Raikonen fór auk þess talsverða vegalengd, hann ók 111 hringi. Carlos Sainz á Toro Rosso og Lance Stroll á Williams fóru hins vegar 132 hringi hvor. Lance Stroll hefur átt batnandi gegni að fagna eftir erfiða fyrstu æfingalotu í síðustu viku.
Sergio Perez fór 128 hringi á Force India bílnum. Aðrir ökumenn komust ekki yfir 100 hringi. Fernando Alonso átti ekki góðan dag um borð í McLaren bílnum. Hann komst 43 hringi en bilanir trufluðu ítrekað framgang æfingarinnar hjá Alonso.

Mercedes liðið ók samtals 107 hringi í dag en Lewis Hamilton varð fimmti fljótasti í dag og Valtteri Bottas var fjórði.
Stærsta spurningin sem æfingarnar skilja eftir er hvort Ferrari liðið hafi raunverulega tekið framfaraskref sem færir liðið upp að hlið Mercedes liðsins. Það verður fyrst í tímatökunni í Ástralíu sem goggunarröðin verður ljós.