Gamla Nintendo NES langvinsælust Haraldur Guðmundsson skrifar 5. apríl 2017 17:00 Kristinn Ólafur Smárason stofnaði Retrolif.is eftir að hann hafði safnað tölvuleikjum í meira en áratug. Vísir/Ernir „Þetta er fjölskyldufyrirtæki ef svo má segja en við konan mín stöndum að þessu,“ segir Kristinn Ólafur Smárason, eigandi vefverslunnar Retrólíf, sem selur gamlar leikjatölvur og tölvuleiki ásamt unnustu sinni Heiðrúnu Matthildi Atladóttur. Vefverslunin var opnuð í nóvember í fyrra en þar selja þau Kristinn og Heiðrún notaðar tölvur á borð við Nintendo NES, Sega Mega Drive og Playstation. Þar má einnig finna sjaldgæfa tölvuleiki sem ekki hafa verið seldir hér á landi í um 30 ár, eða jafnvel aldrei, og aukahluti eins og fjarstýringar og minniskubba. „Ég hef verið að væflast í þessum klassísku tölvum síðasta áratuginn eða svo og safnað þeim og gömlum leikjum í langan tíma. Á endanum var ég kominn með gott safn af alls konar dóti og maður var farinn að fá fyrirspurnir á Facebook, Blandi og fleiri stöðum. Mig langaði því að prufa að opna litla vefverslun með þessar vörur og lét verða af því. Þetta fékk strax talsverða athygli og ég fæ mikið af fyrirspurnum um hina ýmsu leiki og tölvur og þá reynir maður að hlaupa til og redda,“ segir Kristinn. Nintendo NES sló í gegn á níunda áratug síðustu aldar og hana mátti finna á mörgum íslenskum heimilum. Tölvan og leikir hennar eru að sögn Kristins vinsælustu vörurnar hjá Retrólíf en einnig er talsverð eftirspurn eftir leikjatölvu sem kom út um fimmtán árum síðar. „Það kom mér mjög á óvart hversu vinsæl Playstation 2 er og leikir henni tengdir. Það er augljóslega eitthvað „költ-following“ í kringum hana hér á landi,“ segir Kristinn. Er mikil eftirspurn eftir þessum vörum? „Ég segi nú ekki að það sé talsverð eftirspurn en þetta er sérstakur markaður og það er alltaf einhver sala. Ég er ekki á kafi í vinnu yfir þessu en það er vissulega áhugi og margir sem vilja finna aftur æskuárin í gegnum gamla tölvuleiki,“ segir Kristinn og bætir við að hann sé í fullu starfi hjá tæknifyrirtækinu GoMobile. Kaupirðu tölvurnar og leikina hér heima eða á netinu? „Ég geri hvort tveggja. Ég er búinn að vera á spjallborðum um alls konar tölvur ogg farinn að þekkja fólk með sama áhugamál um allan heim; í Japan, Þýskalandi, Skandinavíu og Ástralíu. Ef fólk vantar eitthvað mjög sérstakt get ég alltaf leitað til vissra aðila en maður reynir að halda innkaupunum þannig ef það er hægt.“ Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Þetta er fjölskyldufyrirtæki ef svo má segja en við konan mín stöndum að þessu,“ segir Kristinn Ólafur Smárason, eigandi vefverslunnar Retrólíf, sem selur gamlar leikjatölvur og tölvuleiki ásamt unnustu sinni Heiðrúnu Matthildi Atladóttur. Vefverslunin var opnuð í nóvember í fyrra en þar selja þau Kristinn og Heiðrún notaðar tölvur á borð við Nintendo NES, Sega Mega Drive og Playstation. Þar má einnig finna sjaldgæfa tölvuleiki sem ekki hafa verið seldir hér á landi í um 30 ár, eða jafnvel aldrei, og aukahluti eins og fjarstýringar og minniskubba. „Ég hef verið að væflast í þessum klassísku tölvum síðasta áratuginn eða svo og safnað þeim og gömlum leikjum í langan tíma. Á endanum var ég kominn með gott safn af alls konar dóti og maður var farinn að fá fyrirspurnir á Facebook, Blandi og fleiri stöðum. Mig langaði því að prufa að opna litla vefverslun með þessar vörur og lét verða af því. Þetta fékk strax talsverða athygli og ég fæ mikið af fyrirspurnum um hina ýmsu leiki og tölvur og þá reynir maður að hlaupa til og redda,“ segir Kristinn. Nintendo NES sló í gegn á níunda áratug síðustu aldar og hana mátti finna á mörgum íslenskum heimilum. Tölvan og leikir hennar eru að sögn Kristins vinsælustu vörurnar hjá Retrólíf en einnig er talsverð eftirspurn eftir leikjatölvu sem kom út um fimmtán árum síðar. „Það kom mér mjög á óvart hversu vinsæl Playstation 2 er og leikir henni tengdir. Það er augljóslega eitthvað „költ-following“ í kringum hana hér á landi,“ segir Kristinn. Er mikil eftirspurn eftir þessum vörum? „Ég segi nú ekki að það sé talsverð eftirspurn en þetta er sérstakur markaður og það er alltaf einhver sala. Ég er ekki á kafi í vinnu yfir þessu en það er vissulega áhugi og margir sem vilja finna aftur æskuárin í gegnum gamla tölvuleiki,“ segir Kristinn og bætir við að hann sé í fullu starfi hjá tæknifyrirtækinu GoMobile. Kaupirðu tölvurnar og leikina hér heima eða á netinu? „Ég geri hvort tveggja. Ég er búinn að vera á spjallborðum um alls konar tölvur ogg farinn að þekkja fólk með sama áhugamál um allan heim; í Japan, Þýskalandi, Skandinavíu og Ástralíu. Ef fólk vantar eitthvað mjög sérstakt get ég alltaf leitað til vissra aðila en maður reynir að halda innkaupunum þannig ef það er hægt.“
Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira