Körfubolti

Curry með 42 stig og níu þrista gegn Galdrakörlunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Curry var óstöðvandi í nótt.
Curry var óstöðvandi í nótt. vísir/getty
Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Steph Curry skoraði 42 stig þegar Golden State Warriors vann öruggan sigur á Washington Wizards, 139-115. Þetta var ellefti sigur Golden State í röð.

Curry setti niður níu þrista í leiknum auk þess sem hann gaf átta stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 23 stig og Ian Clark kom með 17 stig og sjö fráköst af bekknum.

Cleveland Cavaliers þurfti tvær framlengingar til að vinna Indiana Pacers, 135-130.

LeBron James fór fyrir sínum mönnum en hann var með þrennu í liði Cleveland. James skoraði 41 stig, tók 16 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Kyrie Irving kom næstur með 23 stig og sjö stoðsendingar.

Paul George var með 43 stig, níu fráköst og níu stoðsendingar í liði Indiana sem er í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina.

Kawhi Leonard skoraði 25 stig og gaf sjö stoðsendingar þegar San Antonio Spurs vann sex stiga sigur, 109-103, á Utah Jazz.

Tony Parker bætti 21 stigi við fyrir San Antonio sem er í 2. sæti Vesturdeildarinnar.

Frakkinn Boris Diaw skoraði 19 stig fyrir Utah, gegn sínum gömlu félögum. Landi hans, Rudy Gobert, var einnig með 19 stig auk þess sem hann tók 14 fráköst, gaf fimm stoðsendingar og varði sex skot.

Úrslitin í nótt:

Golden State 139-115 Washington

Cleveland 135-130 Indiana

San Antonio 109-103 Utah

NY Knicks 94-110 Boston

Oklahoma 101-113 Charlotte

LA Lakers 108-103 Memphis

Milwaukee 105-109 Dallas

Toronto 113-105 Philadelphia

New Orleans 110-117 Chicago

Brooklyn 91-82 Chicago

Miami 113-116 Denver

Phoenix 116-123 Houston

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×