Sharapova snýr aftur eftir lyfjabannið: „Komin með dagvinnuna mína aftur“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. mars 2017 08:00 Maria Sharapova kemur til baka í apríl. vísir/getty Rússneska tennisdrottningin Maria Sharapova sem dæmd var í tveggja ára bann vegna lyfjamisnotkunar í júní á síðasta ári snýr aftur á völlinn í lok mánaðar þegar hún keppir á Porsche Grand Prix-mótinu. Sharapova, sem hefur fimm sinnum unnið risamót á ferlinum, fékk svokallað „wildcard“-sæti á mótinu þar sem hún vann sér augljóslega ekki inn sæti. Lyfjabann hennar tekur ekki enda fyrr en 26. apríl. Mótið sjálft hefst 24. apríl en hún má ekki mæta á svæðið fyrr en hún á sjálf leik tveimur dögum síðar vegna bannsins. Það var upphaflega tvö ár en íþróttadómstóllinn stytti bannið. Hún hefur í heildina verið frá keppni í fimmtán mánuði. „Ég er komin með dagvinnuna mína aftur. Það er frábært. Ég er búin að æfa mikið síðustu mánuði,“ segir Sharapova sem spilaði síðast á opna ástralska meistaramótinu í fyrra en þar féll hún á lyfjaprófi. Lyfið Meldóníum fannst í sýni Sharapovu en hún var búin að nota það í mörg ár. Sú rússneska sagðist ekki vita að því hefði verið bætt á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins í byrjun árs 2016. Það var vegna þess sem íþróttadómstóllinn stytti bannið hennar en þar fannst mönnum að hún hefði ekki verið að misnota Meldóníum viljandi. „Ég barðist svo hart fyrir sannleikanum. Þið getið ekki ímyndað ykkur hvernig það er að missa eitthvað sem þið hafið elskað svona lengi,“ segir Maria Sharapova sem er einnig með „wildcard“-sæti á mót í Madríd og Róm í maí. Tennis Tengdar fréttir Bann Sharapovu stytt Íþróttadómstóllinn í Sviss hefur tekið fyrir mál tenniskonunnar Mariu Sharapovu og úrskurðaði í dag. 4. október 2016 13:32 Sharapova í Ólympíuliði Rússa Maria Sharapova hefur verið valin í tennislið Rússa á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst þrátt fyrir að hún sé í keppnisbanni vegna lyfjamisferlis. 26. maí 2016 18:45 Sharapova ætlar að spila aftur eftir lyfjabannið Mun taka þátt í móti í Stuttgart í apríl næstkomandi. 10. janúar 2017 13:00 Sharapova dæmd í tveggja ára bann Rússneska tennisstjarnan Maria Sharapova hefur verið dæmd í tveggja ára keppnisbann af Alþjóðatennissambandinu eftir að hún féll á lyfjaprófi. 8. júní 2016 15:17 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Hitað upp fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Sjá meira
Rússneska tennisdrottningin Maria Sharapova sem dæmd var í tveggja ára bann vegna lyfjamisnotkunar í júní á síðasta ári snýr aftur á völlinn í lok mánaðar þegar hún keppir á Porsche Grand Prix-mótinu. Sharapova, sem hefur fimm sinnum unnið risamót á ferlinum, fékk svokallað „wildcard“-sæti á mótinu þar sem hún vann sér augljóslega ekki inn sæti. Lyfjabann hennar tekur ekki enda fyrr en 26. apríl. Mótið sjálft hefst 24. apríl en hún má ekki mæta á svæðið fyrr en hún á sjálf leik tveimur dögum síðar vegna bannsins. Það var upphaflega tvö ár en íþróttadómstóllinn stytti bannið. Hún hefur í heildina verið frá keppni í fimmtán mánuði. „Ég er komin með dagvinnuna mína aftur. Það er frábært. Ég er búin að æfa mikið síðustu mánuði,“ segir Sharapova sem spilaði síðast á opna ástralska meistaramótinu í fyrra en þar féll hún á lyfjaprófi. Lyfið Meldóníum fannst í sýni Sharapovu en hún var búin að nota það í mörg ár. Sú rússneska sagðist ekki vita að því hefði verið bætt á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins í byrjun árs 2016. Það var vegna þess sem íþróttadómstóllinn stytti bannið hennar en þar fannst mönnum að hún hefði ekki verið að misnota Meldóníum viljandi. „Ég barðist svo hart fyrir sannleikanum. Þið getið ekki ímyndað ykkur hvernig það er að missa eitthvað sem þið hafið elskað svona lengi,“ segir Maria Sharapova sem er einnig með „wildcard“-sæti á mót í Madríd og Róm í maí.
Tennis Tengdar fréttir Bann Sharapovu stytt Íþróttadómstóllinn í Sviss hefur tekið fyrir mál tenniskonunnar Mariu Sharapovu og úrskurðaði í dag. 4. október 2016 13:32 Sharapova í Ólympíuliði Rússa Maria Sharapova hefur verið valin í tennislið Rússa á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst þrátt fyrir að hún sé í keppnisbanni vegna lyfjamisferlis. 26. maí 2016 18:45 Sharapova ætlar að spila aftur eftir lyfjabannið Mun taka þátt í móti í Stuttgart í apríl næstkomandi. 10. janúar 2017 13:00 Sharapova dæmd í tveggja ára bann Rússneska tennisstjarnan Maria Sharapova hefur verið dæmd í tveggja ára keppnisbann af Alþjóðatennissambandinu eftir að hún féll á lyfjaprófi. 8. júní 2016 15:17 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Hitað upp fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Sjá meira
Bann Sharapovu stytt Íþróttadómstóllinn í Sviss hefur tekið fyrir mál tenniskonunnar Mariu Sharapovu og úrskurðaði í dag. 4. október 2016 13:32
Sharapova í Ólympíuliði Rússa Maria Sharapova hefur verið valin í tennislið Rússa á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst þrátt fyrir að hún sé í keppnisbanni vegna lyfjamisferlis. 26. maí 2016 18:45
Sharapova ætlar að spila aftur eftir lyfjabannið Mun taka þátt í móti í Stuttgart í apríl næstkomandi. 10. janúar 2017 13:00
Sharapova dæmd í tveggja ára bann Rússneska tennisstjarnan Maria Sharapova hefur verið dæmd í tveggja ára keppnisbann af Alþjóðatennissambandinu eftir að hún féll á lyfjaprófi. 8. júní 2016 15:17