Hollendingar steinlágu í Búlgaríu | Níu Grikkir náðu stigi í Brussel 25. mars 2017 21:45 Arjen Robben, leikmaður Hollands. vísir/getty Vonir hollenska landsliðsins um sæti á Heimsmeistaramótinu virðast vera að hverfa hægt og bítandi eftir óvænt 0-2 tap gegn Búlgaríu í kvöld en eftir leiki kvöldsins er Holland sex stigum á eftir toppliði Frakklands. Flestir áttu eflaust von á nokkuð öruggum sigri Hollendinga í kvöld en Spas Delev kom Búlgaríu yfir á 5. mínútu og fimmtán mínútum síðar var hann búinn að bæta við öðru marki. Danny Blind, þjálfari hollenska liðsins, reyndi að hreyfa við liðinu og koma sínum mönnum stað en án árangurs og fögnuðu Búlgarar því óvæntum sigri að leik loknum. Nágrannar Hollendinga í Belgíu áttu ekki betra kvöld en þeir þurftu að sætta sig við stig á heimavelli gegn Grikklandi þrátt fyrir að gríska liðið hafi fengið tvö rauð spjöld í leiknum. Konstantinos Mitroglou kom Grikklandi óvænt yfir með fyrstu marktilraun Grikkja í leiknum í upphafi seinni hálfleiks en hálftíma fyrir leikslok fékk Panagiotis Tachtsidis sitt annað gula spjald og léku Grikkirnir því manni færri það sem eftir lifði leiks. Romelu Lukaku jafnaði metin á 89. mínútu en í uppbótartíma var Georgios Tzavellas vikið af velli með seinna gula spjald sitt og voru gestirnir því aðeins níu síðustu mínútu leiksins. Það kom ekki að sök þar sem dómari leiksins sem hafði í nógu að snúast flautaði leikinn af stuttu síðar. Þá vann Frakkland 3-1 sigur á Lúxemborg á útivelli en Aurelien Joachim náði óvænt að jafna metin á 31. mínútu eftir að Olivier Giroud kom Frakklandi yfir. Antonio Griezmann kom Frökkum yfir á nýjan leik af vítapunktinum á 37. mínútu en Giroud innsiglaði sigurinn korteri fyrir leikslok með þriðja marki Frakklands.Úrslit kvöldsins: Belgía 1-1 Grikkland Búlgaría 2-0 Holland Lúxemborg 1-3 Frakkland Portúgal 3-0 Ungverjaland HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Vonir hollenska landsliðsins um sæti á Heimsmeistaramótinu virðast vera að hverfa hægt og bítandi eftir óvænt 0-2 tap gegn Búlgaríu í kvöld en eftir leiki kvöldsins er Holland sex stigum á eftir toppliði Frakklands. Flestir áttu eflaust von á nokkuð öruggum sigri Hollendinga í kvöld en Spas Delev kom Búlgaríu yfir á 5. mínútu og fimmtán mínútum síðar var hann búinn að bæta við öðru marki. Danny Blind, þjálfari hollenska liðsins, reyndi að hreyfa við liðinu og koma sínum mönnum stað en án árangurs og fögnuðu Búlgarar því óvæntum sigri að leik loknum. Nágrannar Hollendinga í Belgíu áttu ekki betra kvöld en þeir þurftu að sætta sig við stig á heimavelli gegn Grikklandi þrátt fyrir að gríska liðið hafi fengið tvö rauð spjöld í leiknum. Konstantinos Mitroglou kom Grikklandi óvænt yfir með fyrstu marktilraun Grikkja í leiknum í upphafi seinni hálfleiks en hálftíma fyrir leikslok fékk Panagiotis Tachtsidis sitt annað gula spjald og léku Grikkirnir því manni færri það sem eftir lifði leiks. Romelu Lukaku jafnaði metin á 89. mínútu en í uppbótartíma var Georgios Tzavellas vikið af velli með seinna gula spjald sitt og voru gestirnir því aðeins níu síðustu mínútu leiksins. Það kom ekki að sök þar sem dómari leiksins sem hafði í nógu að snúast flautaði leikinn af stuttu síðar. Þá vann Frakkland 3-1 sigur á Lúxemborg á útivelli en Aurelien Joachim náði óvænt að jafna metin á 31. mínútu eftir að Olivier Giroud kom Frakklandi yfir. Antonio Griezmann kom Frökkum yfir á nýjan leik af vítapunktinum á 37. mínútu en Giroud innsiglaði sigurinn korteri fyrir leikslok með þriðja marki Frakklands.Úrslit kvöldsins: Belgía 1-1 Grikkland Búlgaría 2-0 Holland Lúxemborg 1-3 Frakkland Portúgal 3-0 Ungverjaland
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira