Sjáðu eldræðu Sveinbjörns: Hefur setið í mér í heilt ár það sem var sagt í Körfuboltakvöldi Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2017 10:00 Sveinbjörn Claessen, leikmaður ÍR í Domino´s-deild karla í körfubolta, var einn hamingjusamasti maður landsins í gærkvöldi þegar liðið hans komst í úrslitakeppnina í fyrsta skipti í sex ár. ÍR hefur undanfarin fimm ár hafnað í 9.-10. sæti og misst af úrslitakeppninni en í gær vann liðið Keflavík í frábærum, framlengdum leik í Hertz-hellinum. ÍR er nú búið að vinna sjö í röð á heimavelli og mætir Stjörnunni í átta liða úrslitum mótsins. „Ég má til með að koma einu að, Kiddi. Það hefur setið í mér í heilt ár það sem annað hvort þú eða Jonni sögðuð í settinu í fyrra; að liðið væri þjakað af meðalmennsku. Þið skuluð endilega ræða það í settinu á morgun,“ sagði Sveinbjörn við Kristinn Friðriksson, sérfræðing Domino´s-Körfuboltakvölds, eftir leikinn í gær en hann var að skrifa um leikinn fyrir Vísi. Það var ekki Kristinn sem talaði um meðalmennsku ÍR heldur Jón Halldór Eðvaldsson. Hann fór reyndar lengra en það og sagði að það væri viðbjóðslegt að horfa upp á meðalmennskuna hjá félaginu eftir að það missti af úrslitakeppninni fimmta árið í röð.„Þeir eru á höfuðborgarsvæðinu. Takið bara hina gaurana á höfuðborgarsvæðinu sem eru ekki að fá tækifæri og látið þá spila. Hættið þessari meðalmennsku. Náið ykkur í almennilega leikmenn og gerið þetta almennilega,“ sagði Jón Halldór meðal annars. ÍR gerði eins og Jón Halldór kallaði eftir og bætti við sig sterkum leikmönnum. Því miður náðu fæstir þeirra að hjálpa mikið til á tímabilinu vegna meiðsla og annarra ástæðna en þrátt fyrir skakkaföllin er ÍR komið í úrslitakeppnina og Sveinbjörn er ánægður með karakterinn í sínu liði. „Þetta lið er svo fjarri því að vera þjakað af meðalmennsku. Þú sérð best að í þetta lið vantar fjóra menn; Stefán Karel [Torfason], Hjalta [Friðriksson], Kidda [Kristinn Marinósson] og Tedda [Vilhjálm Theodór Jónsson] sem fór í vetur,“ sagði Sveinbjörn. „Það er ekkert lið í þessari deild sem má við því að missa fjóra mjög öfluga leikmenn. Við erum að standast þetta og ég vil meina að það eru menn eins og Hákon [Örn Hjálmarsson], Sæþór [Elmar Kristjánsson] og Sigurkarl [Róbertsson] einna helst sem eru að koma inn í þetta. Þeir hugsanlega hefðu annars ekki fengið tækifæri.“ „Munið það að þetta lið er allt annað en í meðalmennsku,“ sagði Sveinbjörn Claessen. Það er hægt að lofa því að Jón Halldór Eðvaldsson mun fara yfir þetta með hinum sérfræðingum Domino´s-Körfuboltakvölds sem verður í beinni frá Viking Brugghúsi klukkan 21.15 í kvöld.Meðalmennskan var ekki mikil hjá ÍR í gær og fögnuðurinn svakalegur.vísir/stefán Dominos-deild karla Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Sjá meira
Sveinbjörn Claessen, leikmaður ÍR í Domino´s-deild karla í körfubolta, var einn hamingjusamasti maður landsins í gærkvöldi þegar liðið hans komst í úrslitakeppnina í fyrsta skipti í sex ár. ÍR hefur undanfarin fimm ár hafnað í 9.-10. sæti og misst af úrslitakeppninni en í gær vann liðið Keflavík í frábærum, framlengdum leik í Hertz-hellinum. ÍR er nú búið að vinna sjö í röð á heimavelli og mætir Stjörnunni í átta liða úrslitum mótsins. „Ég má til með að koma einu að, Kiddi. Það hefur setið í mér í heilt ár það sem annað hvort þú eða Jonni sögðuð í settinu í fyrra; að liðið væri þjakað af meðalmennsku. Þið skuluð endilega ræða það í settinu á morgun,“ sagði Sveinbjörn við Kristinn Friðriksson, sérfræðing Domino´s-Körfuboltakvölds, eftir leikinn í gær en hann var að skrifa um leikinn fyrir Vísi. Það var ekki Kristinn sem talaði um meðalmennsku ÍR heldur Jón Halldór Eðvaldsson. Hann fór reyndar lengra en það og sagði að það væri viðbjóðslegt að horfa upp á meðalmennskuna hjá félaginu eftir að það missti af úrslitakeppninni fimmta árið í röð.„Þeir eru á höfuðborgarsvæðinu. Takið bara hina gaurana á höfuðborgarsvæðinu sem eru ekki að fá tækifæri og látið þá spila. Hættið þessari meðalmennsku. Náið ykkur í almennilega leikmenn og gerið þetta almennilega,“ sagði Jón Halldór meðal annars. ÍR gerði eins og Jón Halldór kallaði eftir og bætti við sig sterkum leikmönnum. Því miður náðu fæstir þeirra að hjálpa mikið til á tímabilinu vegna meiðsla og annarra ástæðna en þrátt fyrir skakkaföllin er ÍR komið í úrslitakeppnina og Sveinbjörn er ánægður með karakterinn í sínu liði. „Þetta lið er svo fjarri því að vera þjakað af meðalmennsku. Þú sérð best að í þetta lið vantar fjóra menn; Stefán Karel [Torfason], Hjalta [Friðriksson], Kidda [Kristinn Marinósson] og Tedda [Vilhjálm Theodór Jónsson] sem fór í vetur,“ sagði Sveinbjörn. „Það er ekkert lið í þessari deild sem má við því að missa fjóra mjög öfluga leikmenn. Við erum að standast þetta og ég vil meina að það eru menn eins og Hákon [Örn Hjálmarsson], Sæþór [Elmar Kristjánsson] og Sigurkarl [Róbertsson] einna helst sem eru að koma inn í þetta. Þeir hugsanlega hefðu annars ekki fengið tækifæri.“ „Munið það að þetta lið er allt annað en í meðalmennsku,“ sagði Sveinbjörn Claessen. Það er hægt að lofa því að Jón Halldór Eðvaldsson mun fara yfir þetta með hinum sérfræðingum Domino´s-Körfuboltakvölds sem verður í beinni frá Viking Brugghúsi klukkan 21.15 í kvöld.Meðalmennskan var ekki mikil hjá ÍR í gær og fögnuðurinn svakalegur.vísir/stefán
Dominos-deild karla Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Sjá meira