Körfubolti

Clippers vann grannaslaginn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Blake Griffin skoraði 36 stig í sigrinum á Los Angeles Lakers.
Blake Griffin skoraði 36 stig í sigrinum á Los Angeles Lakers. vísir/getty
Fimm leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Los Angeles Clippers vann grannaslaginn gegn Los Angeles Lakers, 115-104.

Þetta var þriðji sigur Clippers í röð en liðið er í 5. sæti Vesturdeildarinnar. Lakers situr hins vegar á botni deildarinnar.

Blake Griffin og Chris Paul fóru mikinn í leiknum í nótt. Griffin skoraði 36 stig, tók átta fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Paul skoraði 29 stig og gaf 12 stoðsendingar.

David Nwaba skoraði 19 stig fyrir Lakers sem hefur tapað fjórum leikjum í röð.

Chicago Bulls vann nauman sigur á Atlanta Hawks, 106-104, á heimavelli.

Jimmy Butler skoraði 33 stig og gaf átta stoðsendingar í liði Chicago sem er í 7. sæti Austurdeildarinnar, einu sæti á eftir Atlanta.

Dennis Schröder var atkvæðamestur í liði Atlanta með 29 stig, sjö fráköst og sex stoðsendingar.

Bakverðir Portland Traiol Blazers fóru mikinn þegar liðið lagði Phoenix Suns að velli, 130-117.

Damian Lillard skoraði 31 stig og C.J. McCollum 29. Þeir tóku báðir fimm fráköst og gáfu sjö stoðsendingar.

Devin Booker var stigahæstur í liði Phoenix með 31 stig.

Úrslitin í nótt:

LA Clippers 115-104 LA Lakers

Chicago 106-104 Atlanta

Portland 130-117 Phoenix

Brooklyn 121-111 Orlando

Minnesota 117-123 Sacramento

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×