Nú vitum við hvað Rooney gerði og sagði í klefanum eftir tapið á móti Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2017 10:45 Wayne Rooney og Eiður Smári Guðjohnsen eftir leikinn. Vísir/Getty Englendingar eru ekki ennþá búnir að jafna sig eftir tapið á móti Íslandi í sextán liða úrslit Evrópumótsins síðasta sumar. Nú vitum við hinsvegar meira um hvað gerðist í klefa enska landsliðsins eftir leikinn fræga. Ísland vann þá 2-1 sigur í Nice og komst áfram í átta liða úrslitin á meðan stórstjörnur enska landsliðsins snéru aftur heim með skottið á milli lappanna. Þjálfarinn Roy Hodgson er ennþá atvinnulaus og það mun taka enska landsliðið tíma að jafna sig á áfallinu að tapa á móti litla Íslandi. Marcus Rashford er ein af framtíðarstjörnum enska landsliðsins og hann hefur nú sagt frá því hvað gerðist í búningsklefa enska landsliðsins eftir tapið á móti Íslandi 27. júní 2016. „Þegar við duttum út á móti Íslandi á EM þá voru það gríðarleg vonbrigði. Við sátum allir hljóðir í búningsklefanum eftir leikinn og vissum ekki alveg hvernig við áttum að haga okkur. Þá stendur Wayne upp og hann segir bara eitt,“ rifjar Marcus Rashford upp í viðtali við The Playerstribune.com. „Berið höfuðið hátt. Við höfum fyrir miklu að berjast í framtíðinni. Horfið fram á veginn,“ segir Rashford að Wayne Rooney hafi sagt eftir leikinn. Rooney gerði meira en það því að hann gekk á hvern mann fyrir sig, horfði í augu viðkomandi manns og endurtók þessi orð. Enska landsliðið hefur spilað fjóra keppnisleiki eftir tapið á móti Íslandi og unnið þrjá þeirra. Liðið vann Slóvakíu (1-0), Möltu (2-0) og Skotland (3-0) og gerði markalaust jafntefli við Slóveníu í fyrstu leikjum sínum í undanriðli HM í Rússlandi 2018. Mökrin sem Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu hjá enska landsliðinu í Nice í júní 2016 eru ennþá tvö síðustu mörkin sem enska fótboltalandsliðið fékk á sig í keppnisleik því Englendingar hafa haldið hreinu í fjórum fyrstu leikjum sínum í undankeppni HM 2018.vísir/gettyVísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira
Englendingar eru ekki ennþá búnir að jafna sig eftir tapið á móti Íslandi í sextán liða úrslit Evrópumótsins síðasta sumar. Nú vitum við hinsvegar meira um hvað gerðist í klefa enska landsliðsins eftir leikinn fræga. Ísland vann þá 2-1 sigur í Nice og komst áfram í átta liða úrslitin á meðan stórstjörnur enska landsliðsins snéru aftur heim með skottið á milli lappanna. Þjálfarinn Roy Hodgson er ennþá atvinnulaus og það mun taka enska landsliðið tíma að jafna sig á áfallinu að tapa á móti litla Íslandi. Marcus Rashford er ein af framtíðarstjörnum enska landsliðsins og hann hefur nú sagt frá því hvað gerðist í búningsklefa enska landsliðsins eftir tapið á móti Íslandi 27. júní 2016. „Þegar við duttum út á móti Íslandi á EM þá voru það gríðarleg vonbrigði. Við sátum allir hljóðir í búningsklefanum eftir leikinn og vissum ekki alveg hvernig við áttum að haga okkur. Þá stendur Wayne upp og hann segir bara eitt,“ rifjar Marcus Rashford upp í viðtali við The Playerstribune.com. „Berið höfuðið hátt. Við höfum fyrir miklu að berjast í framtíðinni. Horfið fram á veginn,“ segir Rashford að Wayne Rooney hafi sagt eftir leikinn. Rooney gerði meira en það því að hann gekk á hvern mann fyrir sig, horfði í augu viðkomandi manns og endurtók þessi orð. Enska landsliðið hefur spilað fjóra keppnisleiki eftir tapið á móti Íslandi og unnið þrjá þeirra. Liðið vann Slóvakíu (1-0), Möltu (2-0) og Skotland (3-0) og gerði markalaust jafntefli við Slóveníu í fyrstu leikjum sínum í undanriðli HM í Rússlandi 2018. Mökrin sem Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu hjá enska landsliðinu í Nice í júní 2016 eru ennþá tvö síðustu mörkin sem enska fótboltalandsliðið fékk á sig í keppnisleik því Englendingar hafa haldið hreinu í fjórum fyrstu leikjum sínum í undankeppni HM 2018.vísir/gettyVísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira