Skýrslan um Matvælastofnun Árni Stefán Árnason skrifar 29. mars 2017 15:09 Birt hefur verið skýrsla um starfshætti Matvælastofnunar. Verkið virkar eins og meðalgóð Ba ritgerð um afmarkað stjórnsýsluverkefni. Ekkert í skýrslunni er nýtt. Meginatriðin og niðurstaðan hafa verið þekkt síðan a.m.k. 2011 þegar mín eigin ritgerð, meistararitgerð í lögfræði um réttaráhrif og framkvæmd dýraverndarlaga var birt og gerð öllum aðgengileg. Hin nýja skýrsla ber þess merki að höfundar hafi haft skamman tíma til að kynna sér efnið, virðast valdir hafa handahófi en þegið góða búbót enda reikna ég með að kostnaður hafi fylgt verkinu fyrir ríkissjóð. Starfshætti Matvælastofnunar á sviði dýravelferðar er útilokað að kynna sér á nokkrum vikum. Til þess þurfti greinarhöfundur 18 mánuði vegna framangreindrar ritgerðar. Skýrsluhöfundar eru varfærnir og því undir sömu sök seldir og Matvælastofnun. Þeir sneiða hjá aðalatriðum þ.e. hvar hin endanlega ábyrgð illrar meðferðar dýra, sem eiga, að lúta vernd laga liggur. Hún liggur hjá þeim ráðherrum, sem voru í brúnni þegar hinir hrottalegu atburðir áttu sér stað, forstjóra Matvælastofnunar, yfirdýralæknum og umráðamönnum fórnarlambanna og auðvitað eftirlitsaðila framkvæmdavaldsins, alþingi. Ef grannt er skoðað skv. dýravelferðarlögum, refsiverð háttsemi, sem heimfæra má á marga þessa aðila ef málsatvik eru rannsökuð af nákvæmni og þess sama gætt við beitingu laga. „Við drögum af þessu lærdóm,“ eru viðbrögð ráðherra. Honum skal sagt að opinberir starfsmenn, sem heyra undir ráðuneyti eru ekki í stöðum sínum til að draga lærdóm af öllu því, sem misferst í framkvæmd laga heldur til að sinna faglegri framkvæmd þeirra! Þeir, sem hafa orðið uppvísir að öðru eru ekki starfi sínu vaxnir. Þetta ætti ráðherrann Þorgerður Katrín að vita, sem lögfræðingur. Flugstjóri sem brotlendir flugvél vegna handvammar missir að öllum líkindum vinnu sína, lifi hann slysið af. Gerðar hafa verið margar tilraunir af hálfu alþingis, í lögum, að færa eftirlit með dýravernd á milli ýmissa stofnana og ætíð hefur sama staða komið upp. Eftirlitið stendur ekki undir nafni og dýr þjást. Allar tilraunir til betrumbóta hafa mistekist. Ábendingar um praktískar lausnir í þessum efnum hefur alþingi ekki hlustað á og gagnrýni um hvað má betur fara taka eftirlitsstofnanir á Íslandi almennt ekki alvarlega, að því er virðist. Yfirmenn líta á slíkt, sem persónulega árás og snúast til varnar. Erlendis og þar sem siðuð stjórnmál eru stunduð yrðu yfirmenn, sem gerst hafa sekir um alvarlega handvömm og leitt hefur af sér illa meðferð dýra, látnir taka pokann sinn. Ekki á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Birt hefur verið skýrsla um starfshætti Matvælastofnunar. Verkið virkar eins og meðalgóð Ba ritgerð um afmarkað stjórnsýsluverkefni. Ekkert í skýrslunni er nýtt. Meginatriðin og niðurstaðan hafa verið þekkt síðan a.m.k. 2011 þegar mín eigin ritgerð, meistararitgerð í lögfræði um réttaráhrif og framkvæmd dýraverndarlaga var birt og gerð öllum aðgengileg. Hin nýja skýrsla ber þess merki að höfundar hafi haft skamman tíma til að kynna sér efnið, virðast valdir hafa handahófi en þegið góða búbót enda reikna ég með að kostnaður hafi fylgt verkinu fyrir ríkissjóð. Starfshætti Matvælastofnunar á sviði dýravelferðar er útilokað að kynna sér á nokkrum vikum. Til þess þurfti greinarhöfundur 18 mánuði vegna framangreindrar ritgerðar. Skýrsluhöfundar eru varfærnir og því undir sömu sök seldir og Matvælastofnun. Þeir sneiða hjá aðalatriðum þ.e. hvar hin endanlega ábyrgð illrar meðferðar dýra, sem eiga, að lúta vernd laga liggur. Hún liggur hjá þeim ráðherrum, sem voru í brúnni þegar hinir hrottalegu atburðir áttu sér stað, forstjóra Matvælastofnunar, yfirdýralæknum og umráðamönnum fórnarlambanna og auðvitað eftirlitsaðila framkvæmdavaldsins, alþingi. Ef grannt er skoðað skv. dýravelferðarlögum, refsiverð háttsemi, sem heimfæra má á marga þessa aðila ef málsatvik eru rannsökuð af nákvæmni og þess sama gætt við beitingu laga. „Við drögum af þessu lærdóm,“ eru viðbrögð ráðherra. Honum skal sagt að opinberir starfsmenn, sem heyra undir ráðuneyti eru ekki í stöðum sínum til að draga lærdóm af öllu því, sem misferst í framkvæmd laga heldur til að sinna faglegri framkvæmd þeirra! Þeir, sem hafa orðið uppvísir að öðru eru ekki starfi sínu vaxnir. Þetta ætti ráðherrann Þorgerður Katrín að vita, sem lögfræðingur. Flugstjóri sem brotlendir flugvél vegna handvammar missir að öllum líkindum vinnu sína, lifi hann slysið af. Gerðar hafa verið margar tilraunir af hálfu alþingis, í lögum, að færa eftirlit með dýravernd á milli ýmissa stofnana og ætíð hefur sama staða komið upp. Eftirlitið stendur ekki undir nafni og dýr þjást. Allar tilraunir til betrumbóta hafa mistekist. Ábendingar um praktískar lausnir í þessum efnum hefur alþingi ekki hlustað á og gagnrýni um hvað má betur fara taka eftirlitsstofnanir á Íslandi almennt ekki alvarlega, að því er virðist. Yfirmenn líta á slíkt, sem persónulega árás og snúast til varnar. Erlendis og þar sem siðuð stjórnmál eru stunduð yrðu yfirmenn, sem gerst hafa sekir um alvarlega handvömm og leitt hefur af sér illa meðferð dýra, látnir taka pokann sinn. Ekki á Íslandi.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun