Guðmundur Helgi: Valsmenn rotuðu okkur á fyrstu mínútunum Kristinn Páll Teitsson skrifar 19. apríl 2017 22:00 Guðmundur Helgi á hliðarlínunni í kvöld. vísir/ernir „Við vorum hreinlega rotaðir af Valsmönnum strax á fyrstu mínútunum, við mættum ekki til leiks og ég held að spennufall hafi haft áhrif,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, hreinskilinn er hann var spurður út í útreiðina sem hans menn fengu í kvöld. „Við vorum yfirspilaðir fyrstu mínútur leiksins á báðum endum vallarins, við snertum þá varla í vörninni og spiluðum varla sókn. Við töpum held ég átta boltum fyrstu tuttugu mínúturnar sem er of mikið gegn liði eins og Val.“ Framarar áttu í stökustu vandræðum með tapaða bolta í fyrri hálfleik. „Það var eins og boltinn væri sjóðandi heitur þegar við vorum með hann, það vildi enginn hafa hann og ef við sendum hann gekk það illa. Þetta var eiginlega kjánalegt og hálf kómískt,“ sagði Guðmundur og bætti við: „Svo vorum við að klúðra dauðafærum sem þú mátt ekki gera gegn jafn sterku liði og Val. Þeir eru vel skipulagðir, treysta á hraðaupphlaup og keyrðu á okkur í dag og verðskulda þennna sigur.“ Að sama skapi fengu Valsmenn fjöldan allra auðveldra marka þegar frákastin hrukku í hendur þeirra. „Ég tel fimm varða bolta sem rata beint upp í hendurnar á þeim og svo fá þeir 8-9 mörk úr hraðaupphlaupum. Þetta eru einhver þrettán mörk sem er einfaldlega allt allt of mikið.“ Guðmundur vonaðist til þess að drengirnir hans myndu læra af þessu. „Taugarnar voru þandar, það er mikið búið að gerast hjá þessu unga liði. Blaðran sprakk í kvöld en við pumpum í hana á nýjan leik og mætum af krafti í næsta leik. Við þurfum að laga hugarfarið og spennustigið, kannski þarf ég að skoða það hvernig ég undirbý strákanna betur,“ sagði Guðmundur sem var ekki búinn að gefast upp: „Þetta var bara fyrsta lotan af fimm, þetta er það skemmtilegasta sem við gerum og við höldum bara áfram,“ sagði Guðmundur kátur að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 23-31 | Valsmenn kafsigldu Fram snemma leiks Valsmenn settu tóninn snemma og unnu öruggan átta marka sigur á Fram 31-23 í Safamýrinni í kvöld í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildarinnar en Valsmenn voru fljótir að keyra yfir Fram og leiddu allt frá byrjun. 19. apríl 2017 21:15 Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Fleiri fréttir „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Sjá meira
„Við vorum hreinlega rotaðir af Valsmönnum strax á fyrstu mínútunum, við mættum ekki til leiks og ég held að spennufall hafi haft áhrif,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, hreinskilinn er hann var spurður út í útreiðina sem hans menn fengu í kvöld. „Við vorum yfirspilaðir fyrstu mínútur leiksins á báðum endum vallarins, við snertum þá varla í vörninni og spiluðum varla sókn. Við töpum held ég átta boltum fyrstu tuttugu mínúturnar sem er of mikið gegn liði eins og Val.“ Framarar áttu í stökustu vandræðum með tapaða bolta í fyrri hálfleik. „Það var eins og boltinn væri sjóðandi heitur þegar við vorum með hann, það vildi enginn hafa hann og ef við sendum hann gekk það illa. Þetta var eiginlega kjánalegt og hálf kómískt,“ sagði Guðmundur og bætti við: „Svo vorum við að klúðra dauðafærum sem þú mátt ekki gera gegn jafn sterku liði og Val. Þeir eru vel skipulagðir, treysta á hraðaupphlaup og keyrðu á okkur í dag og verðskulda þennna sigur.“ Að sama skapi fengu Valsmenn fjöldan allra auðveldra marka þegar frákastin hrukku í hendur þeirra. „Ég tel fimm varða bolta sem rata beint upp í hendurnar á þeim og svo fá þeir 8-9 mörk úr hraðaupphlaupum. Þetta eru einhver þrettán mörk sem er einfaldlega allt allt of mikið.“ Guðmundur vonaðist til þess að drengirnir hans myndu læra af þessu. „Taugarnar voru þandar, það er mikið búið að gerast hjá þessu unga liði. Blaðran sprakk í kvöld en við pumpum í hana á nýjan leik og mætum af krafti í næsta leik. Við þurfum að laga hugarfarið og spennustigið, kannski þarf ég að skoða það hvernig ég undirbý strákanna betur,“ sagði Guðmundur sem var ekki búinn að gefast upp: „Þetta var bara fyrsta lotan af fimm, þetta er það skemmtilegasta sem við gerum og við höldum bara áfram,“ sagði Guðmundur kátur að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 23-31 | Valsmenn kafsigldu Fram snemma leiks Valsmenn settu tóninn snemma og unnu öruggan átta marka sigur á Fram 31-23 í Safamýrinni í kvöld í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildarinnar en Valsmenn voru fljótir að keyra yfir Fram og leiddu allt frá byrjun. 19. apríl 2017 21:15 Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Fleiri fréttir „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 23-31 | Valsmenn kafsigldu Fram snemma leiks Valsmenn settu tóninn snemma og unnu öruggan átta marka sigur á Fram 31-23 í Safamýrinni í kvöld í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildarinnar en Valsmenn voru fljótir að keyra yfir Fram og leiddu allt frá byrjun. 19. apríl 2017 21:15