Snýr Volgan aftur? Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2017 09:00 Hver kannast ekki við hann þennan sem kominn er á virðulegan aldur. Hver man ekki eftir Volga bílunum rússnesku sem komnir eru á einhvern aldur? Nú gætu bílar með Volga merkinu snúið aftur á næstunni, en framleiðslu þeirra var hætt árið 2010. Volga er hluti af GAZ Group sem framleiðir mestmegnis atvinnubíla og er með höfuðstöðvar í Nizhny Novgorod í Rússlandi. Síðasti fólksbíll Volga bar nafnið Siber og var systurbíll Chrysler Sebring. Volga var áður þekkt fyrir að smíða lúxusbíla, að minnsta kosti á rússneska vísu. Ef að framleiðslu Volga bíla verður munu þeir ekki verða lúxusbílar heldur smáir bílar og smáir sendibílar á stærð við Volkswagen Caddy. GAZ framleiðir nú sendibílinn GAZelle, en ef að Volga sendibíl yrði, væri hann talsvert minni bíll. GAZelle er einn bíla í línu GAZ sem inniheldur pallbíla, sendibíla, litla strætisvagna og fjölnotabíla. Ástæðan fyrir GAZ að nota áfram merki Volga er að ímynd þess er sterk í Rússlandi og þekkt fyrir að smíða sterka bíla sem bila lítið og það væri ekki slæmt orðspor fyrir vinnubíla, hvað þá fólksbíla fyrir almenning. Nýir Volga bílar yrðu samt á lágu verði. Lokaákvörðun hefur ekki verið tekin innan herbúða GAZ og ef hún yrði jákvæð er ekki ljóst hvort að Volga bílar yrðu byggðir á nýjum undirvagni eða á undirvagni annarra þekktra framleiðenda. Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent
Hver man ekki eftir Volga bílunum rússnesku sem komnir eru á einhvern aldur? Nú gætu bílar með Volga merkinu snúið aftur á næstunni, en framleiðslu þeirra var hætt árið 2010. Volga er hluti af GAZ Group sem framleiðir mestmegnis atvinnubíla og er með höfuðstöðvar í Nizhny Novgorod í Rússlandi. Síðasti fólksbíll Volga bar nafnið Siber og var systurbíll Chrysler Sebring. Volga var áður þekkt fyrir að smíða lúxusbíla, að minnsta kosti á rússneska vísu. Ef að framleiðslu Volga bíla verður munu þeir ekki verða lúxusbílar heldur smáir bílar og smáir sendibílar á stærð við Volkswagen Caddy. GAZ framleiðir nú sendibílinn GAZelle, en ef að Volga sendibíl yrði, væri hann talsvert minni bíll. GAZelle er einn bíla í línu GAZ sem inniheldur pallbíla, sendibíla, litla strætisvagna og fjölnotabíla. Ástæðan fyrir GAZ að nota áfram merki Volga er að ímynd þess er sterk í Rússlandi og þekkt fyrir að smíða sterka bíla sem bila lítið og það væri ekki slæmt orðspor fyrir vinnubíla, hvað þá fólksbíla fyrir almenning. Nýir Volga bílar yrðu samt á lágu verði. Lokaákvörðun hefur ekki verið tekin innan herbúða GAZ og ef hún yrði jákvæð er ekki ljóst hvort að Volga bílar yrðu byggðir á nýjum undirvagni eða á undirvagni annarra þekktra framleiðenda.
Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent