Þetta vitum við um árásina í Stokkhólmi Atli Ísleifsson skrifar 8. apríl 2017 10:00 Fjölmargir hafa lagt leið sína í miðborg Stokkhólms í morgun til að minnast fórnarlamba. Vísir/EPA Vörubíl var ekið á gangandi vegfarendur á verslunargötuna Drottninggatan í miðborg Stokkhólmi skömmu fyrir klukkan 13 að íslenskum tíma í gær. Þetta vitum við um árásina:Talsmenn lögreglu og yfirvalda í Stokkhólmi segja að fjórir séu látnir og tíu slasaðir. Fjórir hinna slösuðu er haldið á gjörgæslu. Eitt barn er í hópi hinna slösuðu, en á ekki í lífshættu. Þrjú hinna látnu létust á Drottninggatan, og einn á sjúkrahúsi.Maður var handtekinn í Märsta, úthverfi norður af Stokkhólmi, í gærkvöldi, eftir að lögreglu barst ábending um að maður í verslun hagaði sér undarlega. Hann var með glerbrot á fatnaði sínum og gríma fannst í fórum hans. Lögregla telur að um árásarmanninn sé að ræða, en hann á að hafa viðurkennt að hafa átt þátt í árásinni.Sænskir fjölmiðlar segja að annar maður hafi einnig verið handtekinn, en sá á að vera skráður til heimilis á sama stað og meintur árásarmaður. Að sögn Expressen hefur honum nú verið sleppt.Sænskir fjölmiðlar hafa eftir heimildum sínum innan lögreglan að taska með heimagerðri sprengju hafi fundist í tösku í vörubílnum.Aftonbladet segir að árásarmaðurinn sé 39 ára maður frá Úsbekistan sem hafi á Facebook-síðu sinni meðal annars birt áróðursmyndband frá ISIS. Hann var skráður til heimilis í úthverfi Stokkhólms.Drottninggatan í gær.Vísir/AFPSænsk yfirvöld hafa ákveðið að herða landamæraeftirlit með öllum þeim sem eru á leið inn og út úr landinu næstu tuttugu dagana. Möguleiki verður á framlengingu um tuttugu daga til viðbótar.Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði skömmu eftir árásina í gær að ráðist hefði verið á landið og að allt benti til að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. Í gærkvöldi sagði hann svo að Svíar stæðu saman í sorginni, en einnig reiðinni. Hann beindi þó þeim orðum til árásarmanna að þeim muni ekki takast að kúga Svía eða stjórna lífi þeirra. „Þið munið aldrei sigra.“Viktoría krónprinsessa og Daniel prins heimsóttu árásarstaðinn í morgun og lögðu niður blómvönd til að heiðra minningu hinna látnu. Karl Gústaf konungur er staddur erlendis.Lögregla í Stokkhólmi hefur hvatt almenning til að forðast miðborg Stokkhólms í dag, þar sem áfram verður stórt svæði girt af. Yfirvöld vara við að búast megi við miklum töfum í umferðinni í sænsku höfuðborginni í dag.Lögregla mun halda blaðamannafund klukkan 11:30 að íslenskum tíma þar sem greint verður frekar frá framvindu rannsóknarinnar.Árásarmaðurinn rændi vörubíl ofarlega á Drottningargötunni þegar bílstjórinn var að afferma vörur. Hann ók svo niður götuna, um 550 metra leið, utan í gangandi vegfarendur þar til að vörubílnum var ekið inn í verslun Åhlens City. Hann flúði síðan af vettvangi og hélt upp í lest.Lögregla verður að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum fyrir klukkan 12 á þriðjudag að staðartíma. Ekki er útilokað að fleiri verðir handteknir. Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Tengdar fréttir Vegfarendur í Stokkhólmi héldu að þeir væru að upplifa sitt síðasta Þúsundir Íslendinga eru staddir í Stokkhólmi á hverjum degi. Nokkrir þeirra voru við Drottningargötu þegar hryðjuverk var framið þar um miðjan dag í gær. Sumir þeirra voru læstir inni klukkutímum saman. 8. apríl 2017 07:00 Segja að taska með sprengiefnum hafi fundist í vörubílnum Lögregla í Stokkhólmi segir að maðurinn sem handtekinn var í gær sé líklega maðurinn sem ók vörubíl niður verslunargötuna Drottninggatan í miðborg Stokkhólms og banaði fjórum hið minnsta. 8. apríl 2017 07:16 Einn handtekinn í tengslum við árásina í Stokkhólmi Minnst fjórir létust er vöruflutningabíl var ekið inn í verslun í miðborg Stokkhólms. Samgöngur lágu niðri og íbúum miðborgarinnar var gert að halda sig innandyra. 8. apríl 2017 06:00 Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg Stokkhólms Vörubíl var ekið á fólk og inn í verslun Åhlens á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 13. 