Bretar og Frakkar ítreka að Assad verði að víkja Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2017 12:00 Bashar al-Assad, forseti Sýrlands. Vísir/AFP Yfirvöld Bretlands og Frakklands ítreka að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, verði að víkja úr valdastóli. Stjórnarher Assad er nú sakaður um að hafa gert efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun í Sýrlandi í gær. Tugir fórust í árásinni og þar af fjölmörg börn. Boris Johnson og Jean-Marc Ayrault, utanríkisráðherra Bretlands og Frakklands, kölluðu í dag eftir því að „grimmilegri“ ríkisstjórn Assad yrði komið frá völdum. Ayrault sagði árásina vera prófraun fyrir ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Trump hefur fordæmt árásina sem hann kallar hræðilega. Hann kenndi þó „veikleika“ Barack Obama, forvera síns, um. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Trump, sagði fyrr í vikunni að ekki væri nauðsynlegt fyrir Assad að víkja.Bera merki efnavopna Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin, WHO, segir minnst 70 hafa dáið í árásinni og að hundruð hafi orðið fyrir áhrifum og þar af fjölmörg börn. Þá segir stofnunin að fórnarlömb árásarinnar beri ummerki þess að hafa orðið fyrir taugagasi.Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin segir fórnarlömb árásarinnar bera ummerki þess að hafa orðið fyrir taugagasi.Vísir/EPARíkisstjórn Assad og Rússar, sem styðja Assad, hafa viðurkennt að loftárásir hafi verið gerðar á bæinn. Hins vegar segja þeir að það hafi ekki verið efnavopnaárásir. Þess í stað hafi efnavopn í eigu uppreisnarmannanna verið í húsi sem árás var gerð á. Fullyrðingum Rússa þess efnis að eiturefnin sem drápu tugi óbreyttra borgara í sýrlenska bænum Idlib á dögunum hafi komið frá efnavopnaverksmiðju uppreisnarmanna í bænum, hefur verið hafnað af fjölmörgum aðilum. Rússar segja að eiturgasið hafi lagst yfir bæinn eftir að sýrlenskar herflugvélar gerðu árás á vopnabúr uppreisnarmanna og vilja þeir þannig meina að uppreisnarmenn hafi búið yfir efnavopnum. Stjórnarher Assad sagðist ekki hafa notað efnavopn og að þau hefðu aldrei verið notuð og yrðu aldrei notuð. Efnavopnastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur þó margsinnis sakað herinn um beitingu efnavopna. Nú í febrúar beittu Kína og Rússland neitunarvaldi sínu í öryggsráðinu gegn ályktun um viðskipaþvinganir gegn ríkisstjórn Assad vegna efnavopnaárása á þorp í Sýrlandi á árunum 2014 og 2015.Segja fjölmörg vitni hafa séð flugvélina Utanríkisráðherra Breta, foringi uppreisnarmanna og efnavopnasérfræðingur sögðu hinsvegar allir í morgun að vísbendingar bendi allar í eina átt, um hafi verið að ræða efnavopnaárás sýrlenska hersins, sem Rússar styðja í borgarastríðinu. Boris Johnson brást fljótt við fullyrðingum Rússa og segir allt benda til að Assad hafi notað efnavopn gegn eigin þjóð. Foringi uppreisnarmanna á svæðinu Hasan Haj Ali, segir Rússa fara með lygar og að fjölmörg vitni í bænum segist hafa séð flugvélina sem varpaði gasinu á bæinn. Og sérfræðingur í efnavopnum, Hamish de Bretton-Gordon, sagði ennfremur í viðtali við breska ríkisútvarpið í morgun að útgáfa Rússa af atburðinum sé afar langsótt. Hann segir allt benda til þess að gasið sem um ræðir hafi verið Sarín og segir hann nánast útilokað að það myndi dreifast um bæinn þótt árás væri gerð á vopnabúr sem innihéldi slík vopn.Augljós stríðsglæpur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar um málið í dag og sendiherra Breta hjá Sameinuðu þjóðunum sagði á blaðamannafundi í morgun að um augljósan stríðsglæp hafi verið að ræða. Hann biðlaði einnig til þeirra ríkja í Öryggisráðinu sem hingað til hafi haldið hlífiskildi yfir stjórn Assads með því að beita neitunarvaldi sínu í ráðinu, að breyta um kúrs. Minnst 320 þúsund manns hafa dáið í átökunum í Sýrlandi, frá því að borgarastyrjöld hófst þar í mars 2011. Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Rússar kenna uppreisnarmönnum um efnavopnaárásina Rússnesk yfirvöld telja sýrlenska uppreisnarherinn bera ábyrgð á efnavopnaárás á sýslenska bæinn Khan Sheikhoun í gær. 5. apríl 2017 07:41 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Yfirvöld Bretlands og Frakklands ítreka að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, verði að víkja úr valdastóli. Stjórnarher Assad er nú sakaður um að hafa gert efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun í Sýrlandi í gær. Tugir fórust í árásinni og þar af fjölmörg börn. Boris Johnson og Jean-Marc Ayrault, utanríkisráðherra Bretlands og Frakklands, kölluðu í dag eftir því að „grimmilegri“ ríkisstjórn Assad yrði komið frá völdum. Ayrault sagði árásina vera prófraun fyrir ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Trump hefur fordæmt árásina sem hann kallar hræðilega. Hann kenndi þó „veikleika“ Barack Obama, forvera síns, um. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Trump, sagði fyrr í vikunni að ekki væri nauðsynlegt fyrir Assad að víkja.Bera merki efnavopna Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin, WHO, segir minnst 70 hafa dáið í árásinni og að hundruð hafi orðið fyrir áhrifum og þar af fjölmörg börn. Þá segir stofnunin að fórnarlömb árásarinnar beri ummerki þess að hafa orðið fyrir taugagasi.Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin segir fórnarlömb árásarinnar bera ummerki þess að hafa orðið fyrir taugagasi.Vísir/EPARíkisstjórn Assad og Rússar, sem styðja Assad, hafa viðurkennt að loftárásir hafi verið gerðar á bæinn. Hins vegar segja þeir að það hafi ekki verið efnavopnaárásir. Þess í stað hafi efnavopn í eigu uppreisnarmannanna verið í húsi sem árás var gerð á. Fullyrðingum Rússa þess efnis að eiturefnin sem drápu tugi óbreyttra borgara í sýrlenska bænum Idlib á dögunum hafi komið frá efnavopnaverksmiðju uppreisnarmanna í bænum, hefur verið hafnað af fjölmörgum aðilum. Rússar segja að eiturgasið hafi lagst yfir bæinn eftir að sýrlenskar herflugvélar gerðu árás á vopnabúr uppreisnarmanna og vilja þeir þannig meina að uppreisnarmenn hafi búið yfir efnavopnum. Stjórnarher Assad sagðist ekki hafa notað efnavopn og að þau hefðu aldrei verið notuð og yrðu aldrei notuð. Efnavopnastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur þó margsinnis sakað herinn um beitingu efnavopna. Nú í febrúar beittu Kína og Rússland neitunarvaldi sínu í öryggsráðinu gegn ályktun um viðskipaþvinganir gegn ríkisstjórn Assad vegna efnavopnaárása á þorp í Sýrlandi á árunum 2014 og 2015.Segja fjölmörg vitni hafa séð flugvélina Utanríkisráðherra Breta, foringi uppreisnarmanna og efnavopnasérfræðingur sögðu hinsvegar allir í morgun að vísbendingar bendi allar í eina átt, um hafi verið að ræða efnavopnaárás sýrlenska hersins, sem Rússar styðja í borgarastríðinu. Boris Johnson brást fljótt við fullyrðingum Rússa og segir allt benda til að Assad hafi notað efnavopn gegn eigin þjóð. Foringi uppreisnarmanna á svæðinu Hasan Haj Ali, segir Rússa fara með lygar og að fjölmörg vitni í bænum segist hafa séð flugvélina sem varpaði gasinu á bæinn. Og sérfræðingur í efnavopnum, Hamish de Bretton-Gordon, sagði ennfremur í viðtali við breska ríkisútvarpið í morgun að útgáfa Rússa af atburðinum sé afar langsótt. Hann segir allt benda til þess að gasið sem um ræðir hafi verið Sarín og segir hann nánast útilokað að það myndi dreifast um bæinn þótt árás væri gerð á vopnabúr sem innihéldi slík vopn.Augljós stríðsglæpur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar um málið í dag og sendiherra Breta hjá Sameinuðu þjóðunum sagði á blaðamannafundi í morgun að um augljósan stríðsglæp hafi verið að ræða. Hann biðlaði einnig til þeirra ríkja í Öryggisráðinu sem hingað til hafi haldið hlífiskildi yfir stjórn Assads með því að beita neitunarvaldi sínu í ráðinu, að breyta um kúrs. Minnst 320 þúsund manns hafa dáið í átökunum í Sýrlandi, frá því að borgarastyrjöld hófst þar í mars 2011.
Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Rússar kenna uppreisnarmönnum um efnavopnaárásina Rússnesk yfirvöld telja sýrlenska uppreisnarherinn bera ábyrgð á efnavopnaárás á sýslenska bæinn Khan Sheikhoun í gær. 5. apríl 2017 07:41 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Rússar kenna uppreisnarmönnum um efnavopnaárásina Rússnesk yfirvöld telja sýrlenska uppreisnarherinn bera ábyrgð á efnavopnaárás á sýslenska bæinn Khan Sheikhoun í gær. 5. apríl 2017 07:41
Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00