Sælkerabúlla með fisk væntanleg í Vesturbæinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. apríl 2017 13:00 Lengi vel var bókaverslun rekin í rýminu sem staðið hefur autt í á annað ár. Vísir/Kolbeinn Tumi Ferðaþjónustufyrirtækið Fisherman á Suðureyri er um þessar mundir að færa út kvíarnar með opnun sælkerabúllu með fisk í Vesturbænum. Sælkerabúllan verður til húsa í verslunarkjarnanum á Hagamel þar sem Ísbúð Vesturbæjar og Blómagalleríið er meðal annars að finna. Lengi vel var bókaverslun rekin í rýminu sem staðið hefur autt í á annað ár.Ferðamenn sökkva í sig söguna á Suðureyri.FishermanFisherman var stofnað á Suðureyri árið 2000 og hefur hefur sérhæft sig í móttöku ferðamanna undanfarin ár með áherslu á daglega lífið í litlu sjávraþorpi úti á landi. Fisherman rekur hótel á Suðureyri, sjávarréttaveitingahús og kaffihús þar sem fiskur er allstaðar aðalsmerkið. Undanfarin ár hafa þúsundir gesta tekið þátt í sælkeraferðum um lítið sjávarþorp sem fyrirtækið bíður uppá segir Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fisherman. „Hér á Suðureyri snýst allt um fisk og okkur langar að hvetja til meiri fiskneyslu hjá þjóðinni með því að auðvelda aðgengið að flottum vörum tengt fiski. Allt er að þróast í þá átt að fólk hefur lítinn tíma og við ætlum að aðstoða fólk við að upplifa einfalda og holla fiskrétti,“ segir Elías. „Við höfum gert samning við Hagkaup um heildstæða vörulínu sem kemur í þeirra verslanir í byrjun júní. Við vorum að leita að húsnæði til að pakka og þjónusta Hagkaup daglega með ferskar vörur og duttum þá niður á virkilega skemmtilegt húsnæði við Hagamel 67.“Elías Guðmundsson, eigandi Fisherman.Elías segir að húsnæðið henti mjög vel. „Við sáum strax að þar væri lítið mál að bæta við eigin verslun með einfalda og skemmtilega fiskrétti. Þar stefnum við á að bjóða upp á þekkta smárétti úr „world culinary„ tengt fiski. Bláskel, fiskisúpur, tacos, rækjur, próteinrík snakkbox með fiski, tilbúna rétti til að borða á staðnum eða til að taka með heim og fleira skemmtilegt til að grípa með sér á hraðferð.“ Fisherman hefur í vetur fengið tvær viðurkenningar fyrir vöruþróun tengt þessu verkefni. Þar má nefna viðurkenningu Fjöreggs MNÍ fyrir lofsvert framtak á sviði matvæla og næringar og viðurkenning frá FÍT fyrir umbúðarhönnun en allar umbúðir fyrirtækisins eru umhverfisvænar í takt við tíðarandann í dag að sögn Elíasar. Stefnt er að opnun búllunnar í byrjun júní. Neytendur Tengdar fréttir Sunddrottning verður markaðsstjóri Fisherman á Suðureyri Sunddrottningin og leikkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Fisherman á Suðureyri en hún mun hafa aðsetur í Sjávarklasanum í Reykjavík. 17. ágúst 2016 12:50 Ævintýrasigling til Íslands varð að martröð "Við lifðum af ísbirni, storm og nístingskulda,“ segir Paul. "Og drykkfelldan, vopnaðan skipstjóra. Eitthvað sem við áttum ekki von á að þurfa hafa áhyggjur af.“ 29. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtækið Fisherman á Suðureyri er um þessar mundir að færa út kvíarnar með opnun sælkerabúllu með fisk í Vesturbænum. Sælkerabúllan verður til húsa í verslunarkjarnanum á Hagamel þar sem Ísbúð Vesturbæjar og Blómagalleríið er meðal annars að finna. Lengi vel var bókaverslun rekin í rýminu sem staðið hefur autt í á annað ár.Ferðamenn sökkva í sig söguna á Suðureyri.FishermanFisherman var stofnað á Suðureyri árið 2000 og hefur hefur sérhæft sig í móttöku ferðamanna undanfarin ár með áherslu á daglega lífið í litlu sjávraþorpi úti á landi. Fisherman rekur hótel á Suðureyri, sjávarréttaveitingahús og kaffihús þar sem fiskur er allstaðar aðalsmerkið. Undanfarin ár hafa þúsundir gesta tekið þátt í sælkeraferðum um lítið sjávarþorp sem fyrirtækið bíður uppá segir Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fisherman. „Hér á Suðureyri snýst allt um fisk og okkur langar að hvetja til meiri fiskneyslu hjá þjóðinni með því að auðvelda aðgengið að flottum vörum tengt fiski. Allt er að þróast í þá átt að fólk hefur lítinn tíma og við ætlum að aðstoða fólk við að upplifa einfalda og holla fiskrétti,“ segir Elías. „Við höfum gert samning við Hagkaup um heildstæða vörulínu sem kemur í þeirra verslanir í byrjun júní. Við vorum að leita að húsnæði til að pakka og þjónusta Hagkaup daglega með ferskar vörur og duttum þá niður á virkilega skemmtilegt húsnæði við Hagamel 67.“Elías Guðmundsson, eigandi Fisherman.Elías segir að húsnæðið henti mjög vel. „Við sáum strax að þar væri lítið mál að bæta við eigin verslun með einfalda og skemmtilega fiskrétti. Þar stefnum við á að bjóða upp á þekkta smárétti úr „world culinary„ tengt fiski. Bláskel, fiskisúpur, tacos, rækjur, próteinrík snakkbox með fiski, tilbúna rétti til að borða á staðnum eða til að taka með heim og fleira skemmtilegt til að grípa með sér á hraðferð.“ Fisherman hefur í vetur fengið tvær viðurkenningar fyrir vöruþróun tengt þessu verkefni. Þar má nefna viðurkenningu Fjöreggs MNÍ fyrir lofsvert framtak á sviði matvæla og næringar og viðurkenning frá FÍT fyrir umbúðarhönnun en allar umbúðir fyrirtækisins eru umhverfisvænar í takt við tíðarandann í dag að sögn Elíasar. Stefnt er að opnun búllunnar í byrjun júní.
Neytendur Tengdar fréttir Sunddrottning verður markaðsstjóri Fisherman á Suðureyri Sunddrottningin og leikkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Fisherman á Suðureyri en hún mun hafa aðsetur í Sjávarklasanum í Reykjavík. 17. ágúst 2016 12:50 Ævintýrasigling til Íslands varð að martröð "Við lifðum af ísbirni, storm og nístingskulda,“ segir Paul. "Og drykkfelldan, vopnaðan skipstjóra. Eitthvað sem við áttum ekki von á að þurfa hafa áhyggjur af.“ 29. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Sunddrottning verður markaðsstjóri Fisherman á Suðureyri Sunddrottningin og leikkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Fisherman á Suðureyri en hún mun hafa aðsetur í Sjávarklasanum í Reykjavík. 17. ágúst 2016 12:50
Ævintýrasigling til Íslands varð að martröð "Við lifðum af ísbirni, storm og nístingskulda,“ segir Paul. "Og drykkfelldan, vopnaðan skipstjóra. Eitthvað sem við áttum ekki von á að þurfa hafa áhyggjur af.“ 29. ágúst 2016 07:00