Daniel Cormier varði beltið á skrítnu UFC kvöldi Pétur Marinó Jónsson skrifar 9. apríl 2017 05:47 Daniel Cormier fagnar sigrinum. Vísir/Getty UFC 210 fór fram í nótt þar sem þeir Daniel Cormier og Anthony Johnson mættust í aðalbardaga kvöldsins. Bardagakvöldið var sérstakt að mörgu leyti og mikið um óvænt úrslit. Léttþungavigtarmeistarinn Daniel Cormier varði beltið sitt þegar hann kláraði Anthony Johnson með „rear naked choke“ í 2. lotu. Síðast þegar þeir mættust kláraði Cormier bardagann með sömu hengingu en þá í 3. lotu. Johnson tók þá undarlegu ákvörðun að sækja í fellur sem kom verulega á óvart. Johnson er langhættulegastur þegar hann heldur sér frá andstæðingnum og kemur með þung högg en þarna gerði hann nákvæmlega það sem Cormier vildi. Cormier nýtti tækifærið og vann glímubaráttuna enda hans helsti styrkleiki. Eftir bardagann tilkynnti Anthony Johnson að hann væri hættur. Johnson er aðeins 33 ára gamall og kom tilkynningin gríðarlega á óvart. Johnson fékk starfstilboð utan MMA heimsins sem hann hreinlega gat ekki hafnað. Það var þó ekki það undarlegasta í nótt. Bardagi Chris Weidman og Gegard Mousasi endaði með umdeildum hætti. Í 2. lotu fékk Weidman tvö hnéspörk í höfuðið og gerði dómarinn hlé í bardaganum þar sem hann taldi að hnéspörkin hefðu verið ólögleg. Dómarinn taldi að Weidman hefði verið með báðar hendur í gólfinu en það hefði gert hnéspörkin ólögleg. Þau voru hins vegar lögleg eins og kom í ljós í endursýningu þar sem aðeins önnur hönd Weidman snerti gólfið. Dómarinn hafði þegar gert hlé á bardaganum og kallaði til lækni til að meta Weidman. Læknirinn taldi Weidman óhæfan til að halda áfram og vann því Mousasi eftir tæknilegt rothögg í 2. lotu. Gríðarleg óánægja ríkti með þessa niðurstöðu og var Mousasi tilbúinn til að mæta Weidman aftur. Mikið var um óvænt úrslit á kvöldinu en öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Fyrstu upphitunarþættirnir fyrir UFC 210 Það er rosalegt bardagakvöld á dagskránni um næstu helgi en það kvöld verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. 5. apríl 2017 09:00 Johnson stal sæti meistarans í viðtali á ESPN Það gengur á ýmsu í nýjasta upphitunarþætti fyrir UFC 210. Til að mynda er pissað yfir allt klósettið hans Chris Weidman. 6. apríl 2017 22:00 Bardagakapparnir klárir í slaginn Hörkutólin sem berjast í UFC 210 um helgina eru búnir með fjölmiðlaskyldur sínar og klárir í að berjast. 7. apríl 2017 14:15 Skuggi Jon Jones hvílir yfir Daniel Cormier Meistarinn Daniel Cormier mætir Anthony Johnson í aðalbardaga kvöldsins á UFC 210 í nótt. Þrátt fyrir að Cormier endi aftur með beltið um mittið í kvöld eru ennþá margir sem telja hann ekki vera þann besta í flokknum. 8. apríl 2017 23:00 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Sjá meira