7. apríl 2017 13:10 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Vörubíl var ekið á gangandi vegfarendur á verslunargötuna Drottninggatan í miðborg Stokkhólmi skömmu fyrir klukkan 13 að íslenskum tíma í gær. Þetta vitum við um árásina:Talsmenn lögreglu og yfirvalda í Stokkhólmi segja að fjórir séu látnir og tíu slasaðir. Fjórir hinna slösuðu er haldið á gjörgæslu. Eitt barn er í hópi hinna slösuðu, en á ekki í lífshættu. Þrjú hinna látnu létust á Drottninggatan, og einn á sjúkrahúsi.Maður var handtekinn í Märsta, úthverfi norður af Stokkhólmi, í gærkvöldi, eftir að lögreglu barst ábending um að maður í verslun hagaði sér undarlega. Hann var með glerbrot á fatnaði sínum og gríma fannst í fórum hans. Lögregla telur að um árásarmanninn sé að ræða, en hann á að hafa viðurkennt að hafa átt þátt í árásinni.Sænskir fjölmiðlar segja að annar maður hafi einnig verið handtekinn, en sá á að vera skráður til heimilis á sama stað og meintur árásarmaður. Að sögn Expressen hefur honum nú verið sleppt.Sænskir fjölmiðlar hafa eftir heimildum sínum innan lögreglan að taska með heimagerðri sprengju hafi fundist í tösku í vörubílnum.Aftonbladet segir að árásarmaðurinn sé 39 ára maður frá Úsbekistan sem hafi á Facebook-síðu sinni meðal annars birt áróðursmyndband frá ISIS. Hann var skráður til heimilis í úthverfi Stokkhólms.Drottninggatan í gær.Vísir/AFPSænsk yfirvöld hafa ákveðið að herða landamæraeftirlit með öllum þeim sem eru á leið inn og út úr landinu næstu tuttugu dagana. Möguleiki verður á framlengingu um tuttugu daga til viðbótar.Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði skömmu eftir árásina í gær að ráðist hefði verið á landið og að allt benti til að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. Í gærkvöldi sagði hann svo að Svíar stæðu saman í sorginni, en einnig reiðinni. Hann beindi þó þeim orðum til árásarmanna að þeim muni ekki takast að kúga Svía eða stjórna lífi þeirra. „Þið munið aldrei sigra.“Viktoría krónprinsessa og Daniel prins heimsóttu árásarstaðinn í morgun og lögðu niður blómvönd til að heiðra minningu hinna látnu. Karl Gústaf konungur er staddur erlendis.Lögregla í Stokkhólmi hefur hvatt almenning til að forðast miðborg Stokkhólms í dag, þar sem áfram verður stórt svæði girt af. Yfirvöld vara við að búast megi við miklum töfum í umferðinni í sænsku höfuðborginni í dag.Lögregla mun halda blaðamannafund klukkan 11:30 að íslenskum tíma þar sem greint verður frekar frá framvindu rannsóknarinnar.Árásarmaðurinn rændi vörubíl ofarlega á Drottningargötunni þegar bílstjórinn var að afferma vörur. Hann ók svo niður götuna, um 550 metra leið, utan í gangandi vegfarendur þar til að vörubílnum var ekið inn í verslun Åhlens City. Hann flúði síðan af vettvangi og hélt upp í lest.Lögregla verður að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum fyrir klukkan 12 á þriðjudag að staðartíma. Ekki er útilokað að fleiri verðir handteknir.
Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Tengdar fréttir Vegfarendur í Stokkhólmi héldu að þeir væru að upplifa sitt síðasta Þúsundir Íslendinga eru staddir í Stokkhólmi á hverjum degi. Nokkrir þeirra voru við Drottningargötu þegar hryðjuverk var framið þar um miðjan dag í gær. Sumir þeirra voru læstir inni klukkutímum saman. 8. apríl 2017 07:00 Segja að taska með sprengiefnum hafi fundist í vörubílnum Lögregla í Stokkhólmi segir að maðurinn sem handtekinn var í gær sé líklega maðurinn sem ók vörubíl niður verslunargötuna Drottninggatan í miðborg Stokkhólms og banaði fjórum hið minnsta. 8. apríl 2017 07:16 Einn handtekinn í tengslum við árásina í Stokkhólmi Minnst fjórir létust er vöruflutningabíl var ekið inn í verslun í miðborg Stokkhólms. Samgöngur lágu niðri og íbúum miðborgarinnar var gert að halda sig innandyra. 8. apríl 2017 06:00 Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg Stokkhólms Vörubíl var ekið á fólk og inn í verslun Åhlens á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 13. 7. apríl 2017 13:10 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Vegfarendur í Stokkhólmi héldu að þeir væru að upplifa sitt síðasta Þúsundir Íslendinga eru staddir í Stokkhólmi á hverjum degi. Nokkrir þeirra voru við Drottningargötu þegar hryðjuverk var framið þar um miðjan dag í gær. Sumir þeirra voru læstir inni klukkutímum saman. 8. apríl 2017 07:00
Segja að taska með sprengiefnum hafi fundist í vörubílnum Lögregla í Stokkhólmi segir að maðurinn sem handtekinn var í gær sé líklega maðurinn sem ók vörubíl niður verslunargötuna Drottninggatan í miðborg Stokkhólms og banaði fjórum hið minnsta. 8. apríl 2017 07:16
Einn handtekinn í tengslum við árásina í Stokkhólmi Minnst fjórir létust er vöruflutningabíl var ekið inn í verslun í miðborg Stokkhólms. Samgöngur lágu niðri og íbúum miðborgarinnar var gert að halda sig innandyra. 8. apríl 2017 06:00
Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg Stokkhólms Vörubíl var ekið á fólk og inn í verslun Åhlens á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 13. 7. apríl 2017 13:10