Vitni lýsa hrikalegum aðstæðum í miðbæ Stokkhólms Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. apríl 2017 16:41 Minnst þrír eru látnir. Vísir/EPA „Þetta var hræðileg. Fólk lá út um allt í blóði sínu á götunni. Það var verið að reyna að bjarga lífi tveggja nákvæmlega þar sem ég var en annar þeirra var líklega dáinn.“ Svona lýsir vitni aðkomunni í Dronninggatan eftir að vörubíl var ekið á gangandi vegfarendur í miðborg Stokkhólms fyrr í dag. Þrír eru látnir og minnst átta slasaðir. Christoffer Ung var inn í verslun Åhlens City en vörubílnum var ekkið inn í versluna. Hann lýsir því hvernig mikill hvellur heyrðist og taldi hann víst að sprengja hefði sprungið. Í samtali við SVT segir kona að nafni Nasrin að vörubílnum hafi verið ekið á miklum hraða um götuna áður en hann skall á versluninni. Lýsir hún því hvernig vörubíllinn hafi verið ekki á allt sem var í vegi hans og að hún hafi séð konu sem hafði misst lappir sínar.Sjá einnig: Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg StokkhólmsNasrin kom til Svíþjóðar sem flóttamaður frá Sýrlandi fyrir um áratugi síðan og segist hún ekki vita hvernig henni eigi að líða núna.Lögregla leitar að þessum manni í tengslum við árásina.„Ég reyni að halda í vonina en mér sýnist engin von vera lengur fyrir mannkynið,“ sagði Nasrin í samtali við SVT. Vörubílnum sem notaður var í árásinni var rænt af grímuklæddum manni skömmu fyrir árásina þar sem bílstjórinn var að afhenda vörur, en bíllinn tilheyrði bjórframleiðandanum Spendrups. Bílstjóri vörubílsins reyndi að stöðva árásarmanninn og slasaðist lítillega þegar ekið var utan í hann.Í samtali við AFP lýsa vitni því hvernig vörubíllinn hafi allt í einu birst á miklum hraða, nánast upp úr þurru. Maður að nafni Dimitris segist ekki hafa séð hvort að einhver hafi verið við stýri bílsins en hann hafi séð tvo vegfarendur verða fyrir bílnum og þá hafi hann ákveðið að hlaupa á brott eins hratt og hægt var. Lögreglan í Stokkhólmi hefur lýst eftir manni í tengslum við árásina í borginni fyrr í dag. Lögreglan hefur birt mynd af manninum sem tekin var í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. Var hann klæddur í svarta hettupeysu og grænan jakka. Mynd af manninum var birt á blaðamannafundi sænsku lögreglunnar fyrir stundu en þar óskaði lögreglan eftir því að fá upplýsingar um manninn. Forsætisráðherra Svíþjóðar segir allt benda til þess að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. Hryðjuverk í Stokkhólmi Tengdar fréttir Íslendingar í Stokkhólmi beðnir um að láta vita af sér Fyrstu fregnir herma að þrír séu dánir eftir að vörubíl var ekið inn í hóp fólks í miðbæ Stokkhólms. 7. apríl 2017 13:36 Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg Stokkhólms Vörubíl var ekið á fólk og inn í verslun Åhlens á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 13. 7. apríl 2017 13:10 Sænska lögreglan lýsir eftir manni í tengslum við árásina Lögreglan hefur birt mynd af manninum sem tekin var í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. Var hann klæddur í svarta hettupeysu og grænan jakka. 7. apríl 2017 16:08 Löfven: Það hefur verið ráðist á Svíþjóð Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að allt bendi til þess að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða vörubíl var ekkið á gangandi vegfarendur í miðborg Stokkhólms fyrr í dag. 7. apríl 2017 14:53 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
