Handbolti

Hrafnhildur Hanna með slitið krossband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hrafnhildur Hanna hefur skorað 174 mörk í Olís-deild kvenna í vetur.
Hrafnhildur Hanna hefur skorað 174 mörk í Olís-deild kvenna í vetur. vísir/vilhelm
Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, markahæsti leikmaður Olís-deildar kvenna, spilar ekki meira á þessu tímabili.

Hrafnhildur Hanna sleit krossband í vináttulandsleik Hollands og Íslands á föstudaginn var. Hún fékk niðurstöður úr myndatöku í dag og staðfesti í samtali við mbl.is að hún væri með slitið krossband.

Þetta er mikið áfall fyrir Selfoss og Hrafnhildi Hönnu sjálfa. Í samtalinu við mbl.is segist hún hafa stefnt að því að fara út í atvinnumennsku í sumar en nú er ljóst að hún þarf að bíða með það.

Hrafnhildur Hanna hefur skorað 174 mörk í Olís-deildinni í vetur og verður líklega markadrottning deildarinnar þriðja árið í röð.

Selfoss situr í 7. sæti deildarinnar og fer væntanlega í umspil um sæti í Olís-deildinni á næsta tímabili.

Hrafnhildur Hanna hefur skorað 47 mörk í 22 landsleikjum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×