Gerðu árás á Sýrland Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2017 01:46 Eldflaugunum var meðal annars skotið frá tundurspillinum USS Ross. Vísir/AFP Bandaríski herinn skaut í kvöld 59 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. Þetta er fyrsta beina og vísvitandi árás Bandaríkjanna gegn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og er gerð í kjölfar ásakana um að stjórnarher hans hafi beitt efnavopnum gegn almennum borgurum á þriðjudaginn. Bandaríkin gerðu fyrst árásir í Sýrlandi árið 2014 en þær hafa allar beinst gegn Íslamska ríkinu. Um er að ræða mikinn viðsnúning fyrir ríkisstjórn Donald Trump. Þegar átökin hófust í Sýrlandi lýsti Trump því yfir að hann væri verulega mótfallinn því að Bandaríkin skiptu sér af málum í Sýrlandi. Rússland og Íran hafa staðið við bakið á Assad. Eldflaugunum var skotið frá tveimur tundurspillum í Miðjarðarhafi og var skotmarkið herflugvöllur sem kallast Shayrat og er í Homs héraði. Samkvæmt Washington Post er talið að flugvélunum sem notaðar voru til efnavopnaárásarinnar hafi verið flogið þaðan. Ríkissjónvarp Sýrlands segir árásin hafi valdið mannfalli. Trump ræddi við blaðamenn þar sem hann er staddur í Flórída ásamt Xi-Jinping, forseta Kína. Hann sagði að margra ára tilraunir til að reyna að fá Assad til að breyta hegðun sinni hefðu misheppnast og það illa. Hann segist kalla eftir því að „allar siðmenntaðar þjóðir“ stöðvi „slátrunina“ í Sýrlandi. Fyrr í kvöld höfðu Rússar varað við „neikvæðum afleiðingum“ ef Bandaríkin gerðu árás á Sýrland. Vladimir Safronkov, aðstoðarsendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði að ábyrgðin yrði að vera á herðum þeirra sem fyrirskipuðu árásir. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna segja að Rússar hafi verið látnir vita af árásinni skömmu áður en hún var gerð. Talsmenn Pentagon segja einnig að ekki hafi verið miðað á það svæði herstöðvarinnar þar sem rússneskir hermenn eru taldir hafa verið. Lesa má yfirlýsingu Trump hér að neðan. The president's statement from Florida tonight. Official WH text. @realDonaldTrump pic.twitter.com/OXiZ3MXqez— Kelly O'Donnell (@KellyO) April 7, 2017 .@JeffFlake @wolfblitzer @kshaheen @MSNBC The U.S. DOD has released flight path data showing tracking of #Assad regime aircraft that conducted the CW attack in #KhanSheikhoun: pic.twitter.com/odvQy8pHAi— Charles Lister (@Charles_Lister) April 7, 2017 .@SteveKopack @JasonLeopold @CBSNews @WestWingReport VIDEO: More from US Tomahawk launch targeting Syria - @mutludc @DeptofDefense pic.twitter.com/BHFoBfVuVg— Conflict News (@Conflicts) April 7, 2017 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Bretar og Frakkar ítreka að Assad verði að víkja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun í dag funda um efnavopnaárás í Sýrlandi í gær. 5. apríl 2017 12:00 Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40 Segja að fleiri efnavopnaárásir hafi verið gerðar í Sýrlandi Meint árás á að hafa átt sér stað tveimur dögum eftir efnavopnaárásina í Idlib þar sem sjötíu manns hið minnsta létu lífið. 6. apríl 2017 11:09 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 „Okkur ber að hjálpa þeim sem lifðu af“ Utanríkisráðherra ítrekaði í dag stuðning Íslands við fórnarlömb stríðsátakanna í Sýrlandi. 5. apríl 2017 18:43 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Bandaríski herinn skaut í kvöld 59 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. Þetta er fyrsta beina og vísvitandi árás Bandaríkjanna gegn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og er gerð í kjölfar ásakana um að stjórnarher hans hafi beitt efnavopnum gegn almennum borgurum á þriðjudaginn. Bandaríkin gerðu fyrst árásir í Sýrlandi árið 2014 en þær hafa allar beinst gegn Íslamska ríkinu. Um er að ræða mikinn viðsnúning fyrir ríkisstjórn Donald Trump. Þegar átökin hófust í Sýrlandi lýsti Trump því yfir að hann væri verulega mótfallinn því að Bandaríkin skiptu sér af málum í Sýrlandi. Rússland og Íran hafa staðið við bakið á Assad. Eldflaugunum var skotið frá tveimur tundurspillum í Miðjarðarhafi og var skotmarkið herflugvöllur sem kallast Shayrat og er í Homs héraði. Samkvæmt Washington Post er talið að flugvélunum sem notaðar voru til efnavopnaárásarinnar hafi verið flogið þaðan. Ríkissjónvarp Sýrlands segir árásin hafi valdið mannfalli. Trump ræddi við blaðamenn þar sem hann er staddur í Flórída ásamt Xi-Jinping, forseta Kína. Hann sagði að margra ára tilraunir til að reyna að fá Assad til að breyta hegðun sinni hefðu misheppnast og það illa. Hann segist kalla eftir því að „allar siðmenntaðar þjóðir“ stöðvi „slátrunina“ í Sýrlandi. Fyrr í kvöld höfðu Rússar varað við „neikvæðum afleiðingum“ ef Bandaríkin gerðu árás á Sýrland. Vladimir Safronkov, aðstoðarsendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði að ábyrgðin yrði að vera á herðum þeirra sem fyrirskipuðu árásir. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna segja að Rússar hafi verið látnir vita af árásinni skömmu áður en hún var gerð. Talsmenn Pentagon segja einnig að ekki hafi verið miðað á það svæði herstöðvarinnar þar sem rússneskir hermenn eru taldir hafa verið. Lesa má yfirlýsingu Trump hér að neðan. The president's statement from Florida tonight. Official WH text. @realDonaldTrump pic.twitter.com/OXiZ3MXqez— Kelly O'Donnell (@KellyO) April 7, 2017 .@JeffFlake @wolfblitzer @kshaheen @MSNBC The U.S. DOD has released flight path data showing tracking of #Assad regime aircraft that conducted the CW attack in #KhanSheikhoun: pic.twitter.com/odvQy8pHAi— Charles Lister (@Charles_Lister) April 7, 2017 .@SteveKopack @JasonLeopold @CBSNews @WestWingReport VIDEO: More from US Tomahawk launch targeting Syria - @mutludc @DeptofDefense pic.twitter.com/BHFoBfVuVg— Conflict News (@Conflicts) April 7, 2017
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Bretar og Frakkar ítreka að Assad verði að víkja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun í dag funda um efnavopnaárás í Sýrlandi í gær. 5. apríl 2017 12:00 Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40 Segja að fleiri efnavopnaárásir hafi verið gerðar í Sýrlandi Meint árás á að hafa átt sér stað tveimur dögum eftir efnavopnaárásina í Idlib þar sem sjötíu manns hið minnsta létu lífið. 6. apríl 2017 11:09 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 „Okkur ber að hjálpa þeim sem lifðu af“ Utanríkisráðherra ítrekaði í dag stuðning Íslands við fórnarlömb stríðsátakanna í Sýrlandi. 5. apríl 2017 18:43 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Bretar og Frakkar ítreka að Assad verði að víkja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun í dag funda um efnavopnaárás í Sýrlandi í gær. 5. apríl 2017 12:00
Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40
Segja að fleiri efnavopnaárásir hafi verið gerðar í Sýrlandi Meint árás á að hafa átt sér stað tveimur dögum eftir efnavopnaárásina í Idlib þar sem sjötíu manns hið minnsta létu lífið. 6. apríl 2017 11:09
Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00
„Okkur ber að hjálpa þeim sem lifðu af“ Utanríkisráðherra ítrekaði í dag stuðning Íslands við fórnarlömb stríðsátakanna í Sýrlandi. 5. apríl 2017 18:43