Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum í Ástralíu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 24. mars 2017 17:00 Lewis Hamilton sýndi að hann og Mercedes liðið unnu heimavinnuna sína í vetur. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrstu æfingum tímabilsins sem fram fór í Ástralíu í nótt. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar á fyrri æfingunni og Sebastian Vettel á Ferrari varð annar á seinni æfingunni.Fyrri æfingin Hamilton hafði rúmlega hálfa sekúndu í forskot á restina af ökumönnunum. Hamilton og Bottas notuðu mýkstu dekkjagerðina sem er últra-mjúk þessa helgina. Aðrir settu sína hröðustu tíma almennt á ofur-mjúku dekkjunum sem eru ögn hægari. Munurinn er því ekki alveg eins gapandi og við fyrstu sín. Heimamaðurinn, Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji á fyrri æfingunni. tveimur þriðju úr sekúndu hægari en Hamilton. Jolyon Palmer á Renault var mikið í bílskúrnum á fyrri æfingunni. Gírkassinn var að valda vandræðum. Lukka breska ökumannsins breyttist lítið á seinni æfingunni.Sebastian Vettel og Ferrari klæjar eflaust í kollvikin yfir hraða Mercedes liðsins.Vísir/GettySeinni æfingin Vettel skipti Mercedes ökumönnunum í tvennt. Hamilton fljótastur og Bottas þriðji. Kimi Raikkonen var fjórði á Ferrari. Þar á eftir komu Red Bull ökumennirnir. Tími Hamilton á seinni æfingunni; 1.23:620 er innan við einum tíunda úr sekúndu hægari en besti tíminn á Albert Park brautinni. Vettel á besta tímann síðan 2011. Það er met sem verður að öllum líkindum slegið í tímatökunni á morgun, að því gefnu að það verðu þurrt. Romain Grosjean varð áttundi á Haas bílnum á seinni æfingunni líkt og þeirri fyrri. Palmer missti stjórn á bílnum í síðustu beygjunni fyrir ráskaflann og skall á varnarvegg. Æfingin var stöðvuð tímabundið á meðan brautin var hreinsuð. Max Verstappen tók upp á því að slá grasið í kringum brautina og skemmdi gólfið í bílnum með garðyrkjustörfunum. Hann þurfti því að vera í bílskúr Red Bull liðsins lengi og tókst ekki að fara nema átta hringi. Fernando Alonso á McLaren veitti stuðningsmönum liðsins smá vonarglætu með því að ná 12. besta tímanum og hann ók 19 hringi. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 5:50 í fyrramálið og keppnin verður í beinni útsendingu frá klukkan 4:30 á sunnudagsmorgun í leiftrandi háskerpu á Stöð 2 Sport. Tryggðu þér áskrift á 365.is.Hér að neðan má sjá gagnvirkt brautarkort þar sem finna má öll helstu úrslit helgarinnar. Formúla Tengdar fréttir Rúnar og Kristján Einar við kristalkúluna Formúlu 1-sérfræðingar Stöðvar 2 Sport; Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson stilltu upp kristalkúlunni og spáðu fyrir um úrslit á Formúlu 1 tímabilinu sem hefst í Ástralíu um helgina. 24. mars 2017 12:00 Hamilton: Ferrari bíllinn fljótastur Þrefaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn og ökumaður Mercedes liðsins, Lewis Hamilton segir að Ferrari bíllinn sé sá fljótasti um þessar mundir. 24. mars 2017 08:30 Ferrari sýnir klærnar og fær heimsmeistara Nýtt tímabil í Formúlu 1 hefst snemma á sunnudagsmorgun þegar mikið breyttir bílarnir verða ræstir í Ástralíu. Gríðarlegar breytingar boða spennandi keppni. Sérfræðingur Stöðvar 2 Sport spáir endurkomu Ferrari á þessu ári. 24. mars 2017 06:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrstu æfingum tímabilsins sem fram fór í Ástralíu í nótt. