Raj reynir að bjarga tennisvöllunum í Víkinni: Vilja sjá starfið byggt upp en ekki rifið niður Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2017 09:45 Raj með syni sínum Rafni Kumar á sólríkum degi í Víkinni. vísir/gva Raj K. Bonifacius, þrefaldur Íslandsmeistari í tvíliðaleik í tennis og aðalmaðurinn á bakvið tennisdeild Víkings, reynir nú hvað hann getur að bjarga tennisvöllunum í Víkinni. Aðalstjórn Víkings hefur tekið ákvörðun um að láta fjarlægja tennisvellina úr Víkinni í vor en þeir voru byggðir fyrir 31 ári. Raj kallar eftir aðstoð vefnum Betri Reykjavík þar sem hann vekur athygli á málinu. „Vil vekja athygli íþróttaáhugamanna á ákvörðun aðalstjórnar Víkings að láta fjarlægja tennisvellina úr Víkinni núna í vor. Þessir vellir voru upphaflega byggðir af íbúum hverfisins og tennisáhugamönnum fyrir 31 ári. Þeir eru bæði partur af sögu hverfisins og stór hluti af sögu og þróun tennis hérlendis. Tennisdeild Víkings vonar auðvitað að þessi ákvörðun verði breytt og að aðstaða til tennisiðkunar þarna verði bætt,“ segir á betrireykjavik.is. Vefurinn virkar þannig að hver sem er getur skrifað rök með og rök á móti. Þegar þessi frétt er skrifuð eru komin ellefu rök með því að halda völlunum en engin á móti. „Fyrirmyndar hverfisfélög bjóða upp á fjölbreytt úrval íþrótta. Það er markmið tennsideildar Víkings núna í vor að efla grasrótarstarfsemi [...] Tennisdeild Víkings vill taka virkan þátt í þessum verkefnum ásamt okkar hefðbundna sumarstarfi en okkur vantar aðstöðu,“ segir Raj og fleiri eru sammála honum. „Það er virkilega miður að sjá og heyra af þessari ákvörðun stjórnar Víkings,“ skrifar Bryndís Björnsdóttir. „Í fjölmörg ár hefur legið gullið tækifæri fyrir félagið að styrkja deildina innan Víkings [...] Tennisklúbburinn var mjög vel nýttur á sínum fyrstu árum þegar vellirnir voru í góðu ástandi og hefði klárlega getað verið svo áfram. Myndi vilja sjá starfið byggt upp frekar en rifið niður.“ Brynjar Már Karlsson bendir svo á að tennisvellirnir í Víkinni eru næst síðustu vellirnir sem eftir eru í höfuðborginni og engin áform eru um að byggja nýja. „Þetta er skammarlegt og á sama tíma hneykslanlegt að hugsa til þess að öll tennisiðkun Reykvíkinga skuli fara fram í Kópavogi.“ Tennis Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira
Raj K. Bonifacius, þrefaldur Íslandsmeistari í tvíliðaleik í tennis og aðalmaðurinn á bakvið tennisdeild Víkings, reynir nú hvað hann getur að bjarga tennisvöllunum í Víkinni. Aðalstjórn Víkings hefur tekið ákvörðun um að láta fjarlægja tennisvellina úr Víkinni í vor en þeir voru byggðir fyrir 31 ári. Raj kallar eftir aðstoð vefnum Betri Reykjavík þar sem hann vekur athygli á málinu. „Vil vekja athygli íþróttaáhugamanna á ákvörðun aðalstjórnar Víkings að láta fjarlægja tennisvellina úr Víkinni núna í vor. Þessir vellir voru upphaflega byggðir af íbúum hverfisins og tennisáhugamönnum fyrir 31 ári. Þeir eru bæði partur af sögu hverfisins og stór hluti af sögu og þróun tennis hérlendis. Tennisdeild Víkings vonar auðvitað að þessi ákvörðun verði breytt og að aðstaða til tennisiðkunar þarna verði bætt,“ segir á betrireykjavik.is. Vefurinn virkar þannig að hver sem er getur skrifað rök með og rök á móti. Þegar þessi frétt er skrifuð eru komin ellefu rök með því að halda völlunum en engin á móti. „Fyrirmyndar hverfisfélög bjóða upp á fjölbreytt úrval íþrótta. Það er markmið tennsideildar Víkings núna í vor að efla grasrótarstarfsemi [...] Tennisdeild Víkings vill taka virkan þátt í þessum verkefnum ásamt okkar hefðbundna sumarstarfi en okkur vantar aðstöðu,“ segir Raj og fleiri eru sammála honum. „Það er virkilega miður að sjá og heyra af þessari ákvörðun stjórnar Víkings,“ skrifar Bryndís Björnsdóttir. „Í fjölmörg ár hefur legið gullið tækifæri fyrir félagið að styrkja deildina innan Víkings [...] Tennisklúbburinn var mjög vel nýttur á sínum fyrstu árum þegar vellirnir voru í góðu ástandi og hefði klárlega getað verið svo áfram. Myndi vilja sjá starfið byggt upp frekar en rifið niður.“ Brynjar Már Karlsson bendir svo á að tennisvellirnir í Víkinni eru næst síðustu vellirnir sem eftir eru í höfuðborginni og engin áform eru um að byggja nýja. „Þetta er skammarlegt og á sama tíma hneykslanlegt að hugsa til þess að öll tennisiðkun Reykvíkinga skuli fara fram í Kópavogi.“
Tennis Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira