Pascal Wehrlein, ökumaður Sauber liðsins í Formúlu 1, verður ekki með í kínverska kappakstrinum um komandi helgi. Antonio Giovinazzi fær því annað tækifæri eftir frábæra fumraun í Ástralíu.
Wehrlein varð fyrir meiðslum í keppni meistaranna í upphafi árs og missti úr æfingum sínum fyrir tímabilið í kjölfarið. Ökumaðurinn segir að hann sé ekki fullkomlega undirbúinn og því vilji hann ekki taka þátt í keppni fyrr en hann viti að hann geti gert sitt besta.
Wehrlein mun taka þátt á föstudagsæfingum en ekki meira en það. Antonio Giovinazzi færi því annað tækifæri til að sýna hvað í honum býr.
Ítalski ökumaðurinn er að stíga sín fyrstu skref í Formúlu 1. Hann er á samning hjá Ferrari sem þriðji ökumaður liðsins. Giovinazzi þykir hafa staðið sig með eindæmu vel í Ástralíu þar sem hann hafði lítinn sem engan fyrirvara fyrir keppnina til að undirbúa sig og var næstum búinn að koma Sauber bílnum í aðra lotu tímatökunnar. Í keppninni endaði hann 12. Það verður spennandi að sjá hvort Giovinazzi geti gert enn betur um helgina.

