Upp úr sauð eftir útgáfu Fréttatímans Benedikt Bóas skrifar 8. apríl 2017 06:00 Við skrifstofu Fréttatímans standa nú tómir blaðastandar. vísir/ernir Til átaka kom á ritstjórnarskrifstofu Fréttatímans eftir að blaðið var sent í prentun á fimmtudag.Starfsmaður sem hafði ekki fengið greidd laun fyrir marsmánuð og taldi sig hafa fengið loforð frá framkvæmdastjóra blaðsins, Valdimari Birgissyni, um að fá laun sín greidd eftir helgi, reiddist eftir að í ljós kom að framkvæmdastjórinn sagðist ekki treysta sér til að lofa neinu þar um. Þegar starfsmaðurinn áttaði sig á því að ekki væri hægt að tryggja greiðslu launa eftir helgi sauð upp úr á gólfi Fréttatímans.Valdimar segir það ömurlega stöðu að geta ekki greitt öllum laun á réttum tíma. „Markmið okkar er að sjálfsögðu að greiða öllum laun og vinnum við að því öllum árum ásamt því að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins.“Þeir starfsmenn fréttatímans sem Fréttablaðið ræddi við segja með ólíkindum að starfsmaðurinn hafi náð að halda ró sinni í þessum aðstæðum. Starfsmaðurinn sé fyrirvinna fjölskyldunnar og geti ekki greitt húsaleigu eða gefið fjölskyldu sinni að borða. „Örvænting þeirra sem ekki hafa fengið borgað minnkar ekki þó að blaðið hafi farið í prentun. Það verður einhver að horfast í augu við það fólk strax, því það er ekki hægt að bíða,“ segir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Fréttatímans. Þóra vildi að öðru leyti ekki tjá sig um stöðu blaðsins enda vissi hún ekki hver framtíðin yrði. Hún vonaðist til að það myndi þó halda áfram. Starfsmenn Fréttatímans segja að Þóra hafi staðið sem klettur með starfsfólki sínu en hún var milliliður á milli stjórnenda og starfsfólksins. Eftir að blaðið var sent í prentsmiðjuna gekk starfsfólkið frá og hélt í miðborgina þar sem það borðaði saman. Þau mættu ekki í vinnu í gær og vita lítið um framhaldið. Gunnar Smári sendi starfsmönnum blaðsins bréf í gærmorgun þar sem kom fram að svör myndu fást um framtíð blaðsins um helgina. Þeir starfsmenn sem Fréttablaðið ræddi við voru ekki bjartsýnir á framhaldið. Enginn hefur þó fengið uppsagnarbréf. Ekki hefur náðst í Gunnar Smára en hann sagði á Facebook-síðu sinni að stærstu lánardrottnar félagsins hefðu viljað freista þess að treysta áframhaldandi rekstur blaðsins og óskuðu eftir að hann léti af störfum. „Ég gat því ekki greint starfsfólkinu frá stöðu fyrirtækisins. Ég hafði enga stöðu til þess, þekkti ekki atburðarásina og kunni engin svör,“ segir hann ennfremur.Frétt uppfærð klukkan 17:09 Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Til átaka kom á ritstjórnarskrifstofu Fréttatímans eftir að blaðið var sent í prentun á fimmtudag.Starfsmaður sem hafði ekki fengið greidd laun fyrir marsmánuð og taldi sig hafa fengið loforð frá framkvæmdastjóra blaðsins, Valdimari Birgissyni, um að fá laun sín greidd eftir helgi, reiddist eftir að í ljós kom að framkvæmdastjórinn sagðist ekki treysta sér til að lofa neinu þar um. Þegar starfsmaðurinn áttaði sig á því að ekki væri hægt að tryggja greiðslu launa eftir helgi sauð upp úr á gólfi Fréttatímans.Valdimar segir það ömurlega stöðu að geta ekki greitt öllum laun á réttum tíma. „Markmið okkar er að sjálfsögðu að greiða öllum laun og vinnum við að því öllum árum ásamt því að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins.“Þeir starfsmenn fréttatímans sem Fréttablaðið ræddi við segja með ólíkindum að starfsmaðurinn hafi náð að halda ró sinni í þessum aðstæðum. Starfsmaðurinn sé fyrirvinna fjölskyldunnar og geti ekki greitt húsaleigu eða gefið fjölskyldu sinni að borða. „Örvænting þeirra sem ekki hafa fengið borgað minnkar ekki þó að blaðið hafi farið í prentun. Það verður einhver að horfast í augu við það fólk strax, því það er ekki hægt að bíða,“ segir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Fréttatímans. Þóra vildi að öðru leyti ekki tjá sig um stöðu blaðsins enda vissi hún ekki hver framtíðin yrði. Hún vonaðist til að það myndi þó halda áfram. Starfsmenn Fréttatímans segja að Þóra hafi staðið sem klettur með starfsfólki sínu en hún var milliliður á milli stjórnenda og starfsfólksins. Eftir að blaðið var sent í prentsmiðjuna gekk starfsfólkið frá og hélt í miðborgina þar sem það borðaði saman. Þau mættu ekki í vinnu í gær og vita lítið um framhaldið. Gunnar Smári sendi starfsmönnum blaðsins bréf í gærmorgun þar sem kom fram að svör myndu fást um framtíð blaðsins um helgina. Þeir starfsmenn sem Fréttablaðið ræddi við voru ekki bjartsýnir á framhaldið. Enginn hefur þó fengið uppsagnarbréf. Ekki hefur náðst í Gunnar Smára en hann sagði á Facebook-síðu sinni að stærstu lánardrottnar félagsins hefðu viljað freista þess að treysta áframhaldandi rekstur blaðsins og óskuðu eftir að hann léti af störfum. „Ég gat því ekki greint starfsfólkinu frá stöðu fyrirtækisins. Ég hafði enga stöðu til þess, þekkti ekki atburðarásina og kunni engin svör,“ segir hann ennfremur.Frétt uppfærð klukkan 17:09
Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira