Hamar færist nær Domino's deildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2017 21:20 Christopher Woods skoraði 30 stig og tók 14 fráköst í liði Hamars. vísir/ernir Hamar er aðeins einum leik frá því að tryggja sér sæti í Domino's deild karla eftir sigur á Val, 73-82, í þriðja leik liðanna í umspili í kvöld.Valsmenn rúlluðu yfir Hvergerðinga í fyrsta leiknum, 101-73, en þeir hafa svarað fyrir sig með tveimur sigrum í röð. Fjórði leikur liðanna fer fram í Hveragerði á sunnudaginn og með sigri þar tryggja heimamenn sér sæti í Domino's deildinni. Valsmenn byrjuðu leikinn betur og leiddu með sjö stigum, 25-18, eftir 1. leikhluta. Hamarsmenn spiluðu betur í 2. leikhluta sem þeir unnu með fimm stigum, 24-19. Staðan í hálfleik var því 44-42, Val í vil. Hvergerðingar héldu Valsmönnum í aðeins 12 stigum í 3. leikhluta en skoruðu sjálfir 21 stig. Staðan fyrir lokaleikhlutann var 56-63, Hamri í vil. Gestirnir létu þessa forystu ekki af hendi og lönduðu góðum sigri, 73-82. Christopher Woods var atkvæðamestur í liði Hamars með 30 stig, 14 fráköst og fimm stoðsendingar en hann var með lygilega 77% skotnýtingu. Örn Sigurðarson kom næstur með 19 stig og átta fráköst. Þá fékk Hamar 17 stigum af bekknum, gegn aðeins átta hjá Val. Urald King átti sannkallaðan tröllaleik í liði Vals; skoraði 33 stig, tók 24 fráköst, gaf þrjár stoðsendingar, varði fjögur skot og var með alls 51 framlagspunkt. Birgir Björn Pétursson kom næstur með 11 stig og níu fráköst.Valur-Hamar 73-82 (25-18, 19-24, 12-21, 17-19)Valur: Urald King 33/24 fráköst/4 varin skot, Birgir Björn Pétursson 11/9 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 8/4 fráköst, Austin Magnus Bracey 7, Benedikt Blöndal 6/5 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 6/4 fráköst, Illugi Auðunsson 2.Hamar: Christopher Woods 30/14 fráköst/5 stoðsendingar, Örn Sigurðarson 19/8 fráköst, Snorri Þorvaldsson 11/5 fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson 9, Rúnar Ingi Erlingsson 6/7 stoðsendingar, Hilmar Pétursson 5/5 fráköst, Oddur Ólafsson 2. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hamarsmenn jöfnuðu metin eftir mikinn spennuleik í Hveragerði Hamar vann tveggja stiga sigur á Val í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta í Hveragerði í kvöld, 93-91, og jafnaði þar með metin í 1-1 í einvígi liðanna um laust sæti í Domino´s deild karla í körfubolta á næsta tímabili. 2. apríl 2017 21:25 Vindhögg hjá Hamri á Hlíðarenda | Myndir Valur er kominn í 1-0 í einvíginu við Hamar í umspili um sæti í Domino's deild karla á næsta tímabili eftir öruggan sigur í leik liðanna í Valshöllinni í kvöld. Lokatölur 101-73, Val í vil. 30. mars 2017 21:00 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Sjá meira
Hamar er aðeins einum leik frá því að tryggja sér sæti í Domino's deild karla eftir sigur á Val, 73-82, í þriðja leik liðanna í umspili í kvöld.Valsmenn rúlluðu yfir Hvergerðinga í fyrsta leiknum, 101-73, en þeir hafa svarað fyrir sig með tveimur sigrum í röð. Fjórði leikur liðanna fer fram í Hveragerði á sunnudaginn og með sigri þar tryggja heimamenn sér sæti í Domino's deildinni. Valsmenn byrjuðu leikinn betur og leiddu með sjö stigum, 25-18, eftir 1. leikhluta. Hamarsmenn spiluðu betur í 2. leikhluta sem þeir unnu með fimm stigum, 24-19. Staðan í hálfleik var því 44-42, Val í vil. Hvergerðingar héldu Valsmönnum í aðeins 12 stigum í 3. leikhluta en skoruðu sjálfir 21 stig. Staðan fyrir lokaleikhlutann var 56-63, Hamri í vil. Gestirnir létu þessa forystu ekki af hendi og lönduðu góðum sigri, 73-82. Christopher Woods var atkvæðamestur í liði Hamars með 30 stig, 14 fráköst og fimm stoðsendingar en hann var með lygilega 77% skotnýtingu. Örn Sigurðarson kom næstur með 19 stig og átta fráköst. Þá fékk Hamar 17 stigum af bekknum, gegn aðeins átta hjá Val. Urald King átti sannkallaðan tröllaleik í liði Vals; skoraði 33 stig, tók 24 fráköst, gaf þrjár stoðsendingar, varði fjögur skot og var með alls 51 framlagspunkt. Birgir Björn Pétursson kom næstur með 11 stig og níu fráköst.Valur-Hamar 73-82 (25-18, 19-24, 12-21, 17-19)Valur: Urald King 33/24 fráköst/4 varin skot, Birgir Björn Pétursson 11/9 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 8/4 fráköst, Austin Magnus Bracey 7, Benedikt Blöndal 6/5 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 6/4 fráköst, Illugi Auðunsson 2.Hamar: Christopher Woods 30/14 fráköst/5 stoðsendingar, Örn Sigurðarson 19/8 fráköst, Snorri Þorvaldsson 11/5 fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson 9, Rúnar Ingi Erlingsson 6/7 stoðsendingar, Hilmar Pétursson 5/5 fráköst, Oddur Ólafsson 2.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hamarsmenn jöfnuðu metin eftir mikinn spennuleik í Hveragerði Hamar vann tveggja stiga sigur á Val í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta í Hveragerði í kvöld, 93-91, og jafnaði þar með metin í 1-1 í einvígi liðanna um laust sæti í Domino´s deild karla í körfubolta á næsta tímabili. 2. apríl 2017 21:25 Vindhögg hjá Hamri á Hlíðarenda | Myndir Valur er kominn í 1-0 í einvíginu við Hamar í umspili um sæti í Domino's deild karla á næsta tímabili eftir öruggan sigur í leik liðanna í Valshöllinni í kvöld. Lokatölur 101-73, Val í vil. 30. mars 2017 21:00 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Sjá meira
Hamarsmenn jöfnuðu metin eftir mikinn spennuleik í Hveragerði Hamar vann tveggja stiga sigur á Val í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta í Hveragerði í kvöld, 93-91, og jafnaði þar með metin í 1-1 í einvígi liðanna um laust sæti í Domino´s deild karla í körfubolta á næsta tímabili. 2. apríl 2017 21:25
Vindhögg hjá Hamri á Hlíðarenda | Myndir Valur er kominn í 1-0 í einvíginu við Hamar í umspili um sæti í Domino's deild karla á næsta tímabili eftir öruggan sigur í leik liðanna í Valshöllinni í kvöld. Lokatölur 101-73, Val í vil. 30. mars 2017 21:00