UFC 210 fór fram í nótt þar sem þeir Daniel Cormier og Anthony Johnson mættust í aðalbardaga kvöldsins. Bardagakvöldið var sérstakt að mörgu leyti og mikið um óvænt úrslit. Léttþungavigtarmeistarinn Daniel Cormier varði beltið sitt þegar hann kláraði Anthony Johnson með „rear naked choke“ í 2. lotu. Síðast þegar þeir mættust kláraði Cormier bardagann með sömu hengingu en þá í 3. lotu. Johnson tók þá undarlegu ákvörðun að sækja í fellur sem kom verulega á óvart. Johnson er langhættulegastur þegar hann heldur sér frá andstæðingnum og kemur með þung högg en þarna gerði hann nákvæmlega það sem Cormier vildi. Cormier nýtti tækifærið og vann glímubaráttuna enda hans helsti styrkleiki. Eftir bardagann tilkynnti Anthony Johnson að hann væri hættur. Johnson er aðeins 33 ára gamall og kom tilkynningin gríðarlega á óvart. Johnson fékk starfstilboð utan MMA heimsins sem hann hreinlega gat ekki hafnað. Það var þó ekki það undarlegasta í nótt. Bardagi Chris Weidman og Gegard Mousasi endaði með umdeildum hætti. Í 2. lotu fékk Weidman tvö hnéspörk í höfuðið og gerði dómarinn hlé í bardaganum þar sem hann taldi að hnéspörkin hefðu verið ólögleg. Dómarinn taldi að Weidman hefði verið með báðar hendur í gólfinu en það hefði gert hnéspörkin ólögleg. Þau voru hins vegar lögleg eins og kom í ljós í endursýningu þar sem aðeins önnur hönd Weidman snerti gólfið. Dómarinn hafði þegar gert hlé á bardaganum og kallaði til lækni til að meta Weidman. Læknirinn taldi Weidman óhæfan til að halda áfram og vann því Mousasi eftir tæknilegt rothögg í 2. lotu. Gríðarleg óánægja ríkti með þessa niðurstöðu og var Mousasi tilbúinn til að mæta Weidman aftur. Mikið var um óvænt úrslit á kvöldinu en öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Fyrstu upphitunarþættirnir fyrir UFC 210 Það er rosalegt bardagakvöld á dagskránni um næstu helgi en það kvöld verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. 5. apríl 2017 09:00 Johnson stal sæti meistarans í viðtali á ESPN Það gengur á ýmsu í nýjasta upphitunarþætti fyrir UFC 210. Til að mynda er pissað yfir allt klósettið hans Chris Weidman. 6. apríl 2017 22:00 Bardagakapparnir klárir í slaginn Hörkutólin sem berjast í UFC 210 um helgina eru búnir með fjölmiðlaskyldur sínar og klárir í að berjast. 7. apríl 2017 14:15 Skuggi Jon Jones hvílir yfir Daniel Cormier Meistarinn Daniel Cormier mætir Anthony Johnson í aðalbardaga kvöldsins á UFC 210 í nótt. Þrátt fyrir að Cormier endi aftur með beltið um mittið í kvöld eru ennþá margir sem telja hann ekki vera þann besta í flokknum. 8. apríl 2017 23:00 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Sjá meira
Fyrstu upphitunarþættirnir fyrir UFC 210 Það er rosalegt bardagakvöld á dagskránni um næstu helgi en það kvöld verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. 5. apríl 2017 09:00
Johnson stal sæti meistarans í viðtali á ESPN Það gengur á ýmsu í nýjasta upphitunarþætti fyrir UFC 210. Til að mynda er pissað yfir allt klósettið hans Chris Weidman. 6. apríl 2017 22:00
Bardagakapparnir klárir í slaginn Hörkutólin sem berjast í UFC 210 um helgina eru búnir með fjölmiðlaskyldur sínar og klárir í að berjast. 7. apríl 2017 14:15
Skuggi Jon Jones hvílir yfir Daniel Cormier Meistarinn Daniel Cormier mætir Anthony Johnson í aðalbardaga kvöldsins á UFC 210 í nótt. Þrátt fyrir að Cormier endi aftur með beltið um mittið í kvöld eru ennþá margir sem telja hann ekki vera þann besta í flokknum. 8. apríl 2017 23:00