Tryggvi fann Tortólapeningana Benedikt Bóas og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 1. apríl 2017 07:00 Útilegumaðurinn Tryggvi Gunnar Hansen sem datt heldur betur í lukkupottinn í gær. Vísir Uppfært: Athygli er vakin á því að fréttin hér að neðan var aprílgabb Vísis. „Sá á fund sem finnur,“ segir útilegumaðurinn Tryggvi Gunnar Hansen sem datt heldur betur í lukkupottinn í gær. Tryggvi fann í Góða hirðinum í Fellsmúla gamalt skrifborð og í leynihólfi í einni skúffunni var flennistór ávísun, stíluð á handhafa, upp á 46,5 milljónir Bandaríkjadala. Rúmlega fimm milljarða íslenskra króna. „Ég áttaði mig strax á því hvaða peningar þetta væru,“ segir Tryggvi sem fylgist vel með fréttum. Trúlega er um að ræða peninga sem hingað til hefur verið á huldu hvar enduðu en voru hagnaður af kaupum Ólafs Ólafssonar á Búnaðarbankanum árið 2003. Peningarnir runnu til skúffufélagsins Dekhill Advisors á Tortóla sem enginn veit hver var í forsvari fyrir. Þýskur banki var notaður sem leppur í blekkingarleik Ólafs. „Ég er enginn leppur og hef aldrei notað slíkan,“ segir Tryggvi sem glímir þó við smá augnsýkingu og gengur yfirleitt með sólgleraugu þessa dagana. Hann segir vissulega spaugilegt og ótrúlegt að hann hafi fundið peninga úr skúffufélagi einmitt í skúffu. „Þetta eru peningar íslensku þjóðarinnar og það verður engin blekking við sólina,“ segir Tryggvi sem hefur samið einfalda fléttu í samstarfi við WOW air. Hann ætlar að fljúga með eitt þúsund Íslendinga á ári í sólina á Tortóla. „Skúli Mogensen skrifaði undir á bakinu á mér þannig að þetta er fyrsti löglegi baksamningurinn,“ segir hann og hlær. Fyrsta ferðin verður nú um páskana og eiga allir jafna möguleika á að komast með. Líka konan sem safnaði liði um árið í leit að Tryggva. „Þarna ræður enginn klíkuskapur för. Fyrstu þúsund sem mæta fá að koma með,“ segir Tryggvi sem ætlar að taka á móti fólki, vopnaður pappír og penna, fyrir utan útibú Arion banka í Kringlunni í dag klukkan ellefu. Aprílgabb Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Jónína Ben úthrópuð og Sigmar fékk sinn skammt fyrir viðtalið Sigmar Guðmundsson hefur sjaldan fengið harkalegri viðbrögð við viðtali. 31. mars 2017 13:40 Pólitíkusar keppast við að sverja Ólaf Ólafsson af sér Ólafur Ólafsson er heitasta kartaflan í pólitíkinni í dag. 30. mars 2017 13:37 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Uppfært: Athygli er vakin á því að fréttin hér að neðan var aprílgabb Vísis. „Sá á fund sem finnur,“ segir útilegumaðurinn Tryggvi Gunnar Hansen sem datt heldur betur í lukkupottinn í gær. Tryggvi fann í Góða hirðinum í Fellsmúla gamalt skrifborð og í leynihólfi í einni skúffunni var flennistór ávísun, stíluð á handhafa, upp á 46,5 milljónir Bandaríkjadala. Rúmlega fimm milljarða íslenskra króna. „Ég áttaði mig strax á því hvaða peningar þetta væru,“ segir Tryggvi sem fylgist vel með fréttum. Trúlega er um að ræða peninga sem hingað til hefur verið á huldu hvar enduðu en voru hagnaður af kaupum Ólafs Ólafssonar á Búnaðarbankanum árið 2003. Peningarnir runnu til skúffufélagsins Dekhill Advisors á Tortóla sem enginn veit hver var í forsvari fyrir. Þýskur banki var notaður sem leppur í blekkingarleik Ólafs. „Ég er enginn leppur og hef aldrei notað slíkan,“ segir Tryggvi sem glímir þó við smá augnsýkingu og gengur yfirleitt með sólgleraugu þessa dagana. Hann segir vissulega spaugilegt og ótrúlegt að hann hafi fundið peninga úr skúffufélagi einmitt í skúffu. „Þetta eru peningar íslensku þjóðarinnar og það verður engin blekking við sólina,“ segir Tryggvi sem hefur samið einfalda fléttu í samstarfi við WOW air. Hann ætlar að fljúga með eitt þúsund Íslendinga á ári í sólina á Tortóla. „Skúli Mogensen skrifaði undir á bakinu á mér þannig að þetta er fyrsti löglegi baksamningurinn,“ segir hann og hlær. Fyrsta ferðin verður nú um páskana og eiga allir jafna möguleika á að komast með. Líka konan sem safnaði liði um árið í leit að Tryggva. „Þarna ræður enginn klíkuskapur för. Fyrstu þúsund sem mæta fá að koma með,“ segir Tryggvi sem ætlar að taka á móti fólki, vopnaður pappír og penna, fyrir utan útibú Arion banka í Kringlunni í dag klukkan ellefu.
Aprílgabb Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Jónína Ben úthrópuð og Sigmar fékk sinn skammt fyrir viðtalið Sigmar Guðmundsson hefur sjaldan fengið harkalegri viðbrögð við viðtali. 31. mars 2017 13:40 Pólitíkusar keppast við að sverja Ólaf Ólafsson af sér Ólafur Ólafsson er heitasta kartaflan í pólitíkinni í dag. 30. mars 2017 13:37 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Jónína Ben úthrópuð og Sigmar fékk sinn skammt fyrir viðtalið Sigmar Guðmundsson hefur sjaldan fengið harkalegri viðbrögð við viðtali. 31. mars 2017 13:40
Pólitíkusar keppast við að sverja Ólaf Ólafsson af sér Ólafur Ólafsson er heitasta kartaflan í pólitíkinni í dag. 30. mars 2017 13:37