Körfubolti

Hawks vann Cleveland og enginn þreföld tvenna hjá Westbrook

Stefán Árni Pálsson skrifar
Westbrook er ótrúlegur körfuboltamaður.
Westbrook er ótrúlegur körfuboltamaður. vísir/getty
Óvænt úrslit voru í NBA-deildinni í nótt þear Atlanta Hawks gerði sér lítið fyrir og vann meistarana sjálfa í Cleveland Cavaliers en leikurinn fór 114-110. Það sem gerði úrslitin mjög svo einkennilega var að Hawks hvíldi nánast allt byrjunarliðið í leiknum.

Lebron James gerði 27 stig fyrir Cavs og var atkvæðamestur og Tim Hardaway Jr. var með 22 fyrir Hawks.

Lítið er eftir af deildarkeppninni berjast sum lið um sæti í úrslitakeppninni. Memphis Grizzlies vann New York Knicks, 101-88, og er liðið því komið með sæti í úrslitakeppninni.

Þá vann Phoenix Suns frábæran sigur á OKC 120-99 en Russell Westbrook var ekki með þrefalda tvennu fyrir OKC og verður það að teljast til tíðinda. Westbrook skoraði 23 stig, tók tólf fráköst og gaf átt stoðsendingar.

Úrslit nærturinnar:

Dallas Mavericks - San Antonio Spurs 89-102

Denver Nuggets - New Orleans Pelicans 122-106

Utah Jazz - Minnesota Timberwolves 120-113

Phoenix Suns - Oklahoma City Thunder 120-99

Los Angeles Lakers - Sacramento Kings 98-94

Toronto Raptors - Miami Heat 96-94

Cleveland Cavaliers - Atlanta Hawks 100-114

Houston Rockets - Detroit Pistons 109-114

Memphis Grizzlies - New York Knicks 101-88

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×