Aron Einar: Menn vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2017 19:00 Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson ætla ekki að vanmeta lið Kósóvó sem er enn án sigurs í undankeppni HM 2018. Ísland mætir Kósóvó hér í Shkoder í Albaníu annað kvöld. Þangað kom landsiðshópurinn í gær eftir að hafa dvalið þrjá daga í Parma við æfingar. Heimir nýtti tímann vel til að slípa saman leikmenn sem var ekki síst mikilvægt í ljósi þess að nokkrir lykilmenn eru frá vegna meiðsla. „Auðvitað er alltaf slæmt að missa leikmenn sem hafa verið lengi í byrjunarliðinu,“ sagði Heimir í samtali við íþróttadeild í dag. „En við erum með leikmenn sem þekkjast mjög vel og hafa litið mjög vel út á æfingum. Þetta eru ferskir, ungir leikmenn sem eru tilbúnir að sýna sig og sanna.“ „Þetta eru leikmenn sem hafa verið fyrir utan hópinn og verið tilbúnir í langan tíma. Nú er það þeirra að taka þetta tækifæri sem býðst.“ Aron Einar Gunnarsson segir að leikmenn hagnist af því að hafa verið lengi saman og þeir sem koma nýir inn nú hafi sömuleiðis fengið notið góðs af þáttöku í æfingaleikjum. „Þegar menn hafa verið saman jafn lengi vita allir hvað þeir eiga að gera. Leikskipulagið er alltaf eins og menn vita það. Janúarleikir hafa líka hjálpað til,“ segir Aron og bætir við að skilaboð til leikmanna eru alltaf þau sömu. „Menn vita því nákvæmlega til hvers er ætlast af þeim þegar þeir koma inn á. Þá gildir gamla góða tuggan - maður kemur í manns stað.“ Landsliðsfyrirliðinn segir að andstæðingurinn á morgun sé sterkur, þrátt fyrir að það hafi verið öðruvísi að búa sig undir leik gegn Kósóvó en flestum öðrum landsliðum. Hann segir ljóst að það verði engin værukærð meðal leikmanna íslenska liðsins. „Ég sé það á æfingum að menn eru 100 prósent einbeittir á þetta. Þetta er verkefni sem við gerum allir saman. Þetta er það góður hópur að ef einhver er ekki með hausinn við þetta þá er næsti maður til í að segja honum það.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson ætla ekki að vanmeta lið Kósóvó sem er enn án sigurs í undankeppni HM 2018. Ísland mætir Kósóvó hér í Shkoder í Albaníu annað kvöld. Þangað kom landsiðshópurinn í gær eftir að hafa dvalið þrjá daga í Parma við æfingar. Heimir nýtti tímann vel til að slípa saman leikmenn sem var ekki síst mikilvægt í ljósi þess að nokkrir lykilmenn eru frá vegna meiðsla. „Auðvitað er alltaf slæmt að missa leikmenn sem hafa verið lengi í byrjunarliðinu,“ sagði Heimir í samtali við íþróttadeild í dag. „En við erum með leikmenn sem þekkjast mjög vel og hafa litið mjög vel út á æfingum. Þetta eru ferskir, ungir leikmenn sem eru tilbúnir að sýna sig og sanna.“ „Þetta eru leikmenn sem hafa verið fyrir utan hópinn og verið tilbúnir í langan tíma. Nú er það þeirra að taka þetta tækifæri sem býðst.“ Aron Einar Gunnarsson segir að leikmenn hagnist af því að hafa verið lengi saman og þeir sem koma nýir inn nú hafi sömuleiðis fengið notið góðs af þáttöku í æfingaleikjum. „Þegar menn hafa verið saman jafn lengi vita allir hvað þeir eiga að gera. Leikskipulagið er alltaf eins og menn vita það. Janúarleikir hafa líka hjálpað til,“ segir Aron og bætir við að skilaboð til leikmanna eru alltaf þau sömu. „Menn vita því nákvæmlega til hvers er ætlast af þeim þegar þeir koma inn á. Þá gildir gamla góða tuggan - maður kemur í manns stað.“ Landsliðsfyrirliðinn segir að andstæðingurinn á morgun sé sterkur, þrátt fyrir að það hafi verið öðruvísi að búa sig undir leik gegn Kósóvó en flestum öðrum landsliðum. Hann segir ljóst að það verði engin værukærð meðal leikmanna íslenska liðsins. „Ég sé það á æfingum að menn eru 100 prósent einbeittir á þetta. Þetta er verkefni sem við gerum allir saman. Þetta er það góður hópur að ef einhver er ekki með hausinn við þetta þá er næsti maður til í að segja honum það.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira