Hamarsmenn jöfnuðu metin eftir mikinn spennuleik í Hveragerði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2017 21:25 Christopher Woods var flottur í liði Hamars í kvöld. Vísir/Ernir Hamar vann tveggja stiga sigur á Val í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta í Hveragerði í kvöld, 93-91, og jafnaði þar með metin í 1-1 í einvígi liðanna um laust sæti í Domino´s deild karla í körfubolta á næsta tímabili. Valsmenn burstuðu fyrsta leikinn í Valshöllinni en leikurinn í kvöld var allt annars eðlis og jafn frá nánast fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Hamarsmenn voru sterkari á lokasprettinum og unnu sinn þriðja heimaleik í röð í úrslitakeppninni en allir leikirnir hafa verið hnífjafnir og æsispennandi. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki tryggir sér farseðilinn í Domino´s deildina en næsti leikur er á Hlíðarenda á miðvikudagskvöldið kemur. Valsmenn voru fjórum stigum yfir, 86-82, þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir en þá komu níu stig frá Hamar í röð og þau lögðu grunninn að sigrinum. Hamar komst í 91-86 og kláraði síðan leikinn á vítalínunni. Christopher Woods var flottur í liði Hamars með 36 stig og 14 fráköst en hann fékk líka ómetanlega hjálp frá þeim Erni Sigurðarsyni (21 stig og 10 fráköst) og Hilmari Péturssyni (19 stig) sem báðir áttu mjög góðan leik. Austin Magnus Bracey var atkvæðamestur Valsmanna með 27 stig og Urald King var með 20 stig og 11 fráköst. Urald King, Bandaríkjamaðurinn í liði Vals, fékk sína fimmtu villu þegar fimm mínútur voru eftir. King fékk þá tæknivillu fyrir að mótmæla dómi og þurfti að sitja bekknum það sem eftir lifði leiks.Hamar-Valur 93-91 (17-14, 20-23, 30-31, 26-23)Hamar : Christopher Woods 36/14 fráköst/4 varin skot, Örn Sigurðarson 21/10 fráköst, Hilmar Pétursson 19/7 fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson 9/5 fráköst, Oddur Ólafsson 5/5 stoðsendingar, Rúnar Ingi Erlingsson 3/5 fráköst/8 stoðsendingar.Valur: Austin Magnus Bracey 27, Urald King 20/11 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 14, Oddur Birnir Pétursson 11, Birgir Björn Pétursson 8/6 fráköst, Þorgeir Kristinn Blöndal 4/4 fráköst, Illugi Auðunsson 4/4 fráköst, Benedikt Blöndal 3/4 fráköst/5 stoðsendingar. Dominos-deild karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Handbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Hamar vann tveggja stiga sigur á Val í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta í Hveragerði í kvöld, 93-91, og jafnaði þar með metin í 1-1 í einvígi liðanna um laust sæti í Domino´s deild karla í körfubolta á næsta tímabili. Valsmenn burstuðu fyrsta leikinn í Valshöllinni en leikurinn í kvöld var allt annars eðlis og jafn frá nánast fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Hamarsmenn voru sterkari á lokasprettinum og unnu sinn þriðja heimaleik í röð í úrslitakeppninni en allir leikirnir hafa verið hnífjafnir og æsispennandi. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki tryggir sér farseðilinn í Domino´s deildina en næsti leikur er á Hlíðarenda á miðvikudagskvöldið kemur. Valsmenn voru fjórum stigum yfir, 86-82, þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir en þá komu níu stig frá Hamar í röð og þau lögðu grunninn að sigrinum. Hamar komst í 91-86 og kláraði síðan leikinn á vítalínunni. Christopher Woods var flottur í liði Hamars með 36 stig og 14 fráköst en hann fékk líka ómetanlega hjálp frá þeim Erni Sigurðarsyni (21 stig og 10 fráköst) og Hilmari Péturssyni (19 stig) sem báðir áttu mjög góðan leik. Austin Magnus Bracey var atkvæðamestur Valsmanna með 27 stig og Urald King var með 20 stig og 11 fráköst. Urald King, Bandaríkjamaðurinn í liði Vals, fékk sína fimmtu villu þegar fimm mínútur voru eftir. King fékk þá tæknivillu fyrir að mótmæla dómi og þurfti að sitja bekknum það sem eftir lifði leiks.Hamar-Valur 93-91 (17-14, 20-23, 30-31, 26-23)Hamar : Christopher Woods 36/14 fráköst/4 varin skot, Örn Sigurðarson 21/10 fráköst, Hilmar Pétursson 19/7 fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson 9/5 fráköst, Oddur Ólafsson 5/5 stoðsendingar, Rúnar Ingi Erlingsson 3/5 fráköst/8 stoðsendingar.Valur: Austin Magnus Bracey 27, Urald King 20/11 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 14, Oddur Birnir Pétursson 11, Birgir Björn Pétursson 8/6 fráköst, Þorgeir Kristinn Blöndal 4/4 fráköst, Illugi Auðunsson 4/4 fráköst, Benedikt Blöndal 3/4 fráköst/5 stoðsendingar.
Dominos-deild karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Handbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira