt er að BLÍ komi að fræðslu fyrir félögin um dómgæslu og línuvörslu í sambandi við það að taka upp línuverði að nýju og að félögin eignist viðeigandi viðurkenndan búnað til að þetta verði að veruleika. Tillagan var samþykkt og greinilegt að félögin hafa metnað til að standa sig. Ársþing BLÍ hófst kl. 16.00 í gær og var þingið að klárast kl. 23.45. Alls mættu 35 þingfulltrúar á þingið frá félögum allsstaðar af landinu. Það sem vakti mikla eftirtekt var hversu breytt aldursbil var á þingfulltrúum og margir nýir og ungir sem ekki hafa sést áður á þingum. Var þessu fagnað í ræðustól en yngsti þingfulltrúinn lagði einmitt fram tillögu á þinginu um reglugerð fyrir Íslandsmót yngriflokka. Nokkur umræða var um tillöguna og hún jákvæð í flesta staði en ákveðið var á endanum að tillagan fengi sömu meðferð og reglugerðin um deildakeppnina, þ.e. stofnuð verði nefnd sem vinnur að gerð reglugerðarinnar með aðkomu leikmanna yngriflokka. Jason Ívarsson var einn í framboði til formanns BLÍ til tveggja ára. Hlaut hann kosningu með lófataki. Þá voru Árni Jón Eggertsson og Andri Hnikarr Jónsson kjörnir í stjórn BLÍ til tveggja ára. Í varastjórn voru þau kosin, Svandís Þorsteinsdóttir, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Steinn Einarsson til eins árs. Nýkjörinn formaður BLÍ, Jason Ívarsson sleit þingi með þakkarræðu sinni.
Aðrar íþróttir Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Sjá meira