„Þetta var hræðileg. Fólk lá út um allt í blóði sínu á götunni. Það var verið að reyna að bjarga lífi tveggja nákvæmlega þar sem ég var en annar þeirra var líklega dáinn.“ Svona lýsir vitni aðkomunni í Dronninggatan eftir að vörubíl var ekið á gangandi vegfarendur í miðborg Stokkhólms fyrr í dag. Þrír eru látnir og minnst átta slasaðir. Christoffer Ung var inn í verslun Åhlens City en vörubílnum var ekkið inn í versluna. Hann lýsir því hvernig mikill hvellur heyrðist og taldi hann víst að sprengja hefði sprungið. Í samtali við SVT segir kona að nafni Nasrin að vörubílnum hafi verið ekið á miklum hraða um götuna áður en hann skall á versluninni. Lýsir hún því hvernig vörubíllinn hafi verið ekki á allt sem var í vegi hans og að hún hafi séð konu sem hafði misst lappir sínar.Sjá einnig: Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg StokkhólmsNasrin kom til Svíþjóðar sem flóttamaður frá Sýrlandi fyrir um áratugi síðan og segist hún ekki vita hvernig henni eigi að líða núna.Lögregla leitar að þessum manni í tengslum við árásina.„Ég reyni að halda í vonina en mér sýnist engin von vera lengur fyrir mannkynið,“ sagði Nasrin í samtali við SVT. Vörubílnum sem notaður var í árásinni var rænt af grímuklæddum manni skömmu fyrir árásina þar sem bílstjórinn var að afhenda vörur, en bíllinn tilheyrði bjórframleiðandanum Spendrups. Bílstjóri vörubílsins reyndi að stöðva árásarmanninn og slasaðist lítillega þegar ekið var utan í hann.Í samtali við AFP lýsa vitni því hvernig vörubíllinn hafi allt í einu birst á miklum hraða, nánast upp úr þurru. Maður að nafni Dimitris segist ekki hafa séð hvort að einhver hafi verið við stýri bílsins en hann hafi séð tvo vegfarendur verða fyrir bílnum og þá hafi hann ákveðið að hlaupa á brott eins hratt og hægt var. Lögreglan í Stokkhólmi hefur lýst eftir manni í tengslum við árásina í borginni fyrr í dag. Lögreglan hefur birt mynd af manninum sem tekin var í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. Var hann klæddur í svarta hettupeysu og grænan jakka. Mynd af manninum var birt á blaðamannafundi sænsku lögreglunnar fyrir stundu en þar óskaði lögreglan eftir því að fá upplýsingar um manninn. Forsætisráðherra Svíþjóðar segir allt benda til þess að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða.
Hryðjuverk í Stokkhólmi Tengdar fréttir Íslendingar í Stokkhólmi beðnir um að láta vita af sér Fyrstu fregnir herma að þrír séu dánir eftir að vörubíl var ekið inn í hóp fólks í miðbæ Stokkhólms. 7. apríl 2017 13:36 Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg Stokkhólms Vörubíl var ekið á fólk og inn í verslun Åhlens á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 13. 7. apríl 2017 13:10 Sænska lögreglan lýsir eftir manni í tengslum við árásina Lögreglan hefur birt mynd af manninum sem tekin var í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. Var hann klæddur í svarta hettupeysu og grænan jakka. 7. apríl 2017 16:08 Löfven: Það hefur verið ráðist á Svíþjóð Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að allt bendi til þess að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða vörubíl var ekkið á gangandi vegfarendur í miðborg Stokkhólms fyrr í dag. 7. apríl 2017 14:53 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Íslendingar í Stokkhólmi beðnir um að láta vita af sér Fyrstu fregnir herma að þrír séu dánir eftir að vörubíl var ekið inn í hóp fólks í miðbæ Stokkhólms. 7. apríl 2017 13:36
Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg Stokkhólms Vörubíl var ekið á fólk og inn í verslun Åhlens á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 13. 7. apríl 2017 13:10
Sænska lögreglan lýsir eftir manni í tengslum við árásina Lögreglan hefur birt mynd af manninum sem tekin var í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. Var hann klæddur í svarta hettupeysu og grænan jakka. 7. apríl 2017 16:08
Löfven: Það hefur verið ráðist á Svíþjóð Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að allt bendi til þess að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða vörubíl var ekkið á gangandi vegfarendur í miðborg Stokkhólms fyrr í dag. 7. apríl 2017 14:53