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar á fyrri æfingunni og Sebastian Vettel á Ferrari varð annar á seinni æfingunni.Fyrri æfingin Hamilton hafði rúmlega hálfa sekúndu í forskot á restina af ökumönnunum. Hamilton og Bottas notuðu mýkstu dekkjagerðina sem er últra-mjúk þessa helgina. Aðrir settu sína hröðustu tíma almennt á ofur-mjúku dekkjunum sem eru ögn hægari. Munurinn er því ekki alveg eins gapandi og við fyrstu sín. Heimamaðurinn, Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji á fyrri æfingunni. tveimur þriðju úr sekúndu hægari en Hamilton. Jolyon Palmer á Renault var mikið í bílskúrnum á fyrri æfingunni. Gírkassinn var að valda vandræðum. Lukka breska ökumannsins breyttist lítið á seinni æfingunni.Sebastian Vettel og Ferrari klæjar eflaust í kollvikin yfir hraða Mercedes liðsins.Vísir/GettySeinni æfingin Vettel skipti Mercedes ökumönnunum í tvennt. Hamilton fljótastur og Bottas þriðji. Kimi Raikkonen var fjórði á Ferrari. Þar á eftir komu Red Bull ökumennirnir. Tími Hamilton á seinni æfingunni; 1.23:620 er innan við einum tíunda úr sekúndu hægari en besti tíminn á Albert Park brautinni. Vettel á besta tímann síðan 2011. Það er met sem verður að öllum líkindum slegið í tímatökunni á morgun, að því gefnu að það verðu þurrt. Romain Grosjean varð áttundi á Haas bílnum á seinni æfingunni líkt og þeirri fyrri. Palmer missti stjórn á bílnum í síðustu beygjunni fyrir ráskaflann og skall á varnarvegg. Æfingin var stöðvuð tímabundið á meðan brautin var hreinsuð. Max Verstappen tók upp á því að slá grasið í kringum brautina og skemmdi gólfið í bílnum með garðyrkjustörfunum. Hann þurfti því að vera í bílskúr Red Bull liðsins lengi og tókst ekki að fara nema átta hringi. Fernando Alonso á McLaren veitti stuðningsmönum liðsins smá vonarglætu með því að ná 12. besta tímanum og hann ók 19 hringi. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 5:50 í fyrramálið og keppnin verður í beinni útsendingu frá klukkan 4:30 á sunnudagsmorgun í leiftrandi háskerpu á Stöð 2 Sport. Tryggðu þér áskrift á 365.is.Hér að neðan má sjá gagnvirkt brautarkort þar sem finna má öll helstu úrslit helgarinnar.
Formúla Tengdar fréttir Rúnar og Kristján Einar við kristalkúluna Formúlu 1-sérfræðingar Stöðvar 2 Sport; Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson stilltu upp kristalkúlunni og spáðu fyrir um úrslit á Formúlu 1 tímabilinu sem hefst í Ástralíu um helgina. 24. mars 2017 12:00 Hamilton: Ferrari bíllinn fljótastur Þrefaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn og ökumaður Mercedes liðsins, Lewis Hamilton segir að Ferrari bíllinn sé sá fljótasti um þessar mundir. 24. mars 2017 08:30 Ferrari sýnir klærnar og fær heimsmeistara Nýtt tímabil í Formúlu 1 hefst snemma á sunnudagsmorgun þegar mikið breyttir bílarnir verða ræstir í Ástralíu. Gríðarlegar breytingar boða spennandi keppni. Sérfræðingur Stöðvar 2 Sport spáir endurkomu Ferrari á þessu ári. 24. mars 2017 06:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Rúnar og Kristján Einar við kristalkúluna Formúlu 1-sérfræðingar Stöðvar 2 Sport; Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson stilltu upp kristalkúlunni og spáðu fyrir um úrslit á Formúlu 1 tímabilinu sem hefst í Ástralíu um helgina. 24. mars 2017 12:00
Hamilton: Ferrari bíllinn fljótastur Þrefaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn og ökumaður Mercedes liðsins, Lewis Hamilton segir að Ferrari bíllinn sé sá fljótasti um þessar mundir. 24. mars 2017 08:30
Ferrari sýnir klærnar og fær heimsmeistara Nýtt tímabil í Formúlu 1 hefst snemma á sunnudagsmorgun þegar mikið breyttir bílarnir verða ræstir í Ástralíu. Gríðarlegar breytingar boða spennandi keppni. Sérfræðingur Stöðvar 2 Sport spáir endurkomu Ferrari á þessu ári. 24. mars 2017 06:00