Loftleiðamenn vildu kaupa Boeing 747 þotur árið 1972 Kristján Már Unnarsson skrifar 19. apríl 2017 21:30 Loftleiðir voru við það að kaupa tvær júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna árið 1973, segir Jóhannes Einarsson verkfræðingur, einn helsti samstarfsmaður Alfreðs Elíassonar á velgengnisárum Loftleiða. Þetta kom fram í tíu mínútna viðtali við Jóhannes um Loftleiðaævintýrið á Stöð 2, sem sjá má í spilaranum hér að ofan.Jóhannes Einarsson starfaði hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum á árunum 1962 til 1978 og hjá Cargolux frá 1978 til 1995.Stöð 2/Einar Árnason.Jóhannes segir að árið 1972 hafi hann, ásamt þeim Kristni Olsen og Martin Petersen, farið fyrir hönd Loftleiða til viðræðna við Boeing-verksmiðjurnar. Þær hafi síðan gert Loftleiðum tilboð um kaup á tveimur Boeing 747-200 þotum. Í framhaldinu hafi Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, ritað undir viljayfirlýsingu um kaup á þotunum. „En það fékkst ekki samþykkt í stjórn Loftleiða. Sigurður Helgason var algerlega á móti því að fara út í Boeing 747,” segir Jóhannes, sem telur það hafa verið mistök að kaupa ekki jumbo-þoturnar á þessum tíma.Mynd sem Boeing lét teikna af stjórn Loftleiða árið 1972 með líkan af Boeing 747 á borðinu. Myndin er í eigu Flugminjasafns Íslands á Akureyri. Takið eftir Boeing 727 þotu, sem mótar fyrir í glugganum fyrir aftan, en keppinauturinn, Flugfélag Íslands, rak tvær slíkar þotur á þessum tíma.Jóhannes var maðurinn sem Alfreð Elíasson og Loftleiðamenn buðu fram sem forstjóra Flugleiða gegn Sigurði Helgasyni eftir sameiningu flugfélaganna. Hann var ráðinn til Loftleiða árið 1962 og var fyrsta verkefni hans að hafa umsjón með smíði skrifstofubyggingar félagsins og flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli, sem varð að Loftleiðahótelinu. Jóhannes varð síðar einn af framkvæmdastjórum Loftleiða. Hann var jafnframt lykilmaður í stofnun Cargolux í Lúxemborg en sagði upp hjá störfum hjá Flugleiðum árið 1978 til að taka við framkvæmdastjórastarfi hjá Cargolux. Tengdar fréttir Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15 Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Sjá meira
Loftleiðir voru við það að kaupa tvær júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna árið 1973, segir Jóhannes Einarsson verkfræðingur, einn helsti samstarfsmaður Alfreðs Elíassonar á velgengnisárum Loftleiða. Þetta kom fram í tíu mínútna viðtali við Jóhannes um Loftleiðaævintýrið á Stöð 2, sem sjá má í spilaranum hér að ofan.Jóhannes Einarsson starfaði hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum á árunum 1962 til 1978 og hjá Cargolux frá 1978 til 1995.Stöð 2/Einar Árnason.Jóhannes segir að árið 1972 hafi hann, ásamt þeim Kristni Olsen og Martin Petersen, farið fyrir hönd Loftleiða til viðræðna við Boeing-verksmiðjurnar. Þær hafi síðan gert Loftleiðum tilboð um kaup á tveimur Boeing 747-200 þotum. Í framhaldinu hafi Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, ritað undir viljayfirlýsingu um kaup á þotunum. „En það fékkst ekki samþykkt í stjórn Loftleiða. Sigurður Helgason var algerlega á móti því að fara út í Boeing 747,” segir Jóhannes, sem telur það hafa verið mistök að kaupa ekki jumbo-þoturnar á þessum tíma.Mynd sem Boeing lét teikna af stjórn Loftleiða árið 1972 með líkan af Boeing 747 á borðinu. Myndin er í eigu Flugminjasafns Íslands á Akureyri. Takið eftir Boeing 727 þotu, sem mótar fyrir í glugganum fyrir aftan, en keppinauturinn, Flugfélag Íslands, rak tvær slíkar þotur á þessum tíma.Jóhannes var maðurinn sem Alfreð Elíasson og Loftleiðamenn buðu fram sem forstjóra Flugleiða gegn Sigurði Helgasyni eftir sameiningu flugfélaganna. Hann var ráðinn til Loftleiða árið 1962 og var fyrsta verkefni hans að hafa umsjón með smíði skrifstofubyggingar félagsins og flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli, sem varð að Loftleiðahótelinu. Jóhannes varð síðar einn af framkvæmdastjórum Loftleiða. Hann var jafnframt lykilmaður í stofnun Cargolux í Lúxemborg en sagði upp hjá störfum hjá Flugleiðum árið 1978 til að taka við framkvæmdastjórastarfi hjá Cargolux.
Tengdar fréttir Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15 Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Sjá meira
Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15
Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent