Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 83-73 | Stólarnir sendir í sumarfrí Daníel Rúnarsson í TM-höllinni í Keflavík skrifar 24. mars 2017 21:30 Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar eru komnir í undanúrslit. vísir/ernir Keflavík er komið í undanúrslitin í úrslitakeppni Dominos-deildar karla eftir tíu stiga sigur á Tindastóli í kvöld. Keflavík vann því rimmu liðanna, 3-1. Stólarnir pökkuðu Keflvíkingum saman í síðasta leik en heimamenn ætluðu ekki að láta það endurtaka sig. Þeir leiddu nánast frá upphafi og unnu sanngjarnan sigur. Keflvíska hraðlestin var ræst fyrir leik og kom á fullu stími inn í leikinn. Með frábæru framlagi frá hinum unga Magnúsi Má Traustasyni tókst strákunum hans Friðriks Inga að byggja upp forystu sem má segja að hafi dugað þeim út leikinn. Gestirnir að norðan voru þó aldrei langt á eftir en það tekur á að elta öflugt lið eins og Keflavík. Stólarnir náðu að jafna leikinn nokkrum sinnum en komust aldrei yfir. Heimamenn komu af jafn miklum þunga og hraða inn í þriðja leikhluta og þeir hófu leikinn og má segja að þessi tvö áhlaup þeirra hafi verið afar taktísk hjá þjálfaranum og skópu í raun sigurinn. Leikurinn var afar harður og baráttan í fyrirrúmi. Ekki er víst að orð Séra Friðriks séu áprentuð á búningsklefa liðanna því þau létu svo sannarlega kappið bera fegurðina ofurliði á löngum köflum. Þar fóru fremstir í flokki erlendu leikmenn liðanna, þeir Amin Stevens og Antonio Hester en þeir þurftu að hafa mikið fyrir hlutunum undir körfunni. En það er jú hluti af fegurðinni við úrslitakeppnina, þar má aðeins meira og harkan fer upp um nokkur stig. Það er því viðeigandi að liðið sem vann baráttuna hafi að launum uppskorið sigurinn og farmiðann vestur í bæ þar sem viðureign Keflavíkur og KR hefst í undanúrslitum deildarinnar.Af hverju vann Keflavík? Eins og áður sagði hafði Keflavík betur í baráttunni auk þess sem þeir fengu meira framlag frá minni spámönnum. Þar fór hinn ungi Magnús Már Traustason fremstur í flokki en drengurinn átti vafalaust leik lífs síns. Keflvíkingar gjörsigruðu síðan frákastabaráttuna með 50 fráköst gegn 33 fráköstum Tindastóls.Bestu menn vallarins? Eins og í fyrri leikjum þessarar viðureignar var baráttan á milli Antonio Hester, Tindastól, og Amin Stevens, Keflavík, gríðarleg enda tveir frábærir leikmenn þar á ferð. Amin Stevens skilaði 29 stigum og 23 fráköstum sem er algjörlega stórkostleg frammistaða. 23 stig og 12 fráköst Hester, sem er alls ekki slæmt, bliknar í samanburðinum. Það má svo ekki gleyma Magnúsi Má sem var aðeins tveimur stigum á eftir Stevens.Áhugaverð tölfræði Tröllatvenna Amin Stevens verðskuldar alla athygli en áhugaverðust er þó frammistaða Magnús Más sem skoraði 12 stig á fyrstu 7 mínútum leiksins. Hann lét ekki þar við sitja, endaði leikinn með 27 stig og 5 fráköst. Nýting Magnúsar var einnig til fyrirmyndar en hann setti niður 8 af 10 skotum sínum fyrir innan þriggja stiga línuna og 3 af 6 fyrir utan.Friðrik Ingi: Förum óttalausir gegn KRFriðrik Ingi, þjálfari Keflvíkinga, var að vonum afar ánægður með sigur sinna manna í kvöld og þá sérstaklega breytinguna á milli leikja, en Keflavík tapaði illa fyrir Tindastól í síðasta leik. "Varnarframlagið og varnarleikurinn var lengstum algjörlega til fyrirmydnar sem leyfði okkur að keyra svolítið á þá sem myndaði forskot sem varð til þess að þeir voru alltaf að elta okkur. Þó svo að þeir hafi náð að jafna þá fór mikil orka í það hjá þeim. Þetta var taktískt hjá okkur að stökkva svolítið hressilega af stað á þá í byrjun sem virkaði." sagði sigurreifur Friðrik Ingi í leikslok. Eins og áður hefur komið fram átti Magnús Már stórleik fyrir Keflavík í kvöld, átti þjálfarinn von á því? "Ég hef fylgst með Magga upp alla yngri flokkana, þjálfaði hann einn vetur í Njarðvík og veit alveg hvað býr í honum - eins og hann á kyn til, við erum jú náfrændur. Ef við spilum eins og lið, menn sætta sig við sitt hlutverk að þá getum við gert ýmislegt. Það getur einhver, eins og Maggi, skinið í dag og annar á morgun. Það er það sem góð lið þrífast á." Næst liggur leið Keflvíkinga vestur í bæ þar sem þrefaldir Íslandsmeistarar og tvöfaldir bikarmeistarar bíða spenntir. Eiga Keflvíkingar möguleika gegn því ógnarsterka liði? "Ef við gerum þetta saman þá erum við með lið sem getur gert ýmislegt. Við berum virðingu fyrir KR en förum óttalausir í viðureignina við þá en vitum að það verður erfitt. Við þurfum að vera ofboðslega grimmir og gefa ekki tommu eftir - þá eigum við möguleika." sagði Friðrik Ingi sem sagðist þó ekki vera kominn með sigurplanið gegn KR enda aðeins örfá andartök frá því að lokaflautið gall í erfiðri viðureign við Tindastól.Magnús Már: Leið eins og það færi allt ofan í Hinn 21 árs gamli var að öðrum ólöstuðum hetja Keflvíkinga í kvöld er hann skilaði 27 stigum og 5 fráköstum fyrir liðið. Var þetta hans besti leikur á ferlinum? "Já, ég myndi segja að þetta væri minn besti leikur á ferlinum. Mér leið eins og það myndi allt fara ofan í. Byrjaði á að setja tólf stig í fyrsta leikhluta og eftir það var þetta bara auðvelt. Við spiluðum mjög flotta vörn, bjuggum til forystu og héldum henni út leikinn. Það var samt gríðarlega erfitt enda eru þeir gríðarlega sterkir líkamlega, mjög erfitt að eiga við þá en við mættum þeim í þeirri baráttu í dag" En hvernig líst hinum unga leikmanni á að mæta stjörnuprýddu liði KR í næstu umferð? "Það verður gaman að mæta besta liði landsins. Við eigum alltaf séns á móti öllum liðum, ég hlakka bara til að spila þann leik." sagði Magnús Már af stóískri ró að leik loknum undir dynjandi lófataki öflugrar stuðningssveitar Keflvíkinga.Israel Martin: Við urðum undir í baráttunni Þjálfari Tindastóls var eðlilega ekki súr í bragði að leik loknum "Við töpuðum baráttunni, svo einfalt var það. Við vorum ekki nógu öflugir líkamlega. Sérstaklega í frákastabaráttunni, þeir fengu nánast alltaf annan séns í hverri sókn og það er erfitt að vinna þegar svo er." Leikurinn var afar harður og voru bæði lið á stundum afar ósátt við störf dómaranna. "Ég hef ekkert út á dómarana að setja. Dómararnir hafa staðið sig afar vel í þessari viðureign, ég ber mikla virðingu fyrir þeim og þeirra hlutverki í leiknum. Engar kvartanir." sagði heiðursmaðurinn Israel. Mikið var lagt í starf Tindastóls í vetur og augljóst að liðið og félagið í heild ætlaði sér lengra en 8 liða úrslit. "Við vildum fara lengra. En staðreyndin er sú að við töpuðum fyrir góðu Keflavíkur liði. Nú þurfum við bara að greina þetta tímabil og læra af því og gera betur á næsta tímabili. Ég verð áfram með liðið næsta vetur, er með samning út næsta tímabil."Pétur Rúnar: Veit ekki hvað ég geri næsta tímabil "Þetta er gríðarlega svekkjandi. Þeir voru bara sterkari líkamlega en við í kvöld. " sagði svekktur leikstjórnandi Tindastóls, Péturs að leik loknum Óvissa ríkir um framtíð Péturs hjá Tindastól en hann vildi ekki svara því hvar hann muni spila körfubolta næsta tímabil. "Við þurfum að skoða okkar mál í framhaldinu. Ég þarf líka að skoða mín mál. Ef ég á að vera hreinskilinn veit ég ekki hvort ég verði áfram fyrir norðan. Hvort ég fari í skóla eða geri eitthvað annað. Það verður bara að koma í ljós." Dominos-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Keflavík er komið í undanúrslitin í úrslitakeppni Dominos-deildar karla eftir tíu stiga sigur á Tindastóli í kvöld. Keflavík vann því rimmu liðanna, 3-1. Stólarnir pökkuðu Keflvíkingum saman í síðasta leik en heimamenn ætluðu ekki að láta það endurtaka sig. Þeir leiddu nánast frá upphafi og unnu sanngjarnan sigur. Keflvíska hraðlestin var ræst fyrir leik og kom á fullu stími inn í leikinn. Með frábæru framlagi frá hinum unga Magnúsi Má Traustasyni tókst strákunum hans Friðriks Inga að byggja upp forystu sem má segja að hafi dugað þeim út leikinn. Gestirnir að norðan voru þó aldrei langt á eftir en það tekur á að elta öflugt lið eins og Keflavík. Stólarnir náðu að jafna leikinn nokkrum sinnum en komust aldrei yfir. Heimamenn komu af jafn miklum þunga og hraða inn í þriðja leikhluta og þeir hófu leikinn og má segja að þessi tvö áhlaup þeirra hafi verið afar taktísk hjá þjálfaranum og skópu í raun sigurinn. Leikurinn var afar harður og baráttan í fyrirrúmi. Ekki er víst að orð Séra Friðriks séu áprentuð á búningsklefa liðanna því þau létu svo sannarlega kappið bera fegurðina ofurliði á löngum köflum. Þar fóru fremstir í flokki erlendu leikmenn liðanna, þeir Amin Stevens og Antonio Hester en þeir þurftu að hafa mikið fyrir hlutunum undir körfunni. En það er jú hluti af fegurðinni við úrslitakeppnina, þar má aðeins meira og harkan fer upp um nokkur stig. Það er því viðeigandi að liðið sem vann baráttuna hafi að launum uppskorið sigurinn og farmiðann vestur í bæ þar sem viðureign Keflavíkur og KR hefst í undanúrslitum deildarinnar.Af hverju vann Keflavík? Eins og áður sagði hafði Keflavík betur í baráttunni auk þess sem þeir fengu meira framlag frá minni spámönnum. Þar fór hinn ungi Magnús Már Traustason fremstur í flokki en drengurinn átti vafalaust leik lífs síns. Keflvíkingar gjörsigruðu síðan frákastabaráttuna með 50 fráköst gegn 33 fráköstum Tindastóls.Bestu menn vallarins? Eins og í fyrri leikjum þessarar viðureignar var baráttan á milli Antonio Hester, Tindastól, og Amin Stevens, Keflavík, gríðarleg enda tveir frábærir leikmenn þar á ferð. Amin Stevens skilaði 29 stigum og 23 fráköstum sem er algjörlega stórkostleg frammistaða. 23 stig og 12 fráköst Hester, sem er alls ekki slæmt, bliknar í samanburðinum. Það má svo ekki gleyma Magnúsi Má sem var aðeins tveimur stigum á eftir Stevens.Áhugaverð tölfræði Tröllatvenna Amin Stevens verðskuldar alla athygli en áhugaverðust er þó frammistaða Magnús Más sem skoraði 12 stig á fyrstu 7 mínútum leiksins. Hann lét ekki þar við sitja, endaði leikinn með 27 stig og 5 fráköst. Nýting Magnúsar var einnig til fyrirmyndar en hann setti niður 8 af 10 skotum sínum fyrir innan þriggja stiga línuna og 3 af 6 fyrir utan.Friðrik Ingi: Förum óttalausir gegn KRFriðrik Ingi, þjálfari Keflvíkinga, var að vonum afar ánægður með sigur sinna manna í kvöld og þá sérstaklega breytinguna á milli leikja, en Keflavík tapaði illa fyrir Tindastól í síðasta leik. "Varnarframlagið og varnarleikurinn var lengstum algjörlega til fyrirmydnar sem leyfði okkur að keyra svolítið á þá sem myndaði forskot sem varð til þess að þeir voru alltaf að elta okkur. Þó svo að þeir hafi náð að jafna þá fór mikil orka í það hjá þeim. Þetta var taktískt hjá okkur að stökkva svolítið hressilega af stað á þá í byrjun sem virkaði." sagði sigurreifur Friðrik Ingi í leikslok. Eins og áður hefur komið fram átti Magnús Már stórleik fyrir Keflavík í kvöld, átti þjálfarinn von á því? "Ég hef fylgst með Magga upp alla yngri flokkana, þjálfaði hann einn vetur í Njarðvík og veit alveg hvað býr í honum - eins og hann á kyn til, við erum jú náfrændur. Ef við spilum eins og lið, menn sætta sig við sitt hlutverk að þá getum við gert ýmislegt. Það getur einhver, eins og Maggi, skinið í dag og annar á morgun. Það er það sem góð lið þrífast á." Næst liggur leið Keflvíkinga vestur í bæ þar sem þrefaldir Íslandsmeistarar og tvöfaldir bikarmeistarar bíða spenntir. Eiga Keflvíkingar möguleika gegn því ógnarsterka liði? "Ef við gerum þetta saman þá erum við með lið sem getur gert ýmislegt. Við berum virðingu fyrir KR en förum óttalausir í viðureignina við þá en vitum að það verður erfitt. Við þurfum að vera ofboðslega grimmir og gefa ekki tommu eftir - þá eigum við möguleika." sagði Friðrik Ingi sem sagðist þó ekki vera kominn með sigurplanið gegn KR enda aðeins örfá andartök frá því að lokaflautið gall í erfiðri viðureign við Tindastól.Magnús Már: Leið eins og það færi allt ofan í Hinn 21 árs gamli var að öðrum ólöstuðum hetja Keflvíkinga í kvöld er hann skilaði 27 stigum og 5 fráköstum fyrir liðið. Var þetta hans besti leikur á ferlinum? "Já, ég myndi segja að þetta væri minn besti leikur á ferlinum. Mér leið eins og það myndi allt fara ofan í. Byrjaði á að setja tólf stig í fyrsta leikhluta og eftir það var þetta bara auðvelt. Við spiluðum mjög flotta vörn, bjuggum til forystu og héldum henni út leikinn. Það var samt gríðarlega erfitt enda eru þeir gríðarlega sterkir líkamlega, mjög erfitt að eiga við þá en við mættum þeim í þeirri baráttu í dag" En hvernig líst hinum unga leikmanni á að mæta stjörnuprýddu liði KR í næstu umferð? "Það verður gaman að mæta besta liði landsins. Við eigum alltaf séns á móti öllum liðum, ég hlakka bara til að spila þann leik." sagði Magnús Már af stóískri ró að leik loknum undir dynjandi lófataki öflugrar stuðningssveitar Keflvíkinga.Israel Martin: Við urðum undir í baráttunni Þjálfari Tindastóls var eðlilega ekki súr í bragði að leik loknum "Við töpuðum baráttunni, svo einfalt var það. Við vorum ekki nógu öflugir líkamlega. Sérstaklega í frákastabaráttunni, þeir fengu nánast alltaf annan séns í hverri sókn og það er erfitt að vinna þegar svo er." Leikurinn var afar harður og voru bæði lið á stundum afar ósátt við störf dómaranna. "Ég hef ekkert út á dómarana að setja. Dómararnir hafa staðið sig afar vel í þessari viðureign, ég ber mikla virðingu fyrir þeim og þeirra hlutverki í leiknum. Engar kvartanir." sagði heiðursmaðurinn Israel. Mikið var lagt í starf Tindastóls í vetur og augljóst að liðið og félagið í heild ætlaði sér lengra en 8 liða úrslit. "Við vildum fara lengra. En staðreyndin er sú að við töpuðum fyrir góðu Keflavíkur liði. Nú þurfum við bara að greina þetta tímabil og læra af því og gera betur á næsta tímabili. Ég verð áfram með liðið næsta vetur, er með samning út næsta tímabil."Pétur Rúnar: Veit ekki hvað ég geri næsta tímabil "Þetta er gríðarlega svekkjandi. Þeir voru bara sterkari líkamlega en við í kvöld. " sagði svekktur leikstjórnandi Tindastóls, Péturs að leik loknum Óvissa ríkir um framtíð Péturs hjá Tindastól en hann vildi ekki svara því hvar hann muni spila körfubolta næsta tímabil. "Við þurfum að skoða okkar mál í framhaldinu. Ég þarf líka að skoða mín mál. Ef ég á að vera hreinskilinn veit ég ekki hvort ég verði áfram fyrir norðan. Hvort ég fari í skóla eða geri eitthvað annað. Það verður bara að koma í ljós."
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira