Afnám ÁTVR: Ekki bara af því bara! Ögmundur Jónasson skrifar 23. mars 2017 07:00 Ráðherra í ríkisstjórn sagði nýlega að andstaða við frumvarp um afnám ÁTVR væri til komin vegna pólitískrar hugmyndafræði og bætti reyndar um betur og sagði að um sama væri að ræða hvað varðar einkavæðingu heilbrigðiskerfisins; andstaðan við hana væri vegna pólitískrar einsýni. Þingmaður sama sinnis hvatti til þess að menn hættu umræðu um áfengismálið hið snarasta og gengju til atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi, það væri ekkert meira um það að segja. Þriðji stjórnmálamaðurinn, sem reyndar segist vera beggja blands í afstöðu sinni til áfengisfrumvarpsins, segir málið erfitt viðfangs enda kristallist í því togstreita á milli frelsis og lýðheilsu. Ég ætla að leyfa mér að gagnrýna afstöðu þessara þriggja stjórnmálamanna.Röksemdir og kredda Í fyrsta lagi þá skýtur skökku við að saka andstæðinga einkavæðingar, hvort sem er í heilbrigðiskerfinu eða varðandi áfengismálin, um að stjórnast af hugmyndafræði, þegar staðreyndin er sú að allur málflutningur þeirra gengur út á málefnaleg rök, vísað er í rannsóknir og skýrslur, ábendingar heilbrigðisyfirvalda, ungmenna- og foreldrasamtaka og fagaðila, sem flestir ef ekki allir, gera grein fyrir andstöðu sinni með skírskotun til efnislegra röksemda. Síðast en ekki síst vísa andstæðingar frumvarpsins til lýðheilsustefnu stjórnvalda sem byggir á ítarlegri rannsóknarvinnu. Stuðningsfólk frumvarpsins klifar á hinn bóginn á því að óeðlilegt sé að ríkið hafi áfengissölu með höndum. Það er fyrst og fremst hugmyndafræðileg afstaða svo fremi hún styðjist ekki við annað en þetta pólitíska viðhorf, að ríkið eigi ekki að koma nálægt neins konar markaðsstarfsemi.Málefnalegar spurningar og vangaveltur Ef samfélagsleg aðkoma tryggir eftirfarandi umfram einkaaðila: a) betra utanumhald og minni ágang markaðsafla, b) er betri fyrir ríkissjóð og þar af leiðandi okkur sem skattgreiðendur, c) færir okkur hagstæðara verðlag (hátt útsöluverð stjórnast af álagningu), d) tryggir meira úrval, e) dregur úr aðstöðumun þéttbýlis og dreifbýlis; ef þetta er svo, er þá ekki sjálfsagt að halda í það fyrirkomulag sem við búum við? Í þessum röksemdum sameinast þeir sem vilja takmarka aðgengi af lýðheilsuástæðum og hinir sem neyta áfengis og vilja hafa ríka valmöguleika, tryggja hagstætt verðlag og hagsmuni sína sem skattgreiðendur. Allt eru þetta efnislegar röksemdir gegn staðhæfingum þeirra sem segja það vera rangt að ríkið hafi áfengisdreifinguna á sinni hendi af þeirri einföldu ástæðu að það sé rangt! Með öðrum orðum: Af því bara. Ég held að varla sé hægt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að hugmyndafræði sé þarna orðin stjórnmálamönnum fjötur um fót.Ekki flýti á kostnað yfirvegunar! En hvers vegna ekki að afgreiða málið í snarhasti með atkvæðagreiðslu, þess vegna á morgun? Það er vissulega rétt, að margt hefur verið sagt um þetta mál bæði inni á Alþingi og í þjóðfélaginu almennt. En ef það er nú svo að meirihluti þingmanna gæti verið fyrir því að hunsa eigin lýðheilsustefnu, ganga gegn ábendingum alþjóðlegra og innlendra heilbrigðisyfirvalda, Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, Landlæknisembættisins, samþykktum heilbrigðisstétta, almennum vilja í þjóðfélaginu eins og hann hefur margítrekað birst í skoðanakönnunum, með öðrum orðum, lýðræðislegum vilja, óskum og hvatningu foreldrasamtaka, sérfræðinga í áfengisvarnarmálum, nánast allra umsagnaraðila um málið, ef á að hunsa allt þetta og þröngva síðan upp á okkur fyrirkomulagi sem svo rík andstaða er gegn, verður þá ekki skiljanlegt að menn vilji vinna tíma þar til öllum þingmönnum sem greiða atkvæði um málið hafi örugglega gefist tóm til að ígrunda allar hliðar þess af yfirvegun? Varla er til of mikils mælst í svo afdrifaríku máli að þeir sem taka ákvörðun geri það á upplýstan hátt!Hagsmunabarátta, ekki frelsisbarátta Í þriðja lagi langar mig til að beina því til þeirra sem telja að málið snúist um togstreitu á milli frelsis og lýðheilsusjónarmiða, hvort ekki væri nær að segja að í því kristallist átök á milli lýðheilsuhagsmuna annars vegar og verslunarhagsmuna hins vegar. Eða hvers vegna skyldu stóru verslunarsamsteypurnar vera nær einu aðilarnir sem mæla málinu bót í samræmdu pólitísku göngulagi með hugmyndafræðilegum samherjum á þingi? Verslunarkeðjurnar eru ákafar í breytingar, enda er þar um mikla peningahagsmuni þeirra að tefla. Eigendurnir vilja þannig ÁTVR-verslun ríkisins feiga. Og það vilja þeir ekki bara af því bara. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Ráðherra í ríkisstjórn sagði nýlega að andstaða við frumvarp um afnám ÁTVR væri til komin vegna pólitískrar hugmyndafræði og bætti reyndar um betur og sagði að um sama væri að ræða hvað varðar einkavæðingu heilbrigðiskerfisins; andstaðan við hana væri vegna pólitískrar einsýni. Þingmaður sama sinnis hvatti til þess að menn hættu umræðu um áfengismálið hið snarasta og gengju til atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi, það væri ekkert meira um það að segja. Þriðji stjórnmálamaðurinn, sem reyndar segist vera beggja blands í afstöðu sinni til áfengisfrumvarpsins, segir málið erfitt viðfangs enda kristallist í því togstreita á milli frelsis og lýðheilsu. Ég ætla að leyfa mér að gagnrýna afstöðu þessara þriggja stjórnmálamanna.Röksemdir og kredda Í fyrsta lagi þá skýtur skökku við að saka andstæðinga einkavæðingar, hvort sem er í heilbrigðiskerfinu eða varðandi áfengismálin, um að stjórnast af hugmyndafræði, þegar staðreyndin er sú að allur málflutningur þeirra gengur út á málefnaleg rök, vísað er í rannsóknir og skýrslur, ábendingar heilbrigðisyfirvalda, ungmenna- og foreldrasamtaka og fagaðila, sem flestir ef ekki allir, gera grein fyrir andstöðu sinni með skírskotun til efnislegra röksemda. Síðast en ekki síst vísa andstæðingar frumvarpsins til lýðheilsustefnu stjórnvalda sem byggir á ítarlegri rannsóknarvinnu. Stuðningsfólk frumvarpsins klifar á hinn bóginn á því að óeðlilegt sé að ríkið hafi áfengissölu með höndum. Það er fyrst og fremst hugmyndafræðileg afstaða svo fremi hún styðjist ekki við annað en þetta pólitíska viðhorf, að ríkið eigi ekki að koma nálægt neins konar markaðsstarfsemi.Málefnalegar spurningar og vangaveltur Ef samfélagsleg aðkoma tryggir eftirfarandi umfram einkaaðila: a) betra utanumhald og minni ágang markaðsafla, b) er betri fyrir ríkissjóð og þar af leiðandi okkur sem skattgreiðendur, c) færir okkur hagstæðara verðlag (hátt útsöluverð stjórnast af álagningu), d) tryggir meira úrval, e) dregur úr aðstöðumun þéttbýlis og dreifbýlis; ef þetta er svo, er þá ekki sjálfsagt að halda í það fyrirkomulag sem við búum við? Í þessum röksemdum sameinast þeir sem vilja takmarka aðgengi af lýðheilsuástæðum og hinir sem neyta áfengis og vilja hafa ríka valmöguleika, tryggja hagstætt verðlag og hagsmuni sína sem skattgreiðendur. Allt eru þetta efnislegar röksemdir gegn staðhæfingum þeirra sem segja það vera rangt að ríkið hafi áfengisdreifinguna á sinni hendi af þeirri einföldu ástæðu að það sé rangt! Með öðrum orðum: Af því bara. Ég held að varla sé hægt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að hugmyndafræði sé þarna orðin stjórnmálamönnum fjötur um fót.Ekki flýti á kostnað yfirvegunar! En hvers vegna ekki að afgreiða málið í snarhasti með atkvæðagreiðslu, þess vegna á morgun? Það er vissulega rétt, að margt hefur verið sagt um þetta mál bæði inni á Alþingi og í þjóðfélaginu almennt. En ef það er nú svo að meirihluti þingmanna gæti verið fyrir því að hunsa eigin lýðheilsustefnu, ganga gegn ábendingum alþjóðlegra og innlendra heilbrigðisyfirvalda, Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, Landlæknisembættisins, samþykktum heilbrigðisstétta, almennum vilja í þjóðfélaginu eins og hann hefur margítrekað birst í skoðanakönnunum, með öðrum orðum, lýðræðislegum vilja, óskum og hvatningu foreldrasamtaka, sérfræðinga í áfengisvarnarmálum, nánast allra umsagnaraðila um málið, ef á að hunsa allt þetta og þröngva síðan upp á okkur fyrirkomulagi sem svo rík andstaða er gegn, verður þá ekki skiljanlegt að menn vilji vinna tíma þar til öllum þingmönnum sem greiða atkvæði um málið hafi örugglega gefist tóm til að ígrunda allar hliðar þess af yfirvegun? Varla er til of mikils mælst í svo afdrifaríku máli að þeir sem taka ákvörðun geri það á upplýstan hátt!Hagsmunabarátta, ekki frelsisbarátta Í þriðja lagi langar mig til að beina því til þeirra sem telja að málið snúist um togstreitu á milli frelsis og lýðheilsusjónarmiða, hvort ekki væri nær að segja að í því kristallist átök á milli lýðheilsuhagsmuna annars vegar og verslunarhagsmuna hins vegar. Eða hvers vegna skyldu stóru verslunarsamsteypurnar vera nær einu aðilarnir sem mæla málinu bót í samræmdu pólitísku göngulagi með hugmyndafræðilegum samherjum á þingi? Verslunarkeðjurnar eru ákafar í breytingar, enda er þar um mikla peningahagsmuni þeirra að tefla. Eigendurnir vilja þannig ÁTVR-verslun ríkisins feiga. Og það vilja þeir ekki bara af því bara. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun