Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þ. 100-92 | Grindvíkingar setjast í bílstjórasætið Stefán Árni Pálsson skrifar 22. mars 2017 21:15 Dagur Kár Jónsson og félagar þurfa að verja heimavöllinn. vísir/stefán Grindavík vann frábæran sigur á Þór Þorlákshöfn, 100-92, í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deild karla í kvöld. Grindavík leiðir því einvígið 2-1 og fer næstu leikur fram í Þorlákshöfn. Dagur Kár Jónsson var sigahæstur í liði Grindvíkingar með 29 stig og var Tobin Carberry stórbrotinn í liði Þórsara og gerði hann 38 stig. Heilt yfir dreifðist stigaskor Grindvíkingar mjög vel milli manna í byrjunarliðinu og gerðu þeir til að mynda allir yfir 10 stig. Grindvíkingar voru með yfirhöndina í raun og veru allan leikinn og var sigur þeirra ekki oft í hættu. Heimavöllurinn hefur því betur þriðja leikinn í röð.Grindavík-Þór Þ. 100-92 (31-20, 19-28, 31-21, 19-23)Grindavík: Dagur Kár Jónsson 29, Lewis Clinch Jr. 20/8 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 17/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 13/8 fráköst, Ólafur Ólafsson 12/13 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 5/4 fráköst, Hamid Dicko 4, Jens Valgeir Óskarsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Ingvi Þór Guðmundsson 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0.Þór Þ.: Tobin Carberry 38/9 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 18/4 fráköst, Ragnar Örn Bragason 12, Halldór Garðar Hermannsson 9/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 8/4 fráköst/5 stolnir, Emil Karel Einarsson 3/4 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 2, Styrmir Snær Þrastarson 2, Benjamín Þorri Benjamínsson 0, Magnús Breki Þórðason 0, Davíð Arnar Ágústsson 0.Af hverju vann Grindavík?Liðið spilaði bara mun betri leik á öllum sviðið. Leikmenn liðsins vörðust vel, og sóknarleikurinn gekk smurt fyrir sig. Heimamenn komu mörgum mönnum í takt við leikinn og dreifðist stigaskorið nokkuð vel. Þetta er ávallt uppskrift á sigur Grindvíkinga.Bestu menn vallarins? Dagur Kár Jónsson og Lewiz Clinch Jr. voru báðir virkilega góðir í kvöld og réðu varnarmenn Þórsara ekkert við þá.Hvað gekk illa? Varnarleikur Þórsara var í raun til skammar og fengu Grindvíkingar hvað eftir annað opið og frítt skot. Þú getur aldrei unnið leik í úrslitakeppni með svona varnarleik. Grindvallaratriði eins og að stíga út var of mikið fyrir heimamenn. Einar Árni: Þeir vildu þetta bara meiraEinar Árni var ekki sáttur eftir leikinn„Ég myndi ekki hafa stórar áhyggjur af sóknarleik eftir þennan leik,“ segir Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn. „Við fáum 100 stig á okkur í kvöld og 99 stig síðast og það einfaldlega það mesta sem við höfum fengið á okkur í allan vetur.“ Hann segir að Grindvíkingar hafi einfaldlega skotið þá í kaf í kvöld. „Allt fimm manna liðið þeirra er bara með sýningu hér í kvöld. Þeir eru bara að setja okkur í vandræði allan leikinn. Við sýndum fínan varnarleik í öðrum leikhluta og meira var það ekki.“ Hann segir að Grindvíkingar hafi einfaldlega viljað þennan sigur meira. „Það var ekki steinn yfir steini í varnarleik okkar í síðari hálfleik og þá er þetta Grindavíkurlið bara fjandi erfitt.“ Jóhann Þór: Skotnýtingin eins og á góðum frystitogaraJóhann sáttur með sína menn.„Sóknarleikurinn hjá okkur í kvöld var flottur og maður getur bara verið mjög ánægður með liðið,“ segir Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga. „Skotprósentan okkur hefur verið svipuð og nýtingarprósentan á fristitogara. Varnarlega vorum við á köflum fínir og ég er bara heilt yfir mjög góðir í kvöld.“ Jóhanni líður vel að vera með einvígið í þeirra höndum. „Mér fannst við líka nokkuð góðir í síðasta leik sem við töpuðum og vorum kannski smá óheppnir þar. Við þurfum að skoða það betur.“ Dagur: Leið eins og að allt færi ofan íGerði 29 stig í kvöld.„Ég er bara virkilega sáttur eftir leikinn í kvöld en við vorum það alls ekki eftir síðasta leik,“ segir Dagur Kár Jónsson, eftir sigurinn í kvöld. „Það var því nauðsynlegt fyrir okkur að koma til baka og sýna hversu góðir við í raun og veru erum.“ Dagur segir að honum hafi liðið eins og að boltinn myndi alltaf fara ofan í kvöld. „Ég var í góðum fíling en okkur er samt alveg sama hver er að skora þessi stig. Við vorum að hlaupa sóknina vel í kvöld og þá gengur þetta vel.“ Hann segir að Grindavíkurliðið sé langsterkast í alvöru leikjum. „Við gírum okkur almennilega inn í svona leiki.“ Dominos-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Grindavík vann frábæran sigur á Þór Þorlákshöfn, 100-92, í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deild karla í kvöld. Grindavík leiðir því einvígið 2-1 og fer næstu leikur fram í Þorlákshöfn. Dagur Kár Jónsson var sigahæstur í liði Grindvíkingar með 29 stig og var Tobin Carberry stórbrotinn í liði Þórsara og gerði hann 38 stig. Heilt yfir dreifðist stigaskor Grindvíkingar mjög vel milli manna í byrjunarliðinu og gerðu þeir til að mynda allir yfir 10 stig. Grindvíkingar voru með yfirhöndina í raun og veru allan leikinn og var sigur þeirra ekki oft í hættu. Heimavöllurinn hefur því betur þriðja leikinn í röð.Grindavík-Þór Þ. 100-92 (31-20, 19-28, 31-21, 19-23)Grindavík: Dagur Kár Jónsson 29, Lewis Clinch Jr. 20/8 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 17/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 13/8 fráköst, Ólafur Ólafsson 12/13 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 5/4 fráköst, Hamid Dicko 4, Jens Valgeir Óskarsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Ingvi Þór Guðmundsson 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0.Þór Þ.: Tobin Carberry 38/9 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 18/4 fráköst, Ragnar Örn Bragason 12, Halldór Garðar Hermannsson 9/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 8/4 fráköst/5 stolnir, Emil Karel Einarsson 3/4 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 2, Styrmir Snær Þrastarson 2, Benjamín Þorri Benjamínsson 0, Magnús Breki Þórðason 0, Davíð Arnar Ágústsson 0.Af hverju vann Grindavík?Liðið spilaði bara mun betri leik á öllum sviðið. Leikmenn liðsins vörðust vel, og sóknarleikurinn gekk smurt fyrir sig. Heimamenn komu mörgum mönnum í takt við leikinn og dreifðist stigaskorið nokkuð vel. Þetta er ávallt uppskrift á sigur Grindvíkinga.Bestu menn vallarins? Dagur Kár Jónsson og Lewiz Clinch Jr. voru báðir virkilega góðir í kvöld og réðu varnarmenn Þórsara ekkert við þá.Hvað gekk illa? Varnarleikur Þórsara var í raun til skammar og fengu Grindvíkingar hvað eftir annað opið og frítt skot. Þú getur aldrei unnið leik í úrslitakeppni með svona varnarleik. Grindvallaratriði eins og að stíga út var of mikið fyrir heimamenn. Einar Árni: Þeir vildu þetta bara meiraEinar Árni var ekki sáttur eftir leikinn„Ég myndi ekki hafa stórar áhyggjur af sóknarleik eftir þennan leik,“ segir Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn. „Við fáum 100 stig á okkur í kvöld og 99 stig síðast og það einfaldlega það mesta sem við höfum fengið á okkur í allan vetur.“ Hann segir að Grindvíkingar hafi einfaldlega skotið þá í kaf í kvöld. „Allt fimm manna liðið þeirra er bara með sýningu hér í kvöld. Þeir eru bara að setja okkur í vandræði allan leikinn. Við sýndum fínan varnarleik í öðrum leikhluta og meira var það ekki.“ Hann segir að Grindvíkingar hafi einfaldlega viljað þennan sigur meira. „Það var ekki steinn yfir steini í varnarleik okkar í síðari hálfleik og þá er þetta Grindavíkurlið bara fjandi erfitt.“ Jóhann Þór: Skotnýtingin eins og á góðum frystitogaraJóhann sáttur með sína menn.„Sóknarleikurinn hjá okkur í kvöld var flottur og maður getur bara verið mjög ánægður með liðið,“ segir Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga. „Skotprósentan okkur hefur verið svipuð og nýtingarprósentan á fristitogara. Varnarlega vorum við á köflum fínir og ég er bara heilt yfir mjög góðir í kvöld.“ Jóhanni líður vel að vera með einvígið í þeirra höndum. „Mér fannst við líka nokkuð góðir í síðasta leik sem við töpuðum og vorum kannski smá óheppnir þar. Við þurfum að skoða það betur.“ Dagur: Leið eins og að allt færi ofan íGerði 29 stig í kvöld.„Ég er bara virkilega sáttur eftir leikinn í kvöld en við vorum það alls ekki eftir síðasta leik,“ segir Dagur Kár Jónsson, eftir sigurinn í kvöld. „Það var því nauðsynlegt fyrir okkur að koma til baka og sýna hversu góðir við í raun og veru erum.“ Dagur segir að honum hafi liðið eins og að boltinn myndi alltaf fara ofan í kvöld. „Ég var í góðum fíling en okkur er samt alveg sama hver er að skora þessi stig. Við vorum að hlaupa sóknina vel í kvöld og þá gengur þetta vel.“ Hann segir að Grindavíkurliðið sé langsterkast í alvöru leikjum. „Við gírum okkur almennilega inn í svona leiki.“
Dominos-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira