Íbúðalánasjóður vill auknar eiginfjárkröfur við önnur kaup Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. mars 2017 07:00 Hús Íbúðalánasjóðs. Mynd/Íbúðalánasjóður Hagdeild Íbúðalánasjóðs telur fulla ástæðu til þess að auka eiginfjárkröfur þegar lána á fyrir íbúðarkaupum öðrum en þeim fyrstu. Þetta kemur fram í grein sem Guðmundur Sigfinnsson, hagfræðingur hjá deildinni, skrifar á vef sjóðsins. Kemur þar fram að norsk yfirvöld hafi nýlega gert þessa tímabundnu breytingu á reglugerð um fasteignalán. Var það gert til að bregðast við auknum einkennum fasteignabólu þar í landi, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Tók sú breyting gildi þann 1. janúar síðastliðinn og rennur hún út þann 30. júní á næsta ári.Guðmundur Sigfinnsson, hagfræðingur.Í grein sinni tekur Guðmundur fram að meðalhækkun fasteignaverðs í Ósló og nærliggjandi bæjarfélögum hafi verið 21,7 prósent á síðasta ári. Þá hafi hún verið 10,1 prósent á landinu öllu. Á Íslandi var hækkunin hins vegar um fimmtán prósent. „Að mati hagdeildar Íbúðalánasjóðs er orðin full ástæða til að horfa til sambærilegra aðgerða og Norðmenn hafa gripið til er varðar hækkun hlutfalls eigin fjár við kaup heimila á íbúð númer tvö (eða þrjú o.s.frv.),“ segir í greininni. Þá segir að slíkar aðgerðir myndu minnka eftirspurnarþrýsting á fasteignamarkaði og skapa aukið rými fyrir fyrstu kaupendur til að komast inn á markaðinn. Einnig segir í greininni að með sambærilegum aðgerðum og Norðmenn hafa gripið til myndu fjársterkir aðilar sem nú þegar eiga fasteignir eiga erfiðara með að eignast fleiri. Það gæti aukið framboð fyrir fyrstu kaupendur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Hagdeild Íbúðalánasjóðs telur fulla ástæðu til þess að auka eiginfjárkröfur þegar lána á fyrir íbúðarkaupum öðrum en þeim fyrstu. Þetta kemur fram í grein sem Guðmundur Sigfinnsson, hagfræðingur hjá deildinni, skrifar á vef sjóðsins. Kemur þar fram að norsk yfirvöld hafi nýlega gert þessa tímabundnu breytingu á reglugerð um fasteignalán. Var það gert til að bregðast við auknum einkennum fasteignabólu þar í landi, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Tók sú breyting gildi þann 1. janúar síðastliðinn og rennur hún út þann 30. júní á næsta ári.Guðmundur Sigfinnsson, hagfræðingur.Í grein sinni tekur Guðmundur fram að meðalhækkun fasteignaverðs í Ósló og nærliggjandi bæjarfélögum hafi verið 21,7 prósent á síðasta ári. Þá hafi hún verið 10,1 prósent á landinu öllu. Á Íslandi var hækkunin hins vegar um fimmtán prósent. „Að mati hagdeildar Íbúðalánasjóðs er orðin full ástæða til að horfa til sambærilegra aðgerða og Norðmenn hafa gripið til er varðar hækkun hlutfalls eigin fjár við kaup heimila á íbúð númer tvö (eða þrjú o.s.frv.),“ segir í greininni. Þá segir að slíkar aðgerðir myndu minnka eftirspurnarþrýsting á fasteignamarkaði og skapa aukið rými fyrir fyrstu kaupendur til að komast inn á markaðinn. Einnig segir í greininni að með sambærilegum aðgerðum og Norðmenn hafa gripið til myndu fjársterkir aðilar sem nú þegar eiga fasteignir eiga erfiðara með að eignast fleiri. Það gæti aukið framboð fyrir fyrstu kaupendur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira