Fertugur Brady vill spila í sex til sjö ár í viðbót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2017 11:00 Tom Brady. Vísir/Getty Það gæti varla verið betri tími fyrir Tom Brady að leggja skóna á hilluna en núna. Hann er orðinn fertugur, hefur unnið allt á ferlinum og það mörgum sinnum en síðasta en ekki síst þá varð hann í febrúar NFL-meistari í fimmta sinn eftir ótrúlega og sögulega endurkomu í Super Bowl. Einn maður er algjörlega ósammála þessu og það er Tom Brady sjálfur. Það dugar ekki einu sinni að eiginkonan hafi grátbeðið hann mörgum sinnum um að segja þetta gott. Hann tímir ekki að hætta. Eigandi New England Patriots sagði frá því í viðtali við ESPN í gær að Tom Brady ætli ekki að spila í eitt til tvö ár í viðbót heldur er hann að tala um að spila þangað til að hann er 46 eða 47 ára. „Síðast fyrir tveimur til þremur dögum þá fullvissaði hann mig um það að hann væri tilbúinn að spila í sex til sjö ár í viðbót og að hann gæti á þessum tíma spilað jafnvel og hann er að gera í dag,“ sagði Robert Kraft, eigandi New England Patriots, þegar hann hitti fjölmiðla á árlegum ársfundi eiganda NFL-deildarinnar. „Það er enginn sem er ánægðari við að heyra þetta en ég og síðan stuðningsmenn okkar,“ bætti Kraft við. Tom Brady er að fara að hefja sitt átjánda tímabil í NFL-deildinni næsta haust. Hann heldur upp á fertugsafmælið sitt 3. ágúst næstkomandi. Jason Hanson, fyrrum sparkari Detroit Lions, á metið yfir flest tímabil með einu liði eða 21. Brady myndi slá það met léttilega næði hann fyrrnefndum markmiðum sínum auk þess að bæta öll möguleg met hjá leikstjórnendum. Tom Brady hugsar ótrúlega vel um sig, bæði hvað varðar matarræði, lífstíl og æfingar. Kraft sagði meðal annars frá því að Brady væri á fullu að æfa í dag nú þegar fimm mánuðir eru í að tímabilið hefjist. NFL Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Það gæti varla verið betri tími fyrir Tom Brady að leggja skóna á hilluna en núna. Hann er orðinn fertugur, hefur unnið allt á ferlinum og það mörgum sinnum en síðasta en ekki síst þá varð hann í febrúar NFL-meistari í fimmta sinn eftir ótrúlega og sögulega endurkomu í Super Bowl. Einn maður er algjörlega ósammála þessu og það er Tom Brady sjálfur. Það dugar ekki einu sinni að eiginkonan hafi grátbeðið hann mörgum sinnum um að segja þetta gott. Hann tímir ekki að hætta. Eigandi New England Patriots sagði frá því í viðtali við ESPN í gær að Tom Brady ætli ekki að spila í eitt til tvö ár í viðbót heldur er hann að tala um að spila þangað til að hann er 46 eða 47 ára. „Síðast fyrir tveimur til þremur dögum þá fullvissaði hann mig um það að hann væri tilbúinn að spila í sex til sjö ár í viðbót og að hann gæti á þessum tíma spilað jafnvel og hann er að gera í dag,“ sagði Robert Kraft, eigandi New England Patriots, þegar hann hitti fjölmiðla á árlegum ársfundi eiganda NFL-deildarinnar. „Það er enginn sem er ánægðari við að heyra þetta en ég og síðan stuðningsmenn okkar,“ bætti Kraft við. Tom Brady er að fara að hefja sitt átjánda tímabil í NFL-deildinni næsta haust. Hann heldur upp á fertugsafmælið sitt 3. ágúst næstkomandi. Jason Hanson, fyrrum sparkari Detroit Lions, á metið yfir flest tímabil með einu liði eða 21. Brady myndi slá það met léttilega næði hann fyrrnefndum markmiðum sínum auk þess að bæta öll möguleg met hjá leikstjórnendum. Tom Brady hugsar ótrúlega vel um sig, bæði hvað varðar matarræði, lífstíl og æfingar. Kraft sagði meðal annars frá því að Brady væri á fullu að æfa í dag nú þegar fimm mánuðir eru í að tímabilið hefjist.
NFL Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum