Landsliðsmenn Kósóvó eiga landsleiki með sjö mismunandi þjóðum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2017 18:00 Slegið á létta strengi á æfingu landsliðs Kósóvó í gær. Vísir/EPA Innan við ár er síðan að Kósóvó fékk fulla inngöngu í Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, og þar með heimild til að taka þátt í alþjóðlegum keppnum. Kósóvó mætir Íslandi í undankeppni HM 2018 í kvöld og fer leikurinn fram í nágrannalandinu Albaníu. Stríðið á Balkansskaganum og langverandi átök í Kósóvó gerðu það að verkum að mikill fólksflótti var frá svæðinu til annarra landa í Evrópu. Af þeim sökum eru víða ungir knattspyrnumenn sem ólust að stærstum hluta í öðrum löndum að heiðra gamla föðurlandið með því að spila fyrir landslið Kósóvó. Fjölþjóðlegur bakgrunnur 23 manna leikmannahóps Kósóvó fyrir leikinn gegn Íslandi í kvöld blasir við þegar hópurinn er skoðaður. Alls eiga átján leikmenn í hópnum landsleiki, ýmist A-landsleiki eða með yngri landsliðum, með samtals sjö öðrum þjóðum. Sjá einnig: Framherjinn frá Schalke kominn með leikheimild og má spila á móti Íslandi í kvöld Þar af eru átta sem hafa leikið með A-landsliðum annarra landa en flestir þeirra hafa spilað með Albaníu enda tengsl þessara tveggja landa afar náin. Margir íbúar Kósóvó líta raunar enn þann daginn í dag á landslið Albaníu sem þeirra eigið landslið og fjölmargir leikmenn albanska liðsins fæddust í Kósóvó eða eiga foreldra sem eru þaðan. Þó eru sumir í núverandi landsliðshópi Kósóvó sem ákváðu að sækja um leikheimild með hinu nýja landsliði þegar það var sett á laggirnar. Meðal þeirra má nefna markvörðinn Samir Ujkani, sem einnig er fyrirliði Kósóvó, varnarmennina Amir Rrahmani og Fidan Aliti, miðjumanninn Milot Rashica og sóknarmanninn Besart Berisha. Hér fyrir neðan má sjá þá leikmenn Kósóvó sem eiga landsleiki að baki með öðrum þjóðum.Markverðir: Samir Ujkani (Albanía A, U21) Adis Nurković (Bosnía A, U21)Varnarmenn: Fanol Përdedaj (Þýskaland U21) Leart Paqarada (Þýskaland U21, Albanía U21) Amir Rrahmani (Albanía A, U21) Fidan Aliti (Albanía A) Mërgim Vojvoda (Albanía U21)Miðjumenn: Valon Berisha (Noregur A, U15-23) Bersant Celina (Noregur U15-21) Milot Rashica (Albanía A, U17-21) Herolind Shala (Noregur U17-21, Albanía A, U21) Arber Zeneli (Svíþjóð U17-21) Hekuran Kryeziu (Sviss U17-21)Framherjar: Vedat Muriqi (Albanía U21) Elba Rashani (Noregur U17-21) Besart Berisha (Albanía A) Atdhe Nuhiu (Austurríki U19-21) Donis Avdijaj (Þýskaland U16-19) HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Sjá meira
Innan við ár er síðan að Kósóvó fékk fulla inngöngu í Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, og þar með heimild til að taka þátt í alþjóðlegum keppnum. Kósóvó mætir Íslandi í undankeppni HM 2018 í kvöld og fer leikurinn fram í nágrannalandinu Albaníu. Stríðið á Balkansskaganum og langverandi átök í Kósóvó gerðu það að verkum að mikill fólksflótti var frá svæðinu til annarra landa í Evrópu. Af þeim sökum eru víða ungir knattspyrnumenn sem ólust að stærstum hluta í öðrum löndum að heiðra gamla föðurlandið með því að spila fyrir landslið Kósóvó. Fjölþjóðlegur bakgrunnur 23 manna leikmannahóps Kósóvó fyrir leikinn gegn Íslandi í kvöld blasir við þegar hópurinn er skoðaður. Alls eiga átján leikmenn í hópnum landsleiki, ýmist A-landsleiki eða með yngri landsliðum, með samtals sjö öðrum þjóðum. Sjá einnig: Framherjinn frá Schalke kominn með leikheimild og má spila á móti Íslandi í kvöld Þar af eru átta sem hafa leikið með A-landsliðum annarra landa en flestir þeirra hafa spilað með Albaníu enda tengsl þessara tveggja landa afar náin. Margir íbúar Kósóvó líta raunar enn þann daginn í dag á landslið Albaníu sem þeirra eigið landslið og fjölmargir leikmenn albanska liðsins fæddust í Kósóvó eða eiga foreldra sem eru þaðan. Þó eru sumir í núverandi landsliðshópi Kósóvó sem ákváðu að sækja um leikheimild með hinu nýja landsliði þegar það var sett á laggirnar. Meðal þeirra má nefna markvörðinn Samir Ujkani, sem einnig er fyrirliði Kósóvó, varnarmennina Amir Rrahmani og Fidan Aliti, miðjumanninn Milot Rashica og sóknarmanninn Besart Berisha. Hér fyrir neðan má sjá þá leikmenn Kósóvó sem eiga landsleiki að baki með öðrum þjóðum.Markverðir: Samir Ujkani (Albanía A, U21) Adis Nurković (Bosnía A, U21)Varnarmenn: Fanol Përdedaj (Þýskaland U21) Leart Paqarada (Þýskaland U21, Albanía U21) Amir Rrahmani (Albanía A, U21) Fidan Aliti (Albanía A) Mërgim Vojvoda (Albanía U21)Miðjumenn: Valon Berisha (Noregur A, U15-23) Bersant Celina (Noregur U15-21) Milot Rashica (Albanía A, U17-21) Herolind Shala (Noregur U17-21, Albanía A, U21) Arber Zeneli (Svíþjóð U17-21) Hekuran Kryeziu (Sviss U17-21)Framherjar: Vedat Muriqi (Albanía U21) Elba Rashani (Noregur U17-21) Besart Berisha (Albanía A) Atdhe Nuhiu (Austurríki U19-21) Donis Avdijaj (Þýskaland U16-19)
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Sjá meira