Bretar og Frakkar ítreka að Assad verði að víkja Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2017 12:00 Bashar al-Assad, forseti Sýrlands. Vísir/AFP Yfirvöld Bretlands og Frakklands ítreka að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, verði að víkja úr valdastóli. Stjórnarher Assad er nú sakaður um að hafa gert efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun í Sýrlandi í gær. Tugir fórust í árásinni og þar af fjölmörg börn. Boris Johnson og Jean-Marc Ayrault, utanríkisráðherra Bretlands og Frakklands, kölluðu í dag eftir því að „grimmilegri“ ríkisstjórn Assad yrði komið frá völdum. Ayrault sagði árásina vera prófraun fyrir ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Trump hefur fordæmt árásina sem hann kallar hræðilega. Hann kenndi þó „veikleika“ Barack Obama, forvera síns, um. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Trump, sagði fyrr í vikunni að ekki væri nauðsynlegt fyrir Assad að víkja.Bera merki efnavopna Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin, WHO, segir minnst 70 hafa dáið í árásinni og að hundruð hafi orðið fyrir áhrifum og þar af fjölmörg börn. Þá segir stofnunin að fórnarlömb árásarinnar beri ummerki þess að hafa orðið fyrir taugagasi.Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin segir fórnarlömb árásarinnar bera ummerki þess að hafa orðið fyrir taugagasi.Vísir/EPARíkisstjórn Assad og Rússar, sem styðja Assad, hafa viðurkennt að loftárásir hafi verið gerðar á bæinn. Hins vegar segja þeir að það hafi ekki verið efnavopnaárásir. Þess í stað hafi efnavopn í eigu uppreisnarmannanna verið í húsi sem árás var gerð á. Fullyrðingum Rússa þess efnis að eiturefnin sem drápu tugi óbreyttra borgara í sýrlenska bænum Idlib á dögunum hafi komið frá efnavopnaverksmiðju uppreisnarmanna í bænum, hefur verið hafnað af fjölmörgum aðilum. Rússar segja að eiturgasið hafi lagst yfir bæinn eftir að sýrlenskar herflugvélar gerðu árás á vopnabúr uppreisnarmanna og vilja þeir þannig meina að uppreisnarmenn hafi búið yfir efnavopnum. Stjórnarher Assad sagðist ekki hafa notað efnavopn og að þau hefðu aldrei verið notuð og yrðu aldrei notuð. Efnavopnastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur þó margsinnis sakað herinn um beitingu efnavopna. Nú í febrúar beittu Kína og Rússland neitunarvaldi sínu í öryggsráðinu gegn ályktun um viðskipaþvinganir gegn ríkisstjórn Assad vegna efnavopnaárása á þorp í Sýrlandi á árunum 2014 og 2015.Segja fjölmörg vitni hafa séð flugvélina Utanríkisráðherra Breta, foringi uppreisnarmanna og efnavopnasérfræðingur sögðu hinsvegar allir í morgun að vísbendingar bendi allar í eina átt, um hafi verið að ræða efnavopnaárás sýrlenska hersins, sem Rússar styðja í borgarastríðinu. Boris Johnson brást fljótt við fullyrðingum Rússa og segir allt benda til að Assad hafi notað efnavopn gegn eigin þjóð. Foringi uppreisnarmanna á svæðinu Hasan Haj Ali, segir Rússa fara með lygar og að fjölmörg vitni í bænum segist hafa séð flugvélina sem varpaði gasinu á bæinn. Og sérfræðingur í efnavopnum, Hamish de Bretton-Gordon, sagði ennfremur í viðtali við breska ríkisútvarpið í morgun að útgáfa Rússa af atburðinum sé afar langsótt. Hann segir allt benda til þess að gasið sem um ræðir hafi verið Sarín og segir hann nánast útilokað að það myndi dreifast um bæinn þótt árás væri gerð á vopnabúr sem innihéldi slík vopn.Augljós stríðsglæpur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar um málið í dag og sendiherra Breta hjá Sameinuðu þjóðunum sagði á blaðamannafundi í morgun að um augljósan stríðsglæp hafi verið að ræða. Hann biðlaði einnig til þeirra ríkja í Öryggisráðinu sem hingað til hafi haldið hlífiskildi yfir stjórn Assads með því að beita neitunarvaldi sínu í ráðinu, að breyta um kúrs. Minnst 320 þúsund manns hafa dáið í átökunum í Sýrlandi, frá því að borgarastyrjöld hófst þar í mars 2011. Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Rússar kenna uppreisnarmönnum um efnavopnaárásina Rússnesk yfirvöld telja sýrlenska uppreisnarherinn bera ábyrgð á efnavopnaárás á sýslenska bæinn Khan Sheikhoun í gær. 5. apríl 2017 07:41 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Yfirvöld Bretlands og Frakklands ítreka að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, verði að víkja úr valdastóli. Stjórnarher Assad er nú sakaður um að hafa gert efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun í Sýrlandi í gær. Tugir fórust í árásinni og þar af fjölmörg börn. Boris Johnson og Jean-Marc Ayrault, utanríkisráðherra Bretlands og Frakklands, kölluðu í dag eftir því að „grimmilegri“ ríkisstjórn Assad yrði komið frá völdum. Ayrault sagði árásina vera prófraun fyrir ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Trump hefur fordæmt árásina sem hann kallar hræðilega. Hann kenndi þó „veikleika“ Barack Obama, forvera síns, um. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Trump, sagði fyrr í vikunni að ekki væri nauðsynlegt fyrir Assad að víkja.Bera merki efnavopna Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin, WHO, segir minnst 70 hafa dáið í árásinni og að hundruð hafi orðið fyrir áhrifum og þar af fjölmörg börn. Þá segir stofnunin að fórnarlömb árásarinnar beri ummerki þess að hafa orðið fyrir taugagasi.Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin segir fórnarlömb árásarinnar bera ummerki þess að hafa orðið fyrir taugagasi.Vísir/EPARíkisstjórn Assad og Rússar, sem styðja Assad, hafa viðurkennt að loftárásir hafi verið gerðar á bæinn. Hins vegar segja þeir að það hafi ekki verið efnavopnaárásir. Þess í stað hafi efnavopn í eigu uppreisnarmannanna verið í húsi sem árás var gerð á. Fullyrðingum Rússa þess efnis að eiturefnin sem drápu tugi óbreyttra borgara í sýrlenska bænum Idlib á dögunum hafi komið frá efnavopnaverksmiðju uppreisnarmanna í bænum, hefur verið hafnað af fjölmörgum aðilum. Rússar segja að eiturgasið hafi lagst yfir bæinn eftir að sýrlenskar herflugvélar gerðu árás á vopnabúr uppreisnarmanna og vilja þeir þannig meina að uppreisnarmenn hafi búið yfir efnavopnum. Stjórnarher Assad sagðist ekki hafa notað efnavopn og að þau hefðu aldrei verið notuð og yrðu aldrei notuð. Efnavopnastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur þó margsinnis sakað herinn um beitingu efnavopna. Nú í febrúar beittu Kína og Rússland neitunarvaldi sínu í öryggsráðinu gegn ályktun um viðskipaþvinganir gegn ríkisstjórn Assad vegna efnavopnaárása á þorp í Sýrlandi á árunum 2014 og 2015.Segja fjölmörg vitni hafa séð flugvélina Utanríkisráðherra Breta, foringi uppreisnarmanna og efnavopnasérfræðingur sögðu hinsvegar allir í morgun að vísbendingar bendi allar í eina átt, um hafi verið að ræða efnavopnaárás sýrlenska hersins, sem Rússar styðja í borgarastríðinu. Boris Johnson brást fljótt við fullyrðingum Rússa og segir allt benda til að Assad hafi notað efnavopn gegn eigin þjóð. Foringi uppreisnarmanna á svæðinu Hasan Haj Ali, segir Rússa fara með lygar og að fjölmörg vitni í bænum segist hafa séð flugvélina sem varpaði gasinu á bæinn. Og sérfræðingur í efnavopnum, Hamish de Bretton-Gordon, sagði ennfremur í viðtali við breska ríkisútvarpið í morgun að útgáfa Rússa af atburðinum sé afar langsótt. Hann segir allt benda til þess að gasið sem um ræðir hafi verið Sarín og segir hann nánast útilokað að það myndi dreifast um bæinn þótt árás væri gerð á vopnabúr sem innihéldi slík vopn.Augljós stríðsglæpur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar um málið í dag og sendiherra Breta hjá Sameinuðu þjóðunum sagði á blaðamannafundi í morgun að um augljósan stríðsglæp hafi verið að ræða. Hann biðlaði einnig til þeirra ríkja í Öryggisráðinu sem hingað til hafi haldið hlífiskildi yfir stjórn Assads með því að beita neitunarvaldi sínu í ráðinu, að breyta um kúrs. Minnst 320 þúsund manns hafa dáið í átökunum í Sýrlandi, frá því að borgarastyrjöld hófst þar í mars 2011.
Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Rússar kenna uppreisnarmönnum um efnavopnaárásina Rússnesk yfirvöld telja sýrlenska uppreisnarherinn bera ábyrgð á efnavopnaárás á sýslenska bæinn Khan Sheikhoun í gær. 5. apríl 2017 07:41 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Rússar kenna uppreisnarmönnum um efnavopnaárásina Rússnesk yfirvöld telja sýrlenska uppreisnarherinn bera ábyrgð á efnavopnaárás á sýslenska bæinn Khan Sheikhoun í gær. 5. apríl 2017 07:41
